Beiðni um lausnargjald varð til þess að níu ára stúlka fannst heil á húfi Jón Þór Stefánsson skrifar 3. október 2023 11:37 Umfangsmikil leit var gerð að hinni níu ára gömlu Charlotte Sena, sem fannst heil á húfi á heimili manns. Lögreglan í New York-rík Níu ára gömul bandarísk stúlka hefur fundist heil á húfi í New York-ríki eftir um það bil tveggja daga leit. Lausnargjaldsbréf sem var komið fyrir á heimili stúlkunnar varð til þess að hún fannst. Jafnframt hefur maður sem er grunaður um að nema stúlkuna á brott verið handtekinn. Charlotte Sena var ásamt fjölskyldu sinni í útilegu í Moreau Lake-þjóðgarðinum í New York-ríki. Í kjölfarið hófst mikil leit af stúlkunni. CNN fjallar um málið. Um það bil 36 klukkustundum eftir að greint var frá hvarfi Charlotte fór maðurinn sem er grunaður um að ræna henni, að heimili hennar og fjölskyldu hennar og kom fyrir bréfi í póstkassa hússins. Þar krafðist hann lausnargjalds. Lögregla uppgötvaði bréfið og hóf um leið rannsókn á því, en foreldrar stúlkunnar voru enn í þjóðgarðinum að leita að Charlotte. Rannsókn leiddi í ljós fingraför sem virtust tilheyra hinum 47 ára gamla Nelson Ross. Upplýsingar um fingraför hans voru til í gagnagrunni lögreglu frá því að hann hafði keyrt undir áhrifum áfengis árið 1999. Lögreglulið réðst í kjölfarið inn í húsið þar sem Ross var talinn halda sig og þar var hann handtekinn, jafnframt fannst Charlotte inni í skáp í húsinu. Yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi verið heil á húfi. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún fékk að hitta foreldra sína aftur. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York-ríkis, segir að eðli málsins samkvæmt hafi málið tekið mikið á. „Með hverri klukkustund sem leið dvínaði von okkar. Við höfum heyrt sögur sem þessar, sem enda illa,“ er haft eftir henni. Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Charlotte Sena var ásamt fjölskyldu sinni í útilegu í Moreau Lake-þjóðgarðinum í New York-ríki. Í kjölfarið hófst mikil leit af stúlkunni. CNN fjallar um málið. Um það bil 36 klukkustundum eftir að greint var frá hvarfi Charlotte fór maðurinn sem er grunaður um að ræna henni, að heimili hennar og fjölskyldu hennar og kom fyrir bréfi í póstkassa hússins. Þar krafðist hann lausnargjalds. Lögregla uppgötvaði bréfið og hóf um leið rannsókn á því, en foreldrar stúlkunnar voru enn í þjóðgarðinum að leita að Charlotte. Rannsókn leiddi í ljós fingraför sem virtust tilheyra hinum 47 ára gamla Nelson Ross. Upplýsingar um fingraför hans voru til í gagnagrunni lögreglu frá því að hann hafði keyrt undir áhrifum áfengis árið 1999. Lögreglulið réðst í kjölfarið inn í húsið þar sem Ross var talinn halda sig og þar var hann handtekinn, jafnframt fannst Charlotte inni í skáp í húsinu. Yfirvöld hafa haldið því fram að hún hafi verið heil á húfi. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún fékk að hitta foreldra sína aftur. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York-ríkis, segir að eðli málsins samkvæmt hafi málið tekið mikið á. „Með hverri klukkustund sem leið dvínaði von okkar. Við höfum heyrt sögur sem þessar, sem enda illa,“ er haft eftir henni.
Bandaríkin Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira