Þegar tilgangurinn helgar meðalið Högni Elfar Gylfason skrifar 4. október 2023 10:01 Fyrir skemmstu birtist á vef Matvælaráðuneytisins tilkynning um að ákveðið hafi verið að láta undan kröfum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og fella úr gildi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum nr. 900/2022 og fella þess í stað starfssemina undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Við lestur ofangreindra reglugerða kemur í ljós að ekki verður séð að reglugerð nr. 460/2017 sem Matvælaráðherra hyggst taka upp vegna blóðtöku úr hryssum eigi á við um þá starfssemi. Enda er innflutta reglugerðin samin til að vernda dýr á tilraunastofum, s.s. mýs, rottur, apaketti og önnur sem eru svo óheppin að maðurinn telji rétt að nota þau til slíks. Tilgangur reglugerðarinnar innfluttu er sagður vera að stuðla að takmörkun á notkun dýra í vísinda- og menntunarskyni ásamt því að stuðla að velferð og virðingu fyrir dýr sem notuð eru í slíkum tilgangi. Tilgangurinn er góður og ber vott um eðlilegt og gott siðferði þeirra sem að standa. Sú siðferðiskennd verður þó rangstæð þegar reynt er að koma í veg fyrir eina grein landbúnaðarstarfssemi með rangtúlkunum og því að höfða til tilfinningasemi almennings sem ekki þekkir til greinarinnar að öðru leyti en úr upphrópunum erlendra félagasamtaka og innlendra fjölmiðla þar sem hlutir eru gjarnan teknir úr samhengi. Á Íslandi eru tugir fjölskyldubúa í sveitum landsins sem hafa stundað blóðtöku úr hryssum um árabil. Starfssemin styður þannig við búsetu í sveitum og innkomu bænda sem hana stunda. Ef matælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, lætur verða af hótun sinni um er hún í reynd að koma í veg fyrir að hægt sé að stunda þessa atvinnugrein. Það gerir hún með “tæknilegu rothöggi” þar sem ógerlegt er að uppfylla ýmsar kröfur sem þar eru settar eru fram, enda þær ekki ætlaðar starfssemi sem þessari. Úr reglugerð nr. 460/2017 sem matvælaráðherra hyggst taka upp: 2. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um dýr í eftirfarandi tilvikum: a. þegar þau eru notuð eða æ tlunin að nota þ au í tilraunum, eða b. þegar þau eru r æ ktuð s é rstaklega til þess að nota megi lí ff æ ri þeirra eða vefi í vísindaskyni. Reglugerðin gildir ekki um eftirfarandi: a. starfsvenjur í landbúnaði eða lagareldi sem ekki eru á tilraunastigi, b. klíní skar a ðferðir í dýral æ kningum sem ekki eru á tilraunastigi, c. klíní skar pr ó fanir á dýralyfjum þegar þess er krafist vegna ú tg á fu e ða viðhalds markaðsleyfa, d. aðferðir sem tengjast við urkenndu d ýrahaldi, e. aðferðir sem snúa að einf ö ldum auðkennismerkingum dý ra, e ða f. aðferðir sem ó líklegt er að valdi sársauka, þjáningu, hræðslu eða varanlegum skaða sem jafngildir eða er meiri en skapast af nálarstungu í samr æ mi við góðar starfsvenjur í dýral æ kningum. Blóðtaka úr hryssum fellur undir hefðbundinn landbúnað og þarf sem slíkur á sanngjörnu og eðlilegu regluverki að halda líkt og aðrar greinar landbúnaðar. Í þessari grein landbúnaðar þurfa bændur að vanda sig og bera virðingu fyrir dýrunum sem þeir halda, rétt eins og í öðrum greinum. Það er óeðlilegt að pólitísk skoðun matvælaráðherra sé notuð til að bannfæra lifibrauð tuga fjölskyldna og um leið setja afkomu þeirra í algjört uppnám, en margir ungir bændur hafa lagt í umtalsverða fjárfestingu og um leið skuldir til að geta stundað sína atvinnu við blóðtöku. Rekstraráætlanir þessara ungu bænda liggja til grundvallar lánum frá lánastofnunum og mun því ofangreind áætlun ráðherra að líkindum setja bændur og fjölskyldur þeirra í þrot, ekki síst nú á tímum okurvaxta bankanna sem eru afleiðingar aðgerðaleysis ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ráð væri að huga að afleiðingum innleiðingar pólitísks rétttrúnaðar í þessu máli sem og öðrum, landi og þjóð til heilla. Þegar tilgangurinn helgar meðalið við stjórnvaldsákvarðanir eins af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar erum við á hættulegri braut. Höfundur er bóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu birtist á vef Matvælaráðuneytisins tilkynning um að ákveðið hafi verið að láta undan kröfum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og fella úr gildi reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum nr. 900/2022 og fella þess í stað starfssemina undir reglugerð nr. 460/2017 um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Við lestur ofangreindra reglugerða kemur í ljós að ekki verður séð að reglugerð nr. 460/2017 sem Matvælaráðherra hyggst taka upp vegna blóðtöku úr hryssum eigi á við um þá starfssemi. Enda er innflutta reglugerðin samin til að vernda dýr á tilraunastofum, s.s. mýs, rottur, apaketti og önnur sem eru svo óheppin að maðurinn telji rétt að nota þau til slíks. Tilgangur reglugerðarinnar innfluttu er sagður vera að stuðla að takmörkun á notkun dýra í vísinda- og menntunarskyni ásamt því að stuðla að velferð og virðingu fyrir dýr sem notuð eru í slíkum tilgangi. Tilgangurinn er góður og ber vott um eðlilegt og gott siðferði þeirra sem að standa. Sú siðferðiskennd verður þó rangstæð þegar reynt er að koma í veg fyrir eina grein landbúnaðarstarfssemi með rangtúlkunum og því að höfða til tilfinningasemi almennings sem ekki þekkir til greinarinnar að öðru leyti en úr upphrópunum erlendra félagasamtaka og innlendra fjölmiðla þar sem hlutir eru gjarnan teknir úr samhengi. Á Íslandi eru tugir fjölskyldubúa í sveitum landsins sem hafa stundað blóðtöku úr hryssum um árabil. Starfssemin styður þannig við búsetu í sveitum og innkomu bænda sem hana stunda. Ef matælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, lætur verða af hótun sinni um er hún í reynd að koma í veg fyrir að hægt sé að stunda þessa atvinnugrein. Það gerir hún með “tæknilegu rothöggi” þar sem ógerlegt er að uppfylla ýmsar kröfur sem þar eru settar eru fram, enda þær ekki ætlaðar starfssemi sem þessari. Úr reglugerð nr. 460/2017 sem matvælaráðherra hyggst taka upp: 2. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um dýr í eftirfarandi tilvikum: a. þegar þau eru notuð eða æ tlunin að nota þ au í tilraunum, eða b. þegar þau eru r æ ktuð s é rstaklega til þess að nota megi lí ff æ ri þeirra eða vefi í vísindaskyni. Reglugerðin gildir ekki um eftirfarandi: a. starfsvenjur í landbúnaði eða lagareldi sem ekki eru á tilraunastigi, b. klíní skar a ðferðir í dýral æ kningum sem ekki eru á tilraunastigi, c. klíní skar pr ó fanir á dýralyfjum þegar þess er krafist vegna ú tg á fu e ða viðhalds markaðsleyfa, d. aðferðir sem tengjast við urkenndu d ýrahaldi, e. aðferðir sem snúa að einf ö ldum auðkennismerkingum dý ra, e ða f. aðferðir sem ó líklegt er að valdi sársauka, þjáningu, hræðslu eða varanlegum skaða sem jafngildir eða er meiri en skapast af nálarstungu í samr æ mi við góðar starfsvenjur í dýral æ kningum. Blóðtaka úr hryssum fellur undir hefðbundinn landbúnað og þarf sem slíkur á sanngjörnu og eðlilegu regluverki að halda líkt og aðrar greinar landbúnaðar. Í þessari grein landbúnaðar þurfa bændur að vanda sig og bera virðingu fyrir dýrunum sem þeir halda, rétt eins og í öðrum greinum. Það er óeðlilegt að pólitísk skoðun matvælaráðherra sé notuð til að bannfæra lifibrauð tuga fjölskyldna og um leið setja afkomu þeirra í algjört uppnám, en margir ungir bændur hafa lagt í umtalsverða fjárfestingu og um leið skuldir til að geta stundað sína atvinnu við blóðtöku. Rekstraráætlanir þessara ungu bænda liggja til grundvallar lánum frá lánastofnunum og mun því ofangreind áætlun ráðherra að líkindum setja bændur og fjölskyldur þeirra í þrot, ekki síst nú á tímum okurvaxta bankanna sem eru afleiðingar aðgerðaleysis ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ráð væri að huga að afleiðingum innleiðingar pólitísks rétttrúnaðar í þessu máli sem og öðrum, landi og þjóð til heilla. Þegar tilgangurinn helgar meðalið við stjórnvaldsákvarðanir eins af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar erum við á hættulegri braut. Höfundur er bóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar