Konurnar sem höfða málið eru 67 talsins en talið er að 4500 konur hið minnsta hafi verið settar á getnaðarvarnir. Margar þeirra voru á unglingsaldri þegar þetta var gert og í sumum tilvikum var lykkja sett í stúlkurnar án þeirra samþykkis eða vitneskju. Þá voru foreldrar þeirra oft ekki heldur látnir vita.
Málið er nú hjá sérstakri rannsóknarnefnd til skoðunnar en konurnar 67, sem margar eru um sjötugt í dag vilja fá bætur strax. Þær fara fram á 300 þúsund danskar krónur í miskabætur eða tæpar sex milljónir íslenskra króna.