Svona getur Verstappen orðið heimsmeistari um helgina Aron Guðmundsson skrifar 3. október 2023 16:31 Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing og ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 Vísir/Getty Þrátt fyrir að sex keppnishelgar séu eftir af yfirstandandi tímabili í Formúlu 1 mótaröðinni getur ríkjandi heimsmeistari ökumanna, Hollendingurinn Max Verstappen sem er ökumaður Red bull Racing, tryggt sér sinn þriðja heimsmeistaratitil á ferlinum er Formúla 1 mætir til Katar. Red Bull Racing hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða árið 2023 og er aðeins tímaspursmál þar til að seinni heimsmeistaratitillinn, í flokki ökumanna, fullkomni tímabilið hjá liðinu. Verstappen, sem hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á tímabilinu, hefur 177 stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna. Svo getur vel farið að Verstappen verði fyrsti ökumaðurinn í sögu Formúlu 1 til þess að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í sprettkeppninni sem fram fer í Katar á laugardaginn kemur. Jafnvel þó Perez muni standa uppi sem sigurvegari í sprettkeppninni þá myndi Verstappen tryggja sér heimsmeistaratitilinn með því að enda í öðru til sjötta sæti. En í grunninn mun Verstappen tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Katar ef forskot hans á toppi stigakeppni ökumanna á liðsfélaga hans Sergio Perez stendur í 146 stigum eða meira eftir keppnishelgina. Katar Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Red Bull Racing hefur nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða árið 2023 og er aðeins tímaspursmál þar til að seinni heimsmeistaratitillinn, í flokki ökumanna, fullkomni tímabilið hjá liðinu. Verstappen, sem hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á tímabilinu, hefur 177 stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna. Svo getur vel farið að Verstappen verði fyrsti ökumaðurinn í sögu Formúlu 1 til þess að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í sprettkeppninni sem fram fer í Katar á laugardaginn kemur. Jafnvel þó Perez muni standa uppi sem sigurvegari í sprettkeppninni þá myndi Verstappen tryggja sér heimsmeistaratitilinn með því að enda í öðru til sjötta sæti. En í grunninn mun Verstappen tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Katar ef forskot hans á toppi stigakeppni ökumanna á liðsfélaga hans Sergio Perez stendur í 146 stigum eða meira eftir keppnishelgina.
Katar Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira