Hinn grimmi húsbóndi Jón Ingi Hákonarson skrifar 2. október 2023 08:01 Ég held að það sé bara best að þið takið verðtryggt lán, já og lengið í lánunum. Þetta eru ráðleggingar Seðlabankastjóra til millistéttarinnar. Það gengur bara svo vel í efnahagslífinu að við ráðum ekki neitt við neitt, við erum fórnalömb velgengninnar. Hér er einmitt kjarni málsins, millistéttin borgar alltaf brúsann hvort heldur gangi vel eða illa. Millistéttin borgaði fyrir Hrunið með því að tapa nánast öllu eigin fé, með því að greiða hærri vexti, hærra verð fyrir matarkörfuna, hærri skatta og margir misstu heimili sín. Undanfarið höfum við búið við mikið þensluástand í atvinnulífinu. Þenslan kallar á mikinn mannafla sem eykur umsvif og þar með hagvöxt en hagvöxtur á Íslandi, þegar horft er til hagvaxtar á hvern íbúa, er hann með því minnsta sem gerist eða 0,7% og þetta gerist í tæplega 8% veðbólgu og 9% stýrivaxtastigi. Við erum með öðrum orðum að keyra ansi hratt á sumardekkjum í hálku. Bílstjórinn segir að hraðinn og hálkan komi sér ekki við og aðstoðarbílstjórinn er búinn að missa trúna á bremsubúnaði bílsins. Þessi bíltúr getur bara endað á einn veg og það er úti í skurði. Bílstjórinn vonar að skurðurinn verði mjúkur, millistéttin í aftursætinu spennir beltin og bíður þess sem koma skal. Flestar efnahagsbólur byrja á fasteignamarkaði, sáum það þegar síðasta bóla sprakk 2008. Í dag eru afleiðingar hagstjórnarinnar þær að húsnæðisskortur verður hér viðvarandi vandamál um langt skeið. Þetta getur bara endað á einn veg og það er með ósköpum. Allt tal um annað er bull í bala þegar stefna stjórnvalda er að gera ekki neitt en vona það besta. Millistéttin mun á endanum borga brúsann, hún mun borga fyrir þetta með fátækt á efri árum því hún sér enga leið út úr vandanum en að fara að ráðum Seðlabankastjóra og lengja í lánum sínum og greiða afborganir af láninu sínu fram í andlátið. Draumurinn um gluggapóstslaust ævikvöld fjarlægist með degi hverjum. Krónan er grimmur húsbóndi og heimtar sitt. Hún heldur fólki í hárri greiðslubyrði allt of lengi. Það eru grimm örlög allt of margra að falla úr millistétt í fátækt eða þrældóm á efri árum. Millistéttin hefur alltaf borgað brúsann, efsta lag samfélagsins hefur tök á því að forða verðmætum sínum áður en skellurinn kemur. Efsta lagið flýgur brott á vængjum vænna skúffufyrirtækja, vitandi vits að millistéttin mun standa sína plikt og taka svo vel á móti erlendum gjaldeyri frá efsta laginu þegar allt er farið í skrúfuna. Og svo hefst hringrásin aftur……………….og aftur…………….og aftur…………………. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Athugasemd ritstjórnar: Í upprunalegri útgáfu greinarinnar var fyrsta setning greinarinnar í gæsalöppum. Gæsalappirnar hafa verið fjarlægðar þar sem ekki hafi verið um beina tilvísun að ræða, heldur hafi höfundur verið að vísa í inntak orða seðlabankastjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég held að það sé bara best að þið takið verðtryggt lán, já og lengið í lánunum. Þetta eru ráðleggingar Seðlabankastjóra til millistéttarinnar. Það gengur bara svo vel í efnahagslífinu að við ráðum ekki neitt við neitt, við erum fórnalömb velgengninnar. Hér er einmitt kjarni málsins, millistéttin borgar alltaf brúsann hvort heldur gangi vel eða illa. Millistéttin borgaði fyrir Hrunið með því að tapa nánast öllu eigin fé, með því að greiða hærri vexti, hærra verð fyrir matarkörfuna, hærri skatta og margir misstu heimili sín. Undanfarið höfum við búið við mikið þensluástand í atvinnulífinu. Þenslan kallar á mikinn mannafla sem eykur umsvif og þar með hagvöxt en hagvöxtur á Íslandi, þegar horft er til hagvaxtar á hvern íbúa, er hann með því minnsta sem gerist eða 0,7% og þetta gerist í tæplega 8% veðbólgu og 9% stýrivaxtastigi. Við erum með öðrum orðum að keyra ansi hratt á sumardekkjum í hálku. Bílstjórinn segir að hraðinn og hálkan komi sér ekki við og aðstoðarbílstjórinn er búinn að missa trúna á bremsubúnaði bílsins. Þessi bíltúr getur bara endað á einn veg og það er úti í skurði. Bílstjórinn vonar að skurðurinn verði mjúkur, millistéttin í aftursætinu spennir beltin og bíður þess sem koma skal. Flestar efnahagsbólur byrja á fasteignamarkaði, sáum það þegar síðasta bóla sprakk 2008. Í dag eru afleiðingar hagstjórnarinnar þær að húsnæðisskortur verður hér viðvarandi vandamál um langt skeið. Þetta getur bara endað á einn veg og það er með ósköpum. Allt tal um annað er bull í bala þegar stefna stjórnvalda er að gera ekki neitt en vona það besta. Millistéttin mun á endanum borga brúsann, hún mun borga fyrir þetta með fátækt á efri árum því hún sér enga leið út úr vandanum en að fara að ráðum Seðlabankastjóra og lengja í lánum sínum og greiða afborganir af láninu sínu fram í andlátið. Draumurinn um gluggapóstslaust ævikvöld fjarlægist með degi hverjum. Krónan er grimmur húsbóndi og heimtar sitt. Hún heldur fólki í hárri greiðslubyrði allt of lengi. Það eru grimm örlög allt of margra að falla úr millistétt í fátækt eða þrældóm á efri árum. Millistéttin hefur alltaf borgað brúsann, efsta lag samfélagsins hefur tök á því að forða verðmætum sínum áður en skellurinn kemur. Efsta lagið flýgur brott á vængjum vænna skúffufyrirtækja, vitandi vits að millistéttin mun standa sína plikt og taka svo vel á móti erlendum gjaldeyri frá efsta laginu þegar allt er farið í skrúfuna. Og svo hefst hringrásin aftur……………….og aftur…………….og aftur…………………. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Athugasemd ritstjórnar: Í upprunalegri útgáfu greinarinnar var fyrsta setning greinarinnar í gæsalöppum. Gæsalappirnar hafa verið fjarlægðar þar sem ekki hafi verið um beina tilvísun að ræða, heldur hafi höfundur verið að vísa í inntak orða seðlabankastjóra.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar