Íslenski boltinn

Ó­­­trú­­legur við­­snúningur og dramatíkin alls­ráðandi er KR lagði Blika að velli

Aron Guðmundsson skrifar
KR-ingar fagna einu marka sinna gegn Blikum í gær
KR-ingar fagna einu marka sinna gegn Blikum í gær Vísir/Hulda Margrét

KR vann í gær dramatískan 4-3 sigur á Breiða­bliki í úr­slita­keppni efri hluta Bestu deildar karla í fót­bolta. Tvö mörk í upp­bótar­tíma sáu til þess að þeir svart­hvítu unnu sigur í loka­leik þjálfara liðsins, Rúnars Kristins­sonar, á Meistara­völlum.

KR hefur að litlu nema stolti að keppa í Bestu deildinni þessi dægrin. Liðið er úr leik í Evrópu­bar­áttunni en gat strítt Blikum í sinni bar­áttu í því sem var loka­leikur KR í Vestur­bænum undir stjórn Rúnars Kristins­sonar en á­kveðið hefur verið að samningur hans við fé­lagið verði fram­lengdur.

Blikar virtust ætla að taka stigin þrjú úr leiknum því þegar komið var fram í upp­bóta­tíma venju­legs leik­tíma stóðu leikar 3-2 fyrir Kópa­vogs­búa.

Benóný Breki Andrés­son náði hins vegar að jafna metin fyrir KR, 3-3, á annarri mínútu upp­bóta­tímans.

Nokkrum andar­tökum seinna leit svo sigur­markið dagsins ljós. Þrumu­fleygur KR-ingsins Luke Rae hafnaði í stönginni en fór þaðan í bak Antons Ara, mark­varðar Breiða­bliks og endaði í mark­netinu.

Dramatíkin alls­ráðandi og 4-3 sigur KR stað­reynd. Vestur­bæingar sitja í 6. sæti deildarinnar með 37 stig fyrir loka­um­ferðina. Breiða­blik er með 41 stig í 3.sæti en sigur Vals á FH í gær­kvöldi tryggði liðinu Evrópu­sæti fyrir næsta tíma­bil.

Klippa: Endurkoman ótrúlega er KR vann Breiðablik á Meistaravöllum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×