Skæðar fuglaflensuveirur í haferni og æðarfugli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2023 16:42 Annar fuglinn sem greindist með veiruna var ungur haförn sem drapst 17. september á skeri í Breiðafirði Unsplash/Federico Di Dio Skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem ekki hefur greinst hér á landi áður hafa greinst í haferni og æðarfugli sem fundust dauðir hér á landi í september. Óvíst er hvaðan veiran hefur borist. Fram kemur á vef Matvælastofnunar að haförn hafi fundist dauður á skeri úti fyrir Barðaströnd um miðjan september. Í honum fundust skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem hefur ekki greinst hér á landi áður og er ekki algengur. Stofninn heitir HPAI H5N5. Sýnin voru rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Í dag bárust svo Matvælastofnun upplýsingar frá Keldum um að æðarfugl sem fannst dauður á Ólafsfirði fyrir skömmu hafi verið smitaður af sama stofni fuglaflensuveiru. „Þessar greiningar undirstrika mikilvægi þess að tryggja góðar sóttvarnir í umgengni við alifugla og aðra fugla í haldi,“ segir á vef Matvælastofnunar sem minnir á að tilkynningar frá almenningi um fund á veikum og dauðum villtum fuglum eru lykilatriði í eftirliti með tilvist og útbreiðslu fuglaflensu . Fáar tilkynningar um veika eða dauða villta fugla hafi borist Matvælastofnun frá því í vor, eftir að fjöldadauði í ritum, lundum og öðrum svartfuglum dvínaði. Áður hefur verið upplýst að fuglaflensa greindist ekki í þeim. Frá og með júlímánuði hafa einungis verið tekin fimm sýni úr villtum fuglum. Þrjú þeirra reyndust neikvæð með tilliti til fuglaflensu en tvö jákvæð. Þeir fuglar sem reyndust jákvæðir voru fyrrnefndir tveir, þ.e. annars vegar ungur haförn sem drapst 17. september á skeri í Breiðafirði og hins vegar æðarfugl sem fannst dauður á Ólafsfirði 21. september. Veirurnar sem greindust eru af stofni HPAI H5N5 sem er ekki algengur og eru þetta fyrstu greiningar þessa stofns hér á landi. „Spurning vaknar um hvaðan veiran hafi borist. Stofninn sem hefur verið ríkjandi í Evrópu og víðar síðan í október 2021 er HPAI H5N1. Á sama tímabili hefur HPAI H5N5 einungis greinst í fjórum sýnum í Evrópu, öll úr villtum fuglum í Noregi og Svíþjóð, og í örfáum sýnum úr villtum fuglum, rauðrefi og skunki í austurhluta Kanada. Með heilraðgreiningu veiranna úr haferninum og æðarfuglinum verður vonandi hægt að skera úr um hvort þessi stofn hafi borist frá Evrópu eða nú síðsumars með komu farfugla frá varpstöðvum vestan Atlantshafsins,“ segir á vef Matvælastofnunar. Miðað við þau gögn sem liggi fyrir á þessum tímapunkti megi ætla að útbreiðsla skæðra fuglaflensuveira sé lítil hér á landi og smithætta fyrir alifugla og aðra fugla í haldi því lítil. „Eftir sem áður er mikilvægt að allir fuglaeigendur gæti sóttvarna, til að verja fugla sína eins og kostur er gegn smiti frá villtum fuglum og Matvælastofnun biður almenning um að halda áfram að tilkynna um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Tilkynningarnar eru mjög mikilvægur liður í vöktun á tilvist og útbreiðslu smits.“ Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Fram kemur á vef Matvælastofnunar að haförn hafi fundist dauður á skeri úti fyrir Barðaströnd um miðjan september. Í honum fundust skæðar fuglaflensuveirur af stofni sem hefur ekki greinst hér á landi áður og er ekki algengur. Stofninn heitir HPAI H5N5. Sýnin voru rannsökuð á Tilraunastöð HÍ að Keldum. Í dag bárust svo Matvælastofnun upplýsingar frá Keldum um að æðarfugl sem fannst dauður á Ólafsfirði fyrir skömmu hafi verið smitaður af sama stofni fuglaflensuveiru. „Þessar greiningar undirstrika mikilvægi þess að tryggja góðar sóttvarnir í umgengni við alifugla og aðra fugla í haldi,“ segir á vef Matvælastofnunar sem minnir á að tilkynningar frá almenningi um fund á veikum og dauðum villtum fuglum eru lykilatriði í eftirliti með tilvist og útbreiðslu fuglaflensu . Fáar tilkynningar um veika eða dauða villta fugla hafi borist Matvælastofnun frá því í vor, eftir að fjöldadauði í ritum, lundum og öðrum svartfuglum dvínaði. Áður hefur verið upplýst að fuglaflensa greindist ekki í þeim. Frá og með júlímánuði hafa einungis verið tekin fimm sýni úr villtum fuglum. Þrjú þeirra reyndust neikvæð með tilliti til fuglaflensu en tvö jákvæð. Þeir fuglar sem reyndust jákvæðir voru fyrrnefndir tveir, þ.e. annars vegar ungur haförn sem drapst 17. september á skeri í Breiðafirði og hins vegar æðarfugl sem fannst dauður á Ólafsfirði 21. september. Veirurnar sem greindust eru af stofni HPAI H5N5 sem er ekki algengur og eru þetta fyrstu greiningar þessa stofns hér á landi. „Spurning vaknar um hvaðan veiran hafi borist. Stofninn sem hefur verið ríkjandi í Evrópu og víðar síðan í október 2021 er HPAI H5N1. Á sama tímabili hefur HPAI H5N5 einungis greinst í fjórum sýnum í Evrópu, öll úr villtum fuglum í Noregi og Svíþjóð, og í örfáum sýnum úr villtum fuglum, rauðrefi og skunki í austurhluta Kanada. Með heilraðgreiningu veiranna úr haferninum og æðarfuglinum verður vonandi hægt að skera úr um hvort þessi stofn hafi borist frá Evrópu eða nú síðsumars með komu farfugla frá varpstöðvum vestan Atlantshafsins,“ segir á vef Matvælastofnunar. Miðað við þau gögn sem liggi fyrir á þessum tímapunkti megi ætla að útbreiðsla skæðra fuglaflensuveira sé lítil hér á landi og smithætta fyrir alifugla og aðra fugla í haldi því lítil. „Eftir sem áður er mikilvægt að allir fuglaeigendur gæti sóttvarna, til að verja fugla sína eins og kostur er gegn smiti frá villtum fuglum og Matvælastofnun biður almenning um að halda áfram að tilkynna um fund á veikum og dauðum villtum fuglum. Tilkynningarnar eru mjög mikilvægur liður í vöktun á tilvist og útbreiðslu smits.“
Fuglar Dýraheilbrigði Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira