Enski boltinn

Móðir Beck­hams varð fyrir ó­geð­felldu að­kasti: „Þetta var hræði­­legt“

Aron Guðmundsson skrifar
David Beckham með foreldrum sínum, Söndru og Ted Beckham á forsýningu á nýrri heimildarþáttaröð um líf hans.
David Beckham með foreldrum sínum, Söndru og Ted Beckham á forsýningu á nýrri heimildarþáttaröð um líf hans. Vísir/Getty

Í nýrri heimildar­þátta­röð um líf og at­vinnu­manna­feril bresku knatt­spyrnu­goð­sagnarinnar David Beck­ham, tjá Beck­ham og að­stand­endur hans sig um afar erfiðan tíma í þeirra lífi eftir af­drifa­rík mis­tök Beck­ham á HM 1998. Beck­ham og fjöl­skylda hans lentu í afar slæmu að­kasti í kjöl­far at­viksins.

Það var á HM í Frakk­landi árið 1998 sem Beck­ham var rekinn af velli í leik á móti Argentínu í sex­tán liða úr­slitum þar sem enska liðið tapaði að lokum í víta­spyrnu­keppni.

Beck­ham missti stjórn á skapi sínu í ör­skamma stund í leiknum, sparkaði í Diego Si­meone leik­mann Argentínu, nú­verandi knatt­spyrnu­stjóra Atlético Madrid .

Ensku fjöl­miðlarnir gerðu Beck­ham af blóra­böggli númer eitt, tvö og þrjú og fræg fyrir­sögn er „10 Heroic Lions, One Stu­pid Boy“ eða „Tíu hetjur og einn heimskur strákur“. Þá birti eitt blaðið höfuð Beck­ham á pílu­spjaldi.

Brúða, eftir­líking af Beck­ham í fullri stærð, var hengd fyrir utan bar á Bret­lands­eyjum og rataði myndin á for­síðu The Sun.

„Þetta var hræði­legt,“ segir Sandra Beck­ham, móðir David Beck­ham um þennan tíma og af­drifa­ríka heim­sókn hennar á Up­ton Park, heima­völl West Ham United skömmu eftir HM þar sem sonur hennar spilaði með Manchester United á móti heima­mönnum.

„Ég sat þarna og sá konu með blaðið þar sem mynd af honum hangandi var á for­síðunni. Ég varð reið sökum þess hvaða ó­kvæðis­orðum á­horf­endurnir voru að kalla að honum og svo var þarna einn maður sem bauð mér í birginn, bað mig um að koma með sér út fyrir leik­vanginn. Sem for­eldri var ekki gott að horfa upp á þetta. Bara það að tala um þetta lætur mig vilja fara að gráta.“

Sjálfur segist Beck­ham fyrst núna taka at­vikið og það sem á eftir fylgdi al­var­lega inn á sig.

„Þetta varpaði mikilli at­hygli á for­eldra mína,“ segir Beck­ham um eftir­mála rauða spjaldsins. „Eitt­hvað sem ég hefði aldrei óskað mér. Eitt­hvað sem ég get aldrei fyrir­gefið sjálfum mér fyrir.“

David Gardner, einn besti vinur Beck­ham, segir frá því í heimildar­þáttunum að hatrið í garð Beck­ham hafi verið það mikið að vinir hans hleyptu honum ekki einum út.

„Hann var kannski gangandi niður götu og fólk átti það til að hrækja í áttina að honum. Fólk átti það líka til að vaða í hann á förnum vegi, öskra ó­kvæðis­orðum í áttina að honum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×