Mikilvægi félagslegs stuðnings fyrir ungmenni Ágúst Arnar Þráinsson skrifar 4. október 2023 11:30 Félagslegur stuðningur barna og unglinga er gífurlega mikilvægur í uppvexti barnanna okkar. Við munum það nú flest hvaða fólk það var í okkar nærsamfélagi og það hvernig það lét þér líða. Yfirleitt voru það vinir og skólafélagar en stundum félagsmiðstöðvastarfsmaðurinn, konan í mötuneytinu eða fólkið í sjoppunni. En allt þetta fólk hefur áhrif og hefur meðvitað og ómeðvitað haft áhrif á þitt líf. Í dag eru börn sem einangrast af einni eða annarri ástæðu. Þessi börn sem eru að einangrast eru mörg hver með færri tækifæri vegna til dæmis samskipta- eða aðgengisvandamála. Börn og unglingar læra mikið af vinum og jafningjum sem þau umgangast mest á hverjum tíma. Meðal jafningja kemur öryggið þar sem við getum spurt heimskulegu spurninganna sem maður spyr ekki í skólanum eða heima við matarborðið. Í samfélaginu okkar eru börn og unglingar mis virk í félagslífi og það eru margar ástæður þar að baki. En fötluð börn og unglingar eru oft sá hópur sem býr við skert tækifæri til tómstundaiðkunar. Þeirra félagsstarf er jafn mikilvægt og annara en samt hefur okkur sem samfélag illa tekist að ná að styðja þessi börn. Þau börn sem búa á höfuðborgarsvæðinu hafa flest tækifæri en þau eru háð ýmsum breytum. Til dæmis hvort það fái stuðning í félagsstarfinu. Það að bjóða uppá félagslegan stuðning fyrir fötluð börn og unglinga er ekki hugsað til að foreldrar þessara barna komist í vinnu eða að tryggja að þau séu ekki heima eftirlitslaus. Heldur einmitt til að tryggja að fötluð börn og ungmenni kynnist bestu útgáfunni af sjálfri sér og þeim sé tryggt að þau geti gert það í öruggu umhverfi. Það gerum við í gegnum samskipti, leiki og samvinnu. Fötluð börn og unglingar eiga að fá tækifæri til að eflast og styrkjast í frítímanum sínum og því er mikilvægt að þau fái þann félagslega stuðning sem þau þurfa til að verða hluti af samfélaginu. Við viljum öll að börnin okkar blómstri í leik og starfi, að þau verði besta útgáfan af sjálfum sér og séu hamingjusöm. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur, og starfar sem forstöðumaður í Garðahrauni sem er sértæk frístund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Félagslegur stuðningur barna og unglinga er gífurlega mikilvægur í uppvexti barnanna okkar. Við munum það nú flest hvaða fólk það var í okkar nærsamfélagi og það hvernig það lét þér líða. Yfirleitt voru það vinir og skólafélagar en stundum félagsmiðstöðvastarfsmaðurinn, konan í mötuneytinu eða fólkið í sjoppunni. En allt þetta fólk hefur áhrif og hefur meðvitað og ómeðvitað haft áhrif á þitt líf. Í dag eru börn sem einangrast af einni eða annarri ástæðu. Þessi börn sem eru að einangrast eru mörg hver með færri tækifæri vegna til dæmis samskipta- eða aðgengisvandamála. Börn og unglingar læra mikið af vinum og jafningjum sem þau umgangast mest á hverjum tíma. Meðal jafningja kemur öryggið þar sem við getum spurt heimskulegu spurninganna sem maður spyr ekki í skólanum eða heima við matarborðið. Í samfélaginu okkar eru börn og unglingar mis virk í félagslífi og það eru margar ástæður þar að baki. En fötluð börn og unglingar eru oft sá hópur sem býr við skert tækifæri til tómstundaiðkunar. Þeirra félagsstarf er jafn mikilvægt og annara en samt hefur okkur sem samfélag illa tekist að ná að styðja þessi börn. Þau börn sem búa á höfuðborgarsvæðinu hafa flest tækifæri en þau eru háð ýmsum breytum. Til dæmis hvort það fái stuðning í félagsstarfinu. Það að bjóða uppá félagslegan stuðning fyrir fötluð börn og unglinga er ekki hugsað til að foreldrar þessara barna komist í vinnu eða að tryggja að þau séu ekki heima eftirlitslaus. Heldur einmitt til að tryggja að fötluð börn og ungmenni kynnist bestu útgáfunni af sjálfri sér og þeim sé tryggt að þau geti gert það í öruggu umhverfi. Það gerum við í gegnum samskipti, leiki og samvinnu. Fötluð börn og unglingar eiga að fá tækifæri til að eflast og styrkjast í frítímanum sínum og því er mikilvægt að þau fái þann félagslega stuðning sem þau þurfa til að verða hluti af samfélaginu. Við viljum öll að börnin okkar blómstri í leik og starfi, að þau verði besta útgáfan af sjálfum sér og séu hamingjusöm. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur, og starfar sem forstöðumaður í Garðahrauni sem er sértæk frístund.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun