Á eldra fólk að hafa það skítt? Helgi Pétursson skrifar 30. september 2023 15:30 „Hvað viljiði?“ var eiginlega lokaspurning sem sat eftir í mínum huga þegar stjórn Landssambands eldri borgara og Kjaranefnd sambandsins höfðu með skipulegum hætti talað vð alla sem málið varðar, - Alþingi, ríkisstjórn, sveitarstjórnir, verkalýðshreyfinguna, samtök atvinnulífsins og alla þá sem á annað borð vildu hlusta. Mánuðum saman. Þá vorum við búin að benda á óréttlæti gríðarlegra skerðinga á greiðslum frá almannatryggingum og stóra svikna loforðið um að greiðslur úr lífeyrissjóðum okkar ættu að koma sem viðbót við greiðslur úr almenna tryggingakerfinu. Þið eruð bótaþegar. Því breyttu stjórnvöld með lagasetningu 2017 og töldu sig hafa einfaldað kerfið á þann hátt að lífeyrir væri þaðan í frá bætur og það væri stjórnvalda að ákveða upphæð bóta hverju sinni. Viðhorf núverandi stjórnvalda til eldra fólks er með þeim hætti að kynslóðir sem greitt hafa skatta og skyldur í meira en 50 ár og lyft þvi Grettistaki sem uppbygging þess samfélags sem við njótum, ættu að sætta sig við bætur í stað lífeyris sem fólk hélt að það ætti inni úr samfélagslegum sjóðum. Raunar hafa stjórnvöld gengið svo langt að vilja minna á að „það er bara fullt eldra fólki sem hefur það bara gott“. Því hef ég svarað: „En ekki hvað? Á eldra fólk að hafa það skítt?“ Á eldra fólk að hafa það skítt? Í öllum þessum viðræðum hefur okkur verið tekið afskaplega vel og sýndur mikill skilningur, en efndir og úrbætur hafa engar verið. Ekki hjá neinum. Eldra fólk hefur auðvitað enga lagalega stöðu til þess að grípa til einhverra aðgerða til þess að fylgja kröfum sínum eftir og í því skjóli skáka stjórnvöld. Það voru því mikil vonbrigði þegar við leituðum formlega til ASI, BSRB og BHM um stuðning í tengslum við síðustu kjarasamninga, eins og gert hafði verið við kjarasamninga um langt árabil. Verkalýðshreyfingin gerði ekkert með þessa bón okkar og þar með fór fyrir lítið áratuga aðild okkar að fagfélögum og verkalýðsfélögum með tilheyrandi milljarða greiðslum í alls kyns sjóði. Stefnumörkun 35 þúsund félagsmanna LEB Á málþingi um kjör eldra fólks sem LEB og kjaranefndin mun halda 2. október n.k., á Hótel Hilton Nordica, leggjum við spilin á borðið. Allan síðast liðinn vetur og vor höfum við unnið ítarlega stefnumótun í kjaramálum sem samþykkt var á landsfundi LEB. 55 félög eldra fólks með um 35 þúsund félagsmenn hafa sameinast um þessa stefnu sem er skýr. Mikill hluti hugsanlegra samningsaðila okkar um bætt kjör, virðist hins vegar lifa í allt annari veröld en við hin. Hér sé allt í blússandi gangi og allir kátir. Við eldra fólk sem erum að minna á að svo sé ekki, erum auðvitað að skemma partíið. 20 þúsund manns undir eða við lágmark Við verðum hins vegar að benda á að um tuttugu þúsund manns lifa rétt við eða undir lágmarksmörkum og þola engar óvæntar uppákomur. Bíllinn má ekki bila, allar hækkanir á vöruverði og þjónustu bitna hart á þessum hópi, ekkert má fara úrskeiðis. Þessi hópur getur ekkert veitt sér. Það er ekki mikið stuð á þeim bæjum. Kjör og aðstæður þeirra sem verst eru sett, eru hins vegar einu ríkasta samfélagi heims til ævarandi skammar. Þetta er fólk sem hefur litlar sem engar lífeyristekjur, hefur alla tíð haft lítil laun, er að hluta til aðflutt og í miklum meirihluta konur. En eitt auðugasta samfélag heims toppar sig auðveldlega með að láta hundrað okkar elstu bræðra og systra liggja á göngum og geymslum á sjúkrahúsum. Við leggjum til sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: ·Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar taki fyrst og fremst til lífeyristaka ·Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði ·Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur. Við leggum til almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar- og miðlungstekjur: ·Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkð er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri. ·Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta. ·Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu. Við viljum endurskoða útreikning vegna frestunar á töku ellilífeyris, - að reikna hækkun vegna frestunar áður en lífeyrir er skertur. Við viljum að sama regla gildi við meðferð leigutekna við ákvörðun lífeyris og gert er við álagningu fjármagnstekjuskatts. Þá viljum við að 300.000 kr. frítekjumark fjármagnstekna gildi einnig gagnvart lífeyri frá almannatryggingum og að lífeyristakar njóti hækkana frá lífeyrissjóðum sem hækkun atvinnutekna. Sjáumst á málþingi um kjör eldra fólks mánduaginn 2. Október á Hótel Nordica Hilton Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Kjaramál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Hvað viljiði?“ var eiginlega lokaspurning sem sat eftir í mínum huga þegar stjórn Landssambands eldri borgara og Kjaranefnd sambandsins höfðu með skipulegum hætti talað vð alla sem málið varðar, - Alþingi, ríkisstjórn, sveitarstjórnir, verkalýðshreyfinguna, samtök atvinnulífsins og alla þá sem á annað borð vildu hlusta. Mánuðum saman. Þá vorum við búin að benda á óréttlæti gríðarlegra skerðinga á greiðslum frá almannatryggingum og stóra svikna loforðið um að greiðslur úr lífeyrissjóðum okkar ættu að koma sem viðbót við greiðslur úr almenna tryggingakerfinu. Þið eruð bótaþegar. Því breyttu stjórnvöld með lagasetningu 2017 og töldu sig hafa einfaldað kerfið á þann hátt að lífeyrir væri þaðan í frá bætur og það væri stjórnvalda að ákveða upphæð bóta hverju sinni. Viðhorf núverandi stjórnvalda til eldra fólks er með þeim hætti að kynslóðir sem greitt hafa skatta og skyldur í meira en 50 ár og lyft þvi Grettistaki sem uppbygging þess samfélags sem við njótum, ættu að sætta sig við bætur í stað lífeyris sem fólk hélt að það ætti inni úr samfélagslegum sjóðum. Raunar hafa stjórnvöld gengið svo langt að vilja minna á að „það er bara fullt eldra fólki sem hefur það bara gott“. Því hef ég svarað: „En ekki hvað? Á eldra fólk að hafa það skítt?“ Á eldra fólk að hafa það skítt? Í öllum þessum viðræðum hefur okkur verið tekið afskaplega vel og sýndur mikill skilningur, en efndir og úrbætur hafa engar verið. Ekki hjá neinum. Eldra fólk hefur auðvitað enga lagalega stöðu til þess að grípa til einhverra aðgerða til þess að fylgja kröfum sínum eftir og í því skjóli skáka stjórnvöld. Það voru því mikil vonbrigði þegar við leituðum formlega til ASI, BSRB og BHM um stuðning í tengslum við síðustu kjarasamninga, eins og gert hafði verið við kjarasamninga um langt árabil. Verkalýðshreyfingin gerði ekkert með þessa bón okkar og þar með fór fyrir lítið áratuga aðild okkar að fagfélögum og verkalýðsfélögum með tilheyrandi milljarða greiðslum í alls kyns sjóði. Stefnumörkun 35 þúsund félagsmanna LEB Á málþingi um kjör eldra fólks sem LEB og kjaranefndin mun halda 2. október n.k., á Hótel Hilton Nordica, leggjum við spilin á borðið. Allan síðast liðinn vetur og vor höfum við unnið ítarlega stefnumótun í kjaramálum sem samþykkt var á landsfundi LEB. 55 félög eldra fólks með um 35 þúsund félagsmenn hafa sameinast um þessa stefnu sem er skýr. Mikill hluti hugsanlegra samningsaðila okkar um bætt kjör, virðist hins vegar lifa í allt annari veröld en við hin. Hér sé allt í blússandi gangi og allir kátir. Við eldra fólk sem erum að minna á að svo sé ekki, erum auðvitað að skemma partíið. 20 þúsund manns undir eða við lágmark Við verðum hins vegar að benda á að um tuttugu þúsund manns lifa rétt við eða undir lágmarksmörkum og þola engar óvæntar uppákomur. Bíllinn má ekki bila, allar hækkanir á vöruverði og þjónustu bitna hart á þessum hópi, ekkert má fara úrskeiðis. Þessi hópur getur ekkert veitt sér. Það er ekki mikið stuð á þeim bæjum. Kjör og aðstæður þeirra sem verst eru sett, eru hins vegar einu ríkasta samfélagi heims til ævarandi skammar. Þetta er fólk sem hefur litlar sem engar lífeyristekjur, hefur alla tíð haft lítil laun, er að hluta til aðflutt og í miklum meirihluta konur. En eitt auðugasta samfélag heims toppar sig auðveldlega með að láta hundrað okkar elstu bræðra og systra liggja á göngum og geymslum á sjúkrahúsum. Við leggjum til sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: ·Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar taki fyrst og fremst til lífeyristaka ·Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði ·Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur. Við leggum til almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar- og miðlungstekjur: ·Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkð er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri. ·Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta. ·Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu. Við viljum endurskoða útreikning vegna frestunar á töku ellilífeyris, - að reikna hækkun vegna frestunar áður en lífeyrir er skertur. Við viljum að sama regla gildi við meðferð leigutekna við ákvörðun lífeyris og gert er við álagningu fjármagnstekjuskatts. Þá viljum við að 300.000 kr. frítekjumark fjármagnstekna gildi einnig gagnvart lífeyri frá almannatryggingum og að lífeyristakar njóti hækkana frá lífeyrissjóðum sem hækkun atvinnutekna. Sjáumst á málþingi um kjör eldra fólks mánduaginn 2. Október á Hótel Nordica Hilton Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun