Innlent

Lýsir yfir ó­á­nægju við ráð­herra

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur ítrekað þá ósk sína að staða sýslumanns í Vestmannaeyjum verði auglýst.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur ítrekað þá ósk sína að staða sýslumanns í Vestmannaeyjum verði auglýst. Vísir/Vilhelm

Bæjar­stjóri Vest­manna­eyja­bæjar hefur lýst yfir ó­á­nægju við dóms­mála­ráð­herra yfir því að sýslu­maður á Suður­landi hefur tíma­bundið verið settur sem sýslu­maður í Vest­manna­eyjum. Bæjar­stjórn lýsti síðast yfir ó­á­nægju vegna þessa fyrir­komu­lags fyrir fjórum árum síðan, árið 2019.

Þetta kemur fram í svörum Írisar Róberts­dóttur, bæjar­stjóra Vest­manna­eyja­bæjar, við fyrir­spurn Vísis. Greint var frá því í gær að Kristín Þórðar­dóttir, sýslu­maður á Suður­landi, hafi verið sett tíma­bundið, í ár, sem sýslu­maður í Vest­manna­eyjum.

Arn­dís Soffía Sigurðar­dóttir, sem tók við em­bættinu í Vest­manna­eyjum árið 2020, hverfur til annarra starfa hjá lög­reglunni á Suður­landi. Áður en hún tók til starfa hafði Kristín verið sýslu­maður á Suður­landi og Vest­manna­eyjum síðan í upp­hafi árs 2019.

Á von á því að bæjar­stjórn sé sama sinnis

Þá mót­mælti bæjar­stjórn Vest­manna­eyja og sagði ekkert sam­ráð hafa verið haft við bæjar­yfir­völd. Í svari við fyrir­spurn Vísis segist Íris eiga von á því að bæjar­stjórn sé sama sinnis nú.

„Enda höfum við marg­sinnis á undan­förnum árum þurft að taka þetta sam­tal um stöðu sýslu­manns hér. Ég hef lýst ó­á­nægju minni við dóms­mála­ráð­herra með þetta fyrir­komu­lag og í­trekað þá ósk að staðan væri aug­lýst.“

Íris segir að bæjar­stjórn muni funda með Guð­rúnu Haf­steins­dóttur, dóms­mála­ráð­herra í vikunni. Þar verði farið yfir málið.


Tengdar fréttir

Bæjarstjórn ályktar um brotthvarf sýslumanns

Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi verður sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum á morgun. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir ekkert samráð hafa verið haft við bæjaryfirvöld um breytingarnar og gera hefði mátt aðrar ráðstafanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×