Ofbeldi á vinnustöðum Jón Snorrason skrifar 1. október 2023 12:00 Íslenskar og erlendar rannsóknir undanfarin ár virðast benda til þess að ofbeldi gagnvart starfsfólki á ýmsum vinnustöðum sé að aukast. Ofbeldi gagnvart starfsfólki er oftast framið af viðskiptavinum eða þjónustuþegum vinnustaðarins eða samstarfsfólki þess. Flestar rannsóknir um ofbeldi á vinnustöðum hafa verið gerðar á heilbrigðisstofnunum og á hjúkrunarfræðingum og starfsfólki í umönnun. Starfsfólk heilbrigðisstofnana er í hópi þeirra starfsstétta sem verður oftast fyrir ofbeldi við störf sín þar sem dauði hlýst ekki af. Ofbeldi á vinnustað á sér þó stað víðar en á heilbrigðisstofnunum. Ofbeldi á vinnustað er hægt að flokka í þrjá flokka: Líkamlegt ofbeldi: Starfsfólk verður fyrir líkamlegri snertingu gegn sínum vilja sem getur valdið líkamlegum og/eða sálrænum skaða. Hér er átt við atriði eins og þegar starfsfólk er slegið, gripið eða sparkað er í það eða hrækt á það. Munnlegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að veist sé að því sem manneskju og fagmanneskju með hinu talaða orði og það niðurlægt. Dæmi um þessa gerð ofbeldis er þegar talað er niður til starfsfólks, öskrað er á það eða því hótað. Kynferðilegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að líkamleg snerting, ummæli, ávarp eða enn aðrar athafnir séu af kynferðislegum toga og gegn vilja þess. Má hér nefna atriði eins og að kynfæri eða brjóst starfsfólks eru snert, eitthvað er sagt við starfsfólk sem hefur kynferðislega merkingu o.s.frv. Fræðimenn, sem rannsakað og skrifað hafa um efnið, eru almennt sammála um að þegar leitað er orsaka á ofbeldi á vinnustað verði að líta á málið frá sem flestum hliðum. Þá er aðallega átt við hvort eitthvað í skipulagi stofnunar, húsakynnum hennar eða vinnulagi geti skapað jarðveg fyrir ofbeldi, hvort þættir hjá starfsfólki eigi hlut að máli, hvort eitthvað í fari viðskiptavinarins eða þjónustuþegans stuðli að því að hann sýni ofbeldi og að lokum hvort samskipti viðskiptavinarins og starfsfólks séu þess eðlis að ofbeldi sprettur upp. Allar rannsóknir sýna að ofbeldi á vinnustað getur haft alvarlegar líkamlegar og sálrænar afleiðingar fyrir þann sem verður fyrir ofbeldi. Þar má nefna kvíða, þunglyndi, svefntruflanir, aukna notkun ávanabindandi efna og kulnun, svo eitthvað sé nefnt. Þessi vandamál geta svo haft neikvæð áhrif á fjölskyldur viðkomandi aðila. Í sumum tilvikum ákveður fólk að láta flytja sig til á vinnustaðnum eða skiptir um vinnustað. Margir vinnustaðir hafa þróað vinnulag til að fyrirbyggja og bregðast við ofbeldi gagnvart starfsfólki sínu. Í mörgum tilvikum er um sömu atriði að ræða en mismunandi vinnustaðir þurfa ólíka nálgun á viðfangsefninu. Rannsóknir hafa sýnt að starfsfólk, sem fær fræðslu eða þjálfun í því hvernig eigi að bregðast við í spennuaðstæðum eins og þegar viðskiptavinur sýnir ofbeldi eða gerir sig líklegan til að gera það, finnst það vera öruggara í slíkum aðstæðum. Starfsfólk á öllum vinnustöðum á rétt á að það verði ekki fyrir ofbeldi og vinnuveitendum ber að tryggja því öryggi við vinnu sína. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur MSc. Hann hefur gert rannsóknir um ofbeldi á heibrigðisstofnunum, skrifað um efnið og haldið fjölda námskeiða á ótal vinnustöðum um ofbeldi og fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskar og erlendar rannsóknir undanfarin ár virðast benda til þess að ofbeldi gagnvart starfsfólki á ýmsum vinnustöðum sé að aukast. Ofbeldi gagnvart starfsfólki er oftast framið af viðskiptavinum eða þjónustuþegum vinnustaðarins eða samstarfsfólki þess. Flestar rannsóknir um ofbeldi á vinnustöðum hafa verið gerðar á heilbrigðisstofnunum og á hjúkrunarfræðingum og starfsfólki í umönnun. Starfsfólk heilbrigðisstofnana er í hópi þeirra starfsstétta sem verður oftast fyrir ofbeldi við störf sín þar sem dauði hlýst ekki af. Ofbeldi á vinnustað á sér þó stað víðar en á heilbrigðisstofnunum. Ofbeldi á vinnustað er hægt að flokka í þrjá flokka: Líkamlegt ofbeldi: Starfsfólk verður fyrir líkamlegri snertingu gegn sínum vilja sem getur valdið líkamlegum og/eða sálrænum skaða. Hér er átt við atriði eins og þegar starfsfólk er slegið, gripið eða sparkað er í það eða hrækt á það. Munnlegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að veist sé að því sem manneskju og fagmanneskju með hinu talaða orði og það niðurlægt. Dæmi um þessa gerð ofbeldis er þegar talað er niður til starfsfólks, öskrað er á það eða því hótað. Kynferðilegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að líkamleg snerting, ummæli, ávarp eða enn aðrar athafnir séu af kynferðislegum toga og gegn vilja þess. Má hér nefna atriði eins og að kynfæri eða brjóst starfsfólks eru snert, eitthvað er sagt við starfsfólk sem hefur kynferðislega merkingu o.s.frv. Fræðimenn, sem rannsakað og skrifað hafa um efnið, eru almennt sammála um að þegar leitað er orsaka á ofbeldi á vinnustað verði að líta á málið frá sem flestum hliðum. Þá er aðallega átt við hvort eitthvað í skipulagi stofnunar, húsakynnum hennar eða vinnulagi geti skapað jarðveg fyrir ofbeldi, hvort þættir hjá starfsfólki eigi hlut að máli, hvort eitthvað í fari viðskiptavinarins eða þjónustuþegans stuðli að því að hann sýni ofbeldi og að lokum hvort samskipti viðskiptavinarins og starfsfólks séu þess eðlis að ofbeldi sprettur upp. Allar rannsóknir sýna að ofbeldi á vinnustað getur haft alvarlegar líkamlegar og sálrænar afleiðingar fyrir þann sem verður fyrir ofbeldi. Þar má nefna kvíða, þunglyndi, svefntruflanir, aukna notkun ávanabindandi efna og kulnun, svo eitthvað sé nefnt. Þessi vandamál geta svo haft neikvæð áhrif á fjölskyldur viðkomandi aðila. Í sumum tilvikum ákveður fólk að láta flytja sig til á vinnustaðnum eða skiptir um vinnustað. Margir vinnustaðir hafa þróað vinnulag til að fyrirbyggja og bregðast við ofbeldi gagnvart starfsfólki sínu. Í mörgum tilvikum er um sömu atriði að ræða en mismunandi vinnustaðir þurfa ólíka nálgun á viðfangsefninu. Rannsóknir hafa sýnt að starfsfólk, sem fær fræðslu eða þjálfun í því hvernig eigi að bregðast við í spennuaðstæðum eins og þegar viðskiptavinur sýnir ofbeldi eða gerir sig líklegan til að gera það, finnst það vera öruggara í slíkum aðstæðum. Starfsfólk á öllum vinnustöðum á rétt á að það verði ekki fyrir ofbeldi og vinnuveitendum ber að tryggja því öryggi við vinnu sína. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur MSc. Hann hefur gert rannsóknir um ofbeldi á heibrigðisstofnunum, skrifað um efnið og haldið fjölda námskeiða á ótal vinnustöðum um ofbeldi og fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við því.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun