Vaknaði í morgun sem Lára Zulima Ómarsdóttir Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. október 2023 12:27 Lára ber ekki aðeins nafnið Zulima í dag heldur rekur hún fyrirtæki með sama nafni. Lára Zulima Ómarsdóttir. Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir heitir frá og með deginum í gær Lára Zulima Ómarsdóttir. Hún fékk eiginnafnið Zulima samþykkt í gær með úrskurði mannanafnanefndar. Lára fékk synjun frá Þjóðskrá þegar hún ætlaði að bæta nafninu inn sem millinafni. Málið þurfi því að fara fyrir mannanafnanefnd. „Ég hélt að þetta yrði ekkert vesen þar sem þetta er ekki nafn frá 1700 og súrkál. En þegar mannanafnanefnd var sett á laggirnar voru skilin eftir þau nöfn sem fimm eða færri einstaklingar báru,“ segir Lára. Móðuramma hennar hét Lára Stefanía Zulima Sigfúsdóttir og langömmusystir Láru hét Stefanía Zulima. Hún veit þó ekki hvaðan nafnið kemur. Kvenkyns Halldór Laxness „Ég ætlaði alltaf að verða listakona og taka þetta nafn upp sem listamannsnafn en svo varð ég bara aldrei listakona þannig að ég ákvað að bæta því þá við mitt eigið nafn. Ætlaði að vera eins og Halldór Laxness, bara Lára Zulima,“ segir hún og hlær. Hvernig viltu láta ávarpa þig? „Ég er alltaf kölluð Lára en ef fólk við aðgreina mig frá öðrum Lárum þá er það voða gaman,“ segir Lára. Lára Zulima virki þá vel. „Mér hefur alltaf þótt það svo skemmtilegt, áhugavert, skrítið og mystískt nafn.“ Lára efaðist um stund hvort hún væri að taka rétta ákvörðun. „Þegar ég var að bíða eftir úrskurðinum fór ég í smá stund að efast um að ég væri að gera rétt þar sem ég hef alltaf notað eitt nafn, fjögurra stafa nafn. En þegar niðurstaðan kom í gær fann ég að þetta var rétt ákvörðun,“ segir Lára. Dóttirin sótti um nafnið Blár Lára greindi frá tíðindunum á Facebook og uppskar mikil viðbrögð. Hamingjuóskir og spurningar. Ferlið tók um tvær vikur frá því að mannanafnanefnd barst umsóknin þar til nafnið var samþykkt. „Ég man hins vegar þegar dóttir mín sótti um að gefa syni sínum nafnið Blár að þá tók það rúman mánuð að fá úrskurðinn. Mögulega þurftu þau þá að skoða það mjög vel (hann heitir Flóki Blár) þar sem það var nýtt nafn en hjá mér fékkst þetta í gegn á hefðarrétti þar sem ekki eru liðin 70 ár frá því amma bar þetta nafn og það var skráð í manntalið 1920,“ sagði Lára í þræðinum við færslu hennar á Facebook. Stofnaði fjölmiðlafyrirtækið Zulima Lára starfaði um árabil sem fréttamaður. Hún vatt kvæði sínu í kross árið 2021 og réð sig sem samskiptastjóra hjá Aztiq, fasteignafélagi í eigu Róberts Wessmann. Hún skrifaði undir starfslokasamning í febrúar. Hún stofnaði í framhaldinu fjölmiðlafyrirtækið Zulima fyrr á þessu ári þar sem hún tekur að sér fjölbreytt verkefni sem tengjast fjölmiðlum og samskiptum. Lára býr yfir tuttugu ára reynslu sem blaðamaður. Mannanöfn Fjölmiðlar Tímamót Tengdar fréttir Selja íbúðina til að bjarga dóttur sinni af „snargölnum leigumarkaði“ Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttakona, segir leigumarkaðinn hér á landi vera kominn út fyrir öll velsæmismörk. Dóttir Láru var í íbúðarleit en eftir að hafa séð hversu dýrt leiguhúsnæði er orðið ákvað Lára að selja eigin íbúð til að geta hjálpað dóttur sinni. 3. maí 2023 14:17 Lára Ómars í hrókasamræðum við talgervil Síðasti þáttur hinna vinsælu hlaðvarpsþátta Nei hættu nú alveg, sem Vilhelm Anton Jónsson heldur úti af miklum myndarskap, reyndist með þeim skrautlegri í langri sögu þáttanna. 28. apríl 2023 11:28 Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi og borguðu fyrir hann tuttugu þúsund krónur Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Sjá meira
Lára fékk synjun frá Þjóðskrá þegar hún ætlaði að bæta nafninu inn sem millinafni. Málið þurfi því að fara fyrir mannanafnanefnd. „Ég hélt að þetta yrði ekkert vesen þar sem þetta er ekki nafn frá 1700 og súrkál. En þegar mannanafnanefnd var sett á laggirnar voru skilin eftir þau nöfn sem fimm eða færri einstaklingar báru,“ segir Lára. Móðuramma hennar hét Lára Stefanía Zulima Sigfúsdóttir og langömmusystir Láru hét Stefanía Zulima. Hún veit þó ekki hvaðan nafnið kemur. Kvenkyns Halldór Laxness „Ég ætlaði alltaf að verða listakona og taka þetta nafn upp sem listamannsnafn en svo varð ég bara aldrei listakona þannig að ég ákvað að bæta því þá við mitt eigið nafn. Ætlaði að vera eins og Halldór Laxness, bara Lára Zulima,“ segir hún og hlær. Hvernig viltu láta ávarpa þig? „Ég er alltaf kölluð Lára en ef fólk við aðgreina mig frá öðrum Lárum þá er það voða gaman,“ segir Lára. Lára Zulima virki þá vel. „Mér hefur alltaf þótt það svo skemmtilegt, áhugavert, skrítið og mystískt nafn.“ Lára efaðist um stund hvort hún væri að taka rétta ákvörðun. „Þegar ég var að bíða eftir úrskurðinum fór ég í smá stund að efast um að ég væri að gera rétt þar sem ég hef alltaf notað eitt nafn, fjögurra stafa nafn. En þegar niðurstaðan kom í gær fann ég að þetta var rétt ákvörðun,“ segir Lára. Dóttirin sótti um nafnið Blár Lára greindi frá tíðindunum á Facebook og uppskar mikil viðbrögð. Hamingjuóskir og spurningar. Ferlið tók um tvær vikur frá því að mannanafnanefnd barst umsóknin þar til nafnið var samþykkt. „Ég man hins vegar þegar dóttir mín sótti um að gefa syni sínum nafnið Blár að þá tók það rúman mánuð að fá úrskurðinn. Mögulega þurftu þau þá að skoða það mjög vel (hann heitir Flóki Blár) þar sem það var nýtt nafn en hjá mér fékkst þetta í gegn á hefðarrétti þar sem ekki eru liðin 70 ár frá því amma bar þetta nafn og það var skráð í manntalið 1920,“ sagði Lára í þræðinum við færslu hennar á Facebook. Stofnaði fjölmiðlafyrirtækið Zulima Lára starfaði um árabil sem fréttamaður. Hún vatt kvæði sínu í kross árið 2021 og réð sig sem samskiptastjóra hjá Aztiq, fasteignafélagi í eigu Róberts Wessmann. Hún skrifaði undir starfslokasamning í febrúar. Hún stofnaði í framhaldinu fjölmiðlafyrirtækið Zulima fyrr á þessu ári þar sem hún tekur að sér fjölbreytt verkefni sem tengjast fjölmiðlum og samskiptum. Lára býr yfir tuttugu ára reynslu sem blaðamaður.
Mannanöfn Fjölmiðlar Tímamót Tengdar fréttir Selja íbúðina til að bjarga dóttur sinni af „snargölnum leigumarkaði“ Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttakona, segir leigumarkaðinn hér á landi vera kominn út fyrir öll velsæmismörk. Dóttir Láru var í íbúðarleit en eftir að hafa séð hversu dýrt leiguhúsnæði er orðið ákvað Lára að selja eigin íbúð til að geta hjálpað dóttur sinni. 3. maí 2023 14:17 Lára Ómars í hrókasamræðum við talgervil Síðasti þáttur hinna vinsælu hlaðvarpsþátta Nei hættu nú alveg, sem Vilhelm Anton Jónsson heldur úti af miklum myndarskap, reyndist með þeim skrautlegri í langri sögu þáttanna. 28. apríl 2023 11:28 Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lífið Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Fleiri fréttir Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi og borguðu fyrir hann tuttugu þúsund krónur Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Sjá meira
Selja íbúðina til að bjarga dóttur sinni af „snargölnum leigumarkaði“ Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttakona, segir leigumarkaðinn hér á landi vera kominn út fyrir öll velsæmismörk. Dóttir Láru var í íbúðarleit en eftir að hafa séð hversu dýrt leiguhúsnæði er orðið ákvað Lára að selja eigin íbúð til að geta hjálpað dóttur sinni. 3. maí 2023 14:17
Lára Ómars í hrókasamræðum við talgervil Síðasti þáttur hinna vinsælu hlaðvarpsþátta Nei hættu nú alveg, sem Vilhelm Anton Jónsson heldur úti af miklum myndarskap, reyndist með þeim skrautlegri í langri sögu þáttanna. 28. apríl 2023 11:28