Hvað ef það er ekki „allt í gulu“? Liv Anna Gunnell skrifar 4. október 2023 08:00 Nú er gulum september lokið, sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum en gulur september hófst rétt fyrir alþjóðaforvarnardag sjálfsvíga 10.september. Í tilefni af gulum september hefur sálfræðiþjónusta þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu unnið að því að setja inn lesefni um algengan geðheilbrigðisvanda á heilsuveru.is og byrjað var á að setja inn upplýsingar um sjálfsvígshugsanir. Þar er að finna mikið af hjálplegum hlekkjum og upplýsingum um hvert hægt er að leita ef við eða þeir sem við þekkjum eru með slíkar hugsanir. Margir segja einhverjum í nærumhverfi sínu frá líðan sinni viku áður en þeir gera tilraun til að taka eigið líf. Það eru ekki allir með sérmenntun í því að meta sjálfsvígshættu, greina geðheilbrigðisvanda eða veita ráðgjöf og meðferð við slíkum vanda. Þess vegna skiptir máli að allir, ekki bara heilbrigðisstarfsfólk, viti hvert hægt er að leita til þess að fá réttar upplýsingar og viðeigandi aðstoð. Það er mikilvægt að gera ekki lítið úr líðaninni heldur hlusta á þann sem segir frá svona líðan og hjálpa viðkomandi að komast í viðeigandi mat og meðferð. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til geðdeildar eða bráðamóttöku, en þær upplýsingar má finna á heilsuvera.is. Hægt er að fá aðstoð í gegnum netspjall á 112.is eða 1717.is og aðstoð í síma hjá Píeta samtökunum, Berginu headspace og hjálparsíma Rauða krossins. Sjá einnig sjalfsvig.is. Í neyðartilfellum er mælt með að hringja í 112. Rannsóknir benda einnig til þess að þeir sem deyja í sjálfsvígi leiti mun oftar til heilbrigðisstofnana en samanburðarhópar vegna ýmiskonar vanda viku og mánuðum fyrir sjálfsvíg. Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur tekið þátt í að efla þekkingu fagfólks í heilsugæslu í samræmi við aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum með því að halda fræðslufund fyrir fagfólk um sjálfsvíg, bjóða upp á námskeið um gagnreynt mat á sjálfsvígshættu og auka aðgengi fagfólks í heilsugæslu að gögnum sem styðja við slíkt mat. Mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum. Víða um landið starfa sálfræðingar á heilsugæslustöðvum sem eru með sérþjálfun í að meta sjálfsvígshættu, geta gert ítarlegt mat á geðheilbrigðisvanda og veitt meðferð við algengum geðrænum vanda eins og þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun. Nú er komið inn á heilsuveru.is nýtt lesefni um sorg, þunglyndi og félagsfælni og unnið er að því að setja inn meira fræðsluefni um algengan geðheilbrigðisvanda næstu vikurnar í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10.október. Höfundur er fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er gulum september lokið, sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum en gulur september hófst rétt fyrir alþjóðaforvarnardag sjálfsvíga 10.september. Í tilefni af gulum september hefur sálfræðiþjónusta þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu unnið að því að setja inn lesefni um algengan geðheilbrigðisvanda á heilsuveru.is og byrjað var á að setja inn upplýsingar um sjálfsvígshugsanir. Þar er að finna mikið af hjálplegum hlekkjum og upplýsingum um hvert hægt er að leita ef við eða þeir sem við þekkjum eru með slíkar hugsanir. Margir segja einhverjum í nærumhverfi sínu frá líðan sinni viku áður en þeir gera tilraun til að taka eigið líf. Það eru ekki allir með sérmenntun í því að meta sjálfsvígshættu, greina geðheilbrigðisvanda eða veita ráðgjöf og meðferð við slíkum vanda. Þess vegna skiptir máli að allir, ekki bara heilbrigðisstarfsfólk, viti hvert hægt er að leita til þess að fá réttar upplýsingar og viðeigandi aðstoð. Það er mikilvægt að gera ekki lítið úr líðaninni heldur hlusta á þann sem segir frá svona líðan og hjálpa viðkomandi að komast í viðeigandi mat og meðferð. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til geðdeildar eða bráðamóttöku, en þær upplýsingar má finna á heilsuvera.is. Hægt er að fá aðstoð í gegnum netspjall á 112.is eða 1717.is og aðstoð í síma hjá Píeta samtökunum, Berginu headspace og hjálparsíma Rauða krossins. Sjá einnig sjalfsvig.is. Í neyðartilfellum er mælt með að hringja í 112. Rannsóknir benda einnig til þess að þeir sem deyja í sjálfsvígi leiti mun oftar til heilbrigðisstofnana en samanburðarhópar vegna ýmiskonar vanda viku og mánuðum fyrir sjálfsvíg. Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur tekið þátt í að efla þekkingu fagfólks í heilsugæslu í samræmi við aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum með því að halda fræðslufund fyrir fagfólk um sjálfsvíg, bjóða upp á námskeið um gagnreynt mat á sjálfsvígshættu og auka aðgengi fagfólks í heilsugæslu að gögnum sem styðja við slíkt mat. Mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum. Víða um landið starfa sálfræðingar á heilsugæslustöðvum sem eru með sérþjálfun í að meta sjálfsvígshættu, geta gert ítarlegt mat á geðheilbrigðisvanda og veitt meðferð við algengum geðrænum vanda eins og þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun. Nú er komið inn á heilsuveru.is nýtt lesefni um sorg, þunglyndi og félagsfælni og unnið er að því að setja inn meira fræðsluefni um algengan geðheilbrigðisvanda næstu vikurnar í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10.október. Höfundur er fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun