„Þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2023 21:31 Alexandra segir vexti hækka sífellt og kallar eftir endurskoðun á kerfinu. arnar halldórsson Hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán og lántakendum hefur fækkað á síðustu árum. Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. Á skólaárinu 2009-2010 tóku fleiri en tólf þúsund hákólanemar námslán hjá LÍN sem nú er Menntasjóður námsmanna. Síðan þá hefur lántakendum fækkað töluvert. Upplýsingar um lántakendur má finna í ársskýrslum Menntasjóðsins. Ársskýrslan 2021 er sú nýjasta á heimasíðunni. grafík/sara „Það vekur auðvitað upp ýmsar spurningar um hvað er að fara úrskeiðis í þessu stuðningskerfi námsmanna,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Endurskoða þurfi menntasjóð námsmanna og þá sér í lagi afborganir af námslánum. Útreikningar sýni að í dag sé hægt að fá fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Vextir á verðtryggðum námslánum eru fjögur prósent, sem er jafnframt vaxtaþakið, en vextir á verðtryggðum húsnæðislánum í kringum tvö til rúm þrjú prósent. „Það þýðir að þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán eru á.“ Mikilvægt jöfnunartól Alexandra segir stöðuna lýsa hugsunarvillu um tilgang námslánakerfisins. „Námslán eru auðvitað tól stjórnvalda til að fjárfesta í menntun. Þetta er eitt af okkar mikilvægustu jöfnunartólum og umgjörðin og lagasetningin um lánin þurfa auðvitað að endurspegla það.“ Kallar eftir breytingum Alexandra telur vandann liggja í breytingum sem gerðar voru á námslánakerfinu fyrir þremur árum sem leiddu til síhækkandi vaxta á námslánum. Stjórnvöld þurfi að líta á menntun sem fjárfestingu fyrir samfélagið og hugsa kerfið upp á nýtt. „Markmið stjórnvalda er þarna að fjölga háskólanemum og þarna eru þau með kjörið tækifæri til þess að fjölga þeim með því að bæta menntasjóðinn.“ Samkvæmt lögum um menntasjóð skulu þau endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og er ráðherra skylt að kynna niðurstöðu þeirrar vinnu núna á haustþingi. Alexandra bindur miklar vonir við að málið verði forgangsmál ráðherra en gagnrýnir að hagaðilum hafi ekki verið hleypt fyrr að borðinu. „Það er fyrst á morgun sem hagaðilum er boðið að ræða málið. það vekur upp ákveðnar áhyggjur að ráðherra eigi að skila sinni endurskoðun á haustþingi og nú sé komin október og þá fyrst er verið að ræða við hagaðila.“ Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Á skólaárinu 2009-2010 tóku fleiri en tólf þúsund hákólanemar námslán hjá LÍN sem nú er Menntasjóður námsmanna. Síðan þá hefur lántakendum fækkað töluvert. Upplýsingar um lántakendur má finna í ársskýrslum Menntasjóðsins. Ársskýrslan 2021 er sú nýjasta á heimasíðunni. grafík/sara „Það vekur auðvitað upp ýmsar spurningar um hvað er að fara úrskeiðis í þessu stuðningskerfi námsmanna,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Endurskoða þurfi menntasjóð námsmanna og þá sér í lagi afborganir af námslánum. Útreikningar sýni að í dag sé hægt að fá fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Vextir á verðtryggðum námslánum eru fjögur prósent, sem er jafnframt vaxtaþakið, en vextir á verðtryggðum húsnæðislánum í kringum tvö til rúm þrjú prósent. „Það þýðir að þú getur farið í viðskiptabanka og fengið húsnæðislán á betri kjörum en námslán eru á.“ Mikilvægt jöfnunartól Alexandra segir stöðuna lýsa hugsunarvillu um tilgang námslánakerfisins. „Námslán eru auðvitað tól stjórnvalda til að fjárfesta í menntun. Þetta er eitt af okkar mikilvægustu jöfnunartólum og umgjörðin og lagasetningin um lánin þurfa auðvitað að endurspegla það.“ Kallar eftir breytingum Alexandra telur vandann liggja í breytingum sem gerðar voru á námslánakerfinu fyrir þremur árum sem leiddu til síhækkandi vaxta á námslánum. Stjórnvöld þurfi að líta á menntun sem fjárfestingu fyrir samfélagið og hugsa kerfið upp á nýtt. „Markmið stjórnvalda er þarna að fjölga háskólanemum og þarna eru þau með kjörið tækifæri til þess að fjölga þeim með því að bæta menntasjóðinn.“ Samkvæmt lögum um menntasjóð skulu þau endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og er ráðherra skylt að kynna niðurstöðu þeirrar vinnu núna á haustþingi. Alexandra bindur miklar vonir við að málið verði forgangsmál ráðherra en gagnrýnir að hagaðilum hafi ekki verið hleypt fyrr að borðinu. „Það er fyrst á morgun sem hagaðilum er boðið að ræða málið. það vekur upp ákveðnar áhyggjur að ráðherra eigi að skila sinni endurskoðun á haustþingi og nú sé komin október og þá fyrst er verið að ræða við hagaðila.“
Námslán Háskólar Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent