Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. október 2023 22:49 Kósóvósk stjórnvöld segja mikla ógn stafa af viðveru serbneska hersins á landamærunum. getty Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. Samskipti stjórnvalda hafa verið stirrð en Serbar neita að viðurkenna sjálfstæði Kósovó og hafa haldið tengslum við þjóðbrot Serba sem eru fjölmennir í norðurhluta Kósovó. Fjórir létust 24. september þegar hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. Skotbardaginn hefur skotið íbúum Kósóvó, sem flestir eru af albönsku bergi brotnir, skelk í bringu hvað varðar stöðugleika og sjálfstæði þeirra gagnvart Serbum. Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 eftir uppreisn skæruliða og inngrip NATÓ árið 1999. Í yfirlýsingu frá kósóvóskum yfirvöldum er krafist þess að serbneski herinn hörfi frá landamærunum án tafar. „Viðvera hersins á landamærunum er næsta skref Serbíu til að ógna sjálfstæði lands okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, sagði í samtali við Financial Times að hann hefði ekki í hyggju ða senda herlið yfir landamærin til Kósóvó. Slíkar vendingar myndu hafa slæm áhrif á fyrirætlanir stjórnvalda um að ganga í Evrópusambandið. Kósóvósk stjórnvöld segjast staðfastari en nokkru sinni fyrr í því að vernda land sitt. „Stjórnvöld í Kósóvó hafa verið í stöðugu sambandi við Bandaríkin og ríki Evrópusambandsins varðandi þessa alvarlegu ógn sem stafar af Serbum.“ Atlantshafsbandalagið, sem er enn með viðveru um 4500 hermanna í Kósóvó, sagði í yfirlýsingu á föstudag að búið væri að bæta við frekara herliði til að vera við öllu viðbúið. Serbía Kósovó NATO Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Samskipti stjórnvalda hafa verið stirrð en Serbar neita að viðurkenna sjálfstæði Kósovó og hafa haldið tengslum við þjóðbrot Serba sem eru fjölmennir í norðurhluta Kósovó. Fjórir létust 24. september þegar hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. Skotbardaginn hefur skotið íbúum Kósóvó, sem flestir eru af albönsku bergi brotnir, skelk í bringu hvað varðar stöðugleika og sjálfstæði þeirra gagnvart Serbum. Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 eftir uppreisn skæruliða og inngrip NATÓ árið 1999. Í yfirlýsingu frá kósóvóskum yfirvöldum er krafist þess að serbneski herinn hörfi frá landamærunum án tafar. „Viðvera hersins á landamærunum er næsta skref Serbíu til að ógna sjálfstæði lands okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, sagði í samtali við Financial Times að hann hefði ekki í hyggju ða senda herlið yfir landamærin til Kósóvó. Slíkar vendingar myndu hafa slæm áhrif á fyrirætlanir stjórnvalda um að ganga í Evrópusambandið. Kósóvósk stjórnvöld segjast staðfastari en nokkru sinni fyrr í því að vernda land sitt. „Stjórnvöld í Kósóvó hafa verið í stöðugu sambandi við Bandaríkin og ríki Evrópusambandsins varðandi þessa alvarlegu ógn sem stafar af Serbum.“ Atlantshafsbandalagið, sem er enn með viðveru um 4500 hermanna í Kósóvó, sagði í yfirlýsingu á föstudag að búið væri að bæta við frekara herliði til að vera við öllu viðbúið.
Serbía Kósovó NATO Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira