Aðstandendur Muggs andvígir nýrri og breyttri útgáfu af Dimmalimm Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. september 2023 22:37 Sagan af Dimmalimm í upprunalegri útgáfu og nýrri útgáfu. Forlagið/Óðinsauga Útgáfufyrirtækið Óðinsauga tilkynnti fyrir skömmu að barnabókin Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, verði gefin út í nýrri útgáfu í október. Aðstandendur Muggs segja ósiðlegt að útgáfan verði undir hans nafni því verkið sé ekki eftir hann þegar myndum hans hefur verið skipt út. Geir Rögnvaldsson, dóttursonur Guðrúnar systur Muggs, segir bókina, sem móðir hans og systurdóttir Muggs, Helga Egilson, fékk upprunalega í þriggja ára afmælisgjöf, vera fyrstu Íslensku myndasöguna (e. picture story). Verkið samanstandi bæði af sögunni og myndunum, myndirnar séu aðalatriðið og ekki sé hægt að sundurgreina textann og myndirnar. Því feli nýja útgáfan í sér grundvallarbreytingu á verkinu. „Af því að myndirnar eru aðalatriðið en ekki textinn, þá fetti ég ekki fingur út í það þó hún komi með óbreyttan texta,“ segir Geir í samtali við Vísi. En það sem aðstandendunum svíður sé að verið sé að nota nafn Muggs við verk sem er ekki hans. Sýnishorn af umræddri útgáfu má sjá hér að neðan. „Ég geri engar aðrar kröfur en að hann breyti nafninu, að það standi ekki Guðmundur og það standi ekki Dimmalimm,“ segir Geir. Hann kveðst hafa ítrekað skrifað til Hugins og sagt honum að fjölskyldunni litist ekki á að nafn Muggs yrði notað í slíkum tilgangi en Huginn hafi ekki fallist á að breyta útgáfunni. „Hálfnöturleg kveðja“ Geir segir málið viðkvæmt vegna þess að á næsta ári verði hundrað ára ártíð Muggs. „Þetta er hálfnöturleg kveðja að okkur finnst, á þessum tímamótum,“ segir hann. Í bréfi sem aðstandendur Muggs sendu á Huginn Þór Grétarsson, eiganda útgáfunnar Óðinsauga, segir að það hljóti að vera lögfræðilegt álitamál hvort um fölsun á listaverki sé að ræða. „Að okkar mati er framsetning verksins óásættanleg með hliðsjón af framangreindu, og gerum við þá kröfu að öll tengsl séu rofin milli hins nýja verks og Dimmalimm. Verði verkið gefið út í núverandi mynd er allur réttur áskilinn,“ segir í bréfinu. Bréfið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Geir Rögnvaldsson, dóttursonur Guðrúnar systur Muggs, segir bókina, sem móðir hans og systurdóttir Muggs, Helga Egilson, fékk upprunalega í þriggja ára afmælisgjöf, vera fyrstu Íslensku myndasöguna (e. picture story). Verkið samanstandi bæði af sögunni og myndunum, myndirnar séu aðalatriðið og ekki sé hægt að sundurgreina textann og myndirnar. Því feli nýja útgáfan í sér grundvallarbreytingu á verkinu. „Af því að myndirnar eru aðalatriðið en ekki textinn, þá fetti ég ekki fingur út í það þó hún komi með óbreyttan texta,“ segir Geir í samtali við Vísi. En það sem aðstandendunum svíður sé að verið sé að nota nafn Muggs við verk sem er ekki hans. Sýnishorn af umræddri útgáfu má sjá hér að neðan. „Ég geri engar aðrar kröfur en að hann breyti nafninu, að það standi ekki Guðmundur og það standi ekki Dimmalimm,“ segir Geir. Hann kveðst hafa ítrekað skrifað til Hugins og sagt honum að fjölskyldunni litist ekki á að nafn Muggs yrði notað í slíkum tilgangi en Huginn hafi ekki fallist á að breyta útgáfunni. „Hálfnöturleg kveðja“ Geir segir málið viðkvæmt vegna þess að á næsta ári verði hundrað ára ártíð Muggs. „Þetta er hálfnöturleg kveðja að okkur finnst, á þessum tímamótum,“ segir hann. Í bréfi sem aðstandendur Muggs sendu á Huginn Þór Grétarsson, eiganda útgáfunnar Óðinsauga, segir að það hljóti að vera lögfræðilegt álitamál hvort um fölsun á listaverki sé að ræða. „Að okkar mati er framsetning verksins óásættanleg með hliðsjón af framangreindu, og gerum við þá kröfu að öll tengsl séu rofin milli hins nýja verks og Dimmalimm. Verði verkið gefið út í núverandi mynd er allur réttur áskilinn,“ segir í bréfinu. Bréfið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Bókaútgáfa Bókmenntir Myndlist Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira