Er mannekla lögmál? Árný Ingvarsdóttir skrifar 2. október 2023 11:00 Flest getum við verið sammála um eftirfarandi atriði, að minnsta kosti opinberlega. 1. Að börnin séu það dýrmætasta sem við eigum. 2. Að verðmæti fólks trompi virði fjármagns. 3. Að farsæld barna skuli vera leiðarstef í því samfélagi sem við búum í. 4. Að standa beri sérstakan vörð um hagsmuni langveikra og fatlaðra barna. Undanfarin ár hafa reglulega birst fréttir af óviðunandi þjónustu eða þjónustuleysi við langveik og fötluð börn. Við vitum að haustið er komið þegar orðið mannekla kemst á kreik í umræðunni. Fjöldi barna með sérþarfir fær ekki lögbundna frístundaþjónustu vikum og jafnvel mánuðum saman með tilheyrandi óvissu fyrir börnin og foreldra þeirra. Önnur börn fá ekki lífsauðsynlegan stuðning við athafnir daglegas lífs frá hæfu starfsfólki með þeim afleiðingum að foreldrar ná ekki að anna störfum sínum á vinnumarkaði, svo ótalið sé álagið sem fylgir og afleiðingarnar sem það hefur á heilsu fjölskyldunnar í heild. Af hverju fæst ekki hæft fólk til starfa? „Mannekla”, og svo er öxlum yppt eins og hér sé um að ræða gilt og gjaldgengt lokasvar sem endi umræðuna. Mannekla er ekki lögmál, sérstaklega ekki sú sem loðir nær eingöngu við ákveðinn málaflokk. Mannekla er ekki óumflýjanlegt fyrirbæri sem fríar þjónustuveitendur frá lögboðnum skyldum sínum án þess að frekar sé aðhafst. Mannekla er ekki svar sem er bjóðandi foreldrum langveikra og fatlaðra barna ítrekað, ár eftir ár. Mannekla er hins vegar niðurstaða sem byggir á inngrónu viðhorfi samfélagsins til málaflokka sem tengjast umönnun fólks. Sé búið svo um hnúta að störf sem tengjast þjónustu við langveik og fötluð börn séu metin að verðleikum og standist samkeppni við önnur störf í samfélaginu er næsta víst að betur gangi að manna störfin hæfu og metnaðarfullu starfsfólki. Á meðan kerfið gengur hins vegar út frá því að störf með langveikum og fötluðum börnum séu lágt launuð, tímabundin og að mestu mönnuð námsmönnum sem koma og fara með tilheyrandi starfsmannaveltu, er viðbúið að manneklan verði að viðvarandi fasta. Okkur Íslendingum verður gjarnan tíðrætt um afburða árangur samfélagsins þegar mannréttindi eru annars vegar. Við höfum skuldbundið okkur alþjóðlega til að virða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Jafnframt erum við aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gott og vel. En ef við hyggjumst skreyta okkur fjöðrum mannréttinda og jafnra tækifæra þurfum við líka að geta horft í spegil og spurt okkur að eftirfarandi: Metum við virði langveikra og fatlaðra barna og þeirra sem annast þau raunverulega á borði, eða aðeins í orði? Höfundur er framkvæmdastjóri Umhyggju – félags langveikra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Flest getum við verið sammála um eftirfarandi atriði, að minnsta kosti opinberlega. 1. Að börnin séu það dýrmætasta sem við eigum. 2. Að verðmæti fólks trompi virði fjármagns. 3. Að farsæld barna skuli vera leiðarstef í því samfélagi sem við búum í. 4. Að standa beri sérstakan vörð um hagsmuni langveikra og fatlaðra barna. Undanfarin ár hafa reglulega birst fréttir af óviðunandi þjónustu eða þjónustuleysi við langveik og fötluð börn. Við vitum að haustið er komið þegar orðið mannekla kemst á kreik í umræðunni. Fjöldi barna með sérþarfir fær ekki lögbundna frístundaþjónustu vikum og jafnvel mánuðum saman með tilheyrandi óvissu fyrir börnin og foreldra þeirra. Önnur börn fá ekki lífsauðsynlegan stuðning við athafnir daglegas lífs frá hæfu starfsfólki með þeim afleiðingum að foreldrar ná ekki að anna störfum sínum á vinnumarkaði, svo ótalið sé álagið sem fylgir og afleiðingarnar sem það hefur á heilsu fjölskyldunnar í heild. Af hverju fæst ekki hæft fólk til starfa? „Mannekla”, og svo er öxlum yppt eins og hér sé um að ræða gilt og gjaldgengt lokasvar sem endi umræðuna. Mannekla er ekki lögmál, sérstaklega ekki sú sem loðir nær eingöngu við ákveðinn málaflokk. Mannekla er ekki óumflýjanlegt fyrirbæri sem fríar þjónustuveitendur frá lögboðnum skyldum sínum án þess að frekar sé aðhafst. Mannekla er ekki svar sem er bjóðandi foreldrum langveikra og fatlaðra barna ítrekað, ár eftir ár. Mannekla er hins vegar niðurstaða sem byggir á inngrónu viðhorfi samfélagsins til málaflokka sem tengjast umönnun fólks. Sé búið svo um hnúta að störf sem tengjast þjónustu við langveik og fötluð börn séu metin að verðleikum og standist samkeppni við önnur störf í samfélaginu er næsta víst að betur gangi að manna störfin hæfu og metnaðarfullu starfsfólki. Á meðan kerfið gengur hins vegar út frá því að störf með langveikum og fötluðum börnum séu lágt launuð, tímabundin og að mestu mönnuð námsmönnum sem koma og fara með tilheyrandi starfsmannaveltu, er viðbúið að manneklan verði að viðvarandi fasta. Okkur Íslendingum verður gjarnan tíðrætt um afburða árangur samfélagsins þegar mannréttindi eru annars vegar. Við höfum skuldbundið okkur alþjóðlega til að virða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Jafnframt erum við aðilar að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gott og vel. En ef við hyggjumst skreyta okkur fjöðrum mannréttinda og jafnra tækifæra þurfum við líka að geta horft í spegil og spurt okkur að eftirfarandi: Metum við virði langveikra og fatlaðra barna og þeirra sem annast þau raunverulega á borði, eða aðeins í orði? Höfundur er framkvæmdastjóri Umhyggju – félags langveikra barna.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun