Viðskipti innlent

71 sagt upp í fjórum hóp­upp­sögnum

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Arnar

Fjórar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum septembermánuði þar sem 71 starfsmönnum var sagt upp störfum.

Frá þessu segir í tilkynningu á vef Vinnumálastofnunar.

Þar segir að 21 starfsmanni hafi verið sagt upp í farþegaflutningum, nítján í ferðaþjónustu, tuttugu á dvalarheimili aldraðra og ellefu starfsmenn í þvottahúsi. Greint var frá því á dögunum að á fjórða tug starfsmanna Grundarheimilanna hafi verið sagt upp, þar með talið öllu starfs­fólki á Þvotta­húsi Grundar­heimilanna og svo í ræstinga­deild á Ási, hjúkrunar-og dvalar­heimili Grundar í Hvera­gerði.

Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.

Fram kemur að hópuppsagnirnar nú komi flestar til framkvæmda í desember 2023.

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í ágúst þar sem 52 starfsmönnum var sagt upp störfum. Voru þar um að ræða uppsagnir hjá Skaganum 3X á Ísafirði og svo upplýsingatæknifyrirtækinu Grid.

Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.


Tengdar fréttir

33 starfs­mönnum Grundar­heimila verði sagt upp

Allt stefnir í að 33 starfsmönnum Grundarheimilanna verði sagt upp, þar með talið öllu starfs­fólki á Þvotta­húsi Grundar­heimilanna, sem eru átta talsins. Þá verður nítján sagt upp í ræstinga­deild í Ási, hjúkrunar-og dvalar­heimili í Hvera­gerði. Þá verða breytingar á sex störfum til við­bótar, ýmist með upp­sögnum eða þau lögð niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×