Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 07:00 Óskar Logi Ágústsson er þaulreyndur rokkari þrátt fyrir ungan aldur. Hann er líklega með opnustu mönnum landsins og ræðir tónlistarferilinn og áföll fortíðar í Einkalífinu á hispurslausan hátt. Vísir/Vilhelm Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. Óskar Logi er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Þar ræðir hann barnæskuna á Álftanesi, stofnun Vintage Caravan og öll sautján árin sem sveitin hefur starfað. Hann ræðir líka sitt persónulega líf, þar á meðal fráfall bróður síns Stefáns Jörgens Ágústssonar sem lést árið 2018 eftir langvarandi andleg veikindi. Hann segist ekki vera trúaður en lýsir yfirnáttúrulegum atburðum í húsinu sínu kvöldið sem bróðir hans lést og því hvernig fimmtán þúsund tónleikagestir syrgðu bróður hans með honum. Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Óskar Logi Ágústsson Leið yfir hann á fyrstu rokktónleikunum Óskar Logi sá kvikmyndina School of Rock með Jack Black í aðalhlutverki árið 2004. Hann segir að eftir það hafi ekki verið aftur snúið. Hann hafi fundið köllun sína og kvíði sem fylgdi honum í æsku horfið eins og dögg fyrir sólu. „Daginn eftir fer ég og labba um skólasvæðið og spyr bara: „Hver vill koma í hljómsveit? Þarna var ég níu eða tíu ára en svo vorum við alltaf sömu meðlimirnir frá 2006, þannig að ég segi vanalega að bandið hafi byrjað 2006.“ Óskar Logi byrjaði strax að semja tónlist þegar þarna var komið við sögu og er hluti af því sem hann samdi þá að finna á fyrstu plötu Vintage Caravan, sem bar nafn sveitarinnar og kom út í takmörkuðu upplagi árið 2009. Óskar segir gítarinn alltaf hafa átt hug hans og hjarta. Óskar segir gítarinn eina hljóðfærið sem hafi komið til greina. „Fyrstu tónleikarnir sem ég fór á voru árið 2004. Þá var ég níu ára og það leið yfir mig. Þetta var á Deep Purple. Ég var svo spenntur og ég var búinn að vera spenntur lengi. Þetta voru örugglega tveir mánuðir þar sem ég hlustaði á Deep Purple á hverjum degi og var að farast úr spennu.“ Óskar segist ekkert hafa borðað þegar tónleikadagurinn rann loksins upp. Þegar hann hafi verið mættur í Laugardalshöll til að heyra tóna sveitarinnar hafi það haft sitt að segja. „Svo tilkynntu þeir að þeir ætluðu að spila nokkur af sínum þekktustu lögum og ég bara eitthvað: „YEEEEEEEEEE“ og svo var ég bara out. Svo rankaði ég við mér og þá var einhver hjúkrunarkona að reyna við pabba minn og gefa mér kók. Það var mjög skrítin reynsla af tónleikum og ég hugsaði bara: „Þetta vil ég gera alltaf.“ Óskar ásamt þeim Guðjóni Reynissyni, trommara og Alexander Erni Númasyni, bassaleikara. Guðjón sagði skilið við sveitina árið 2015. Fólk grét þegar það hitti þá Óskar Logi segist alls ekki vera þreyttur á því að vera í Vintage Caravan nú sautján árum síðar. Hann segist einfaldlega vera að upplifa drauminn. Hljómsveitarlífið geti þó tekið sinn toll. „Þetta er draumur en eins og með allt, þá verður þetta vinna á einhverjum tímapunkti. Sama hversu mikið þú elskar að spila tónlist, þá er verður þetta alltaf vinna,“ segir Óskar Logi sem segist stundum barma sér yfir þreytu þegar sveitin er stundum búin að spila marga daga í röð, jafnvel svo vikum skipti. Sveitin er nýkomin úr tónleikaferðalagi um Norður-og Suður-Ameríku. Þar spilaði sveitin í sex löndum og segir Óskar Logi það hafa komið sveitinni á óvart hvað aðdáendur voru spenntir að berja sveitina augum. Óskar segist hafa verið afar heppinn með hljómsveitarmeðlimi. Á myndinni eru þeir Alexander ásamt Stefáni Ara Stefánssyni sem gekk til liðs við sveitina árið 2015. „Fólk var að bíða eftir okkur á flugvöllum, bíða eftir okkur á hótelum, fólk að gráta þegar það hittir okkur og eitthvað svona sem við erum ekki vanir neins staðar annars staðar. Það er spes að vera í þessum sporum en þetta er auðvitað rosalegt hrós. Fólk fílar það sem við erum að gera og það er tilgangurinn, við elskum það jafn mikið, ef ekki meira.“ Óskar segir að hann láti frægðina ekki stíga sér til höfuðs. Þá hjálpi að sveitin hafi unnið að baki brotnu undanfarin ár og ekki endilega skotist á stjörnuhimininn á einni nóttu. „Ég er mjög meðvitaður um það að þetta er ekki venjuleg vinna. Auðvitað kvartar maður stundum yfir hlutum eins og að fá ekki að sofa nóg. En ég á mjög dyggan vinahóp frá Álftanesi, þeir eru duglegir að halda manni á jörðinni.“ Fór heim til að skammast sín Óskar segist eðli málsins samkvæmt hafa breyst mikið frá því hann var ungur drengur og stofnaði sveitina. Hann er stoltur þegar hann lítur um öxl og segir að hans helsti vandi hafi verið að takast á við eigin sjálfsgagnrýni. „Við erum allir í bandinu mjög sjálfsgagnrýnir. Stundum ef það var einn rangur hljómur eða röddin brotnaði á tónleikum þá bara fór ég heim að skammast mín. Ég var alveg ógeðslega harður við mig. Allt of harður. Ég er það enn þá en núna skammast ég mín bara í smá stund og svo held ég áfram að skemmta mér.“ Óskar segist eitt sinn hafa verið grátandi út í horni á tónleikum í Berlín eftir að Vintage Caravan hitaði þar upp fyrir annað band. Meðlimur í þeirri sveit hafi stappað í hann stálinu. Óskar og félagar hafa spilað á tónleikum í fjölda landa undanfarin sautján ár. Upprunalega stofnaði Óskar sveitina með vini sínum og trommuleikara, Guðjóni Reynissyni árið 2006, áður en Alexander Örn Númason gekk til liðs við þá. Guðjón sneri sér að öðru árið 2015 og Óskar segir það hafa verið sér erfitt. Stefán Ari Stefánsson gekk til liðs við sveitina í kjölfarið. Óskar segist elska sveitina, þeir séu eins og bræður. „Þetta er bara eins og að hætta með kærustu,“ segir Óskar léttur. „Á þessum tíma vorum við búnir að vera að spila saman síðan við vorum ellefu eða tólf ára, í einhver níu ár. Þetta voru ákveðin kaflaskil og fyrir það hafði ég haft smá barnalega sýn á hlutina. En ég held ég hafi aldrei hugsað um að gera eitthvað annað, við vorum á góðri braut og ég vissi að ég vildi halda áfram.“ Lét tónleikana í Hörpu einfaldlega rætast Óskar Logi er gríðarlegur aðdáandi Magga Kjartans og Trúbrotar. Hann steig á svið í Hörpu, bæði í fyrra og nú í september þar sem þeir félagar í Vintage Caravan tóku saman nokkur lög úr safni sveitarinnar, svo athygli vakti. „Þetta var svona „full circle“ móment, sérstaklega af því að ég man eftir því þegar ég var sautján ára þá fékk ég svona hugljómun. Eldborg með eftirlifandi meðlimum Trúbrots. Ég held að jú, akkúrat tíu árum seinna þá gerist það.“ Þú varst búinn að sjá þetta fyrir þér? „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Stundum trúi ég á það að það sé hægt að manifesta hluti svona. Þetta var ein af þessum stundum. Þetta var of nákvæmt. Ég vildi vera með þessum þremur á sviði, vonandi einn daginn. Svo bara akkúrat tíu árum seinna þá gerist það.“ Óskar lét drauminn rætast í Hörpu á síðasta ári og svo aftur í september síðastliðnum. Mummi Lú Hleypur til að takast á við sorgina Óskar Logi segir að þrátt fyrir að hann hafi sagt skilið við kvíða í barnæsku banki hann stundum upp á. Hann nýti tónlistina og hlaup til að takast á við þær tilfinningar. Hlaupin tekur hann með hundinum sínum Hendrix, sem nefndur er í höfuðið á uppáhalds gítarleikara Óskars, Jimi Hendrix. „Það er alltaf eitthvað. Svona dót skilurðu. Til dæmis hjálpar það mjög mikið af því að ég missti bróður minn árið 2018 og þá voru það hlaupin og tónlistin sem hefur í rauninni dreift huganum rosa mikið.“ Það hlýtur að hafa haft rosalega mikil áhrif á þig? „Já, gríðarleg. Hann var elsti bróðir minn. Hann var sem sagt með geðklofa og hét Stefán Jörgen Ágústson. Hann vann mikið í kvikmyndum, hann var búningahönnuður, örugglega okkar fremsti maður í því og var meira að segja í hópi þeirra sem stóð að baki Wolfman. Þeir unnu Óskarinn árið 2008. Hann var ótrúlega hæfileikaríkur.“ Óskar segir andlát bróður síns hafa átt langan aðdraganda. Hann hafi verið veikur í rúm tíu ár fyrir fráfallið. Óskar Logi viðurkennir að það sé erfitt að tala um bróður sinn. Söknuðurinn sé sár. Ljósin flökta „Á síðustu plötunni okkar er lag sem heitir „This One's for You,“ sem er algjörlega fyrir hann. Það var eitthvað sem hjálpaði mér að loka ákveðnum kafla í sorgarferlinu. Og náttúrulega bara það að eiga ógeðslega góða að. Það var svona það sem hefur hjálpað mér mest. Solid vinahópur, fjölskyldan mín er mjög náin og ef eitthvað þá þjappaði þetta okkur meira saman.“ Eruð þið dugleg að tala um bróður þinn? „Já. Við gerum það alltaf af og til en ég meina, það er stundum erfitt. Svo er eitt mjög spes. Ég veit ekki alveg hvað það er en kvöldið sem þetta gerðist, kvöldið sem hann fór. Þá voru öll ljósin að flökta á milljón í húsinu sem þetta gerðist, sem ég bý í.“ Hann lést heima hjá ykkur? „Já. Heima hjá sér. Hann fyrirfór sér 2018. En þarna fara sem sagt öll ljósin að flökkta á fullu. Mér fannst það spes því þetta er ekki svona vanalega. Svo enn þann dag í dag þegar ég hugsa mikið um hann þá byrja ljós að flökta á fullu. Þetta gerist bara mjög mikið.“ Hvað heldurðu að það þýði? „Ég veit það ekki. Annað hvort er þetta bara ég að varpa einhverri orku frá mér, eða hann að láta vita af sér. Hvað sem það er þá finnst mér það svolítið fallegt.“ Óskar lýsir því að hann hafi eitt sinn verið á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Tónleikana bar upp á dánardegi Stefáns. „Ég sagði strákunum það, við vorum að fara út að borða. Ég sagði þeim að þetta væri dagurinn sem Stebbi dó. Þá gerðist eitthvað með ljósið í Edinborgarhúsinu þar sem við vorum að borða. Það kom svaka flökt og ég spurði strákana hvort þeir hefðu séð þetta, þetta var mjög skrítið.“ Óskar segist vilja trúa því að bróðir sinn sé kominn á betri stað. Hann segist ekki vera trúaður einstaklingur en segir foreldra sína alla tíð hafa sagt sig vera næman fyrir hlutum. Þannig hafi þau sagt honum frá því að hann hafi séð afa sinn reglulega þegar þau hafi keyrt framhjá kirkjugarðinum eftir að hann var nýdáinn. „Svo prufa þau þetta af og til að keyra fram hjá kirkjunni og ég sá alltaf afa. Einn daginn sagði ég víst svo að afi væri farinn og sá hann ekkert aftur. Ég er ekkert að segja að ég sé Óskar miðill en þetta er áhugavert. Ég held það sé klárlega eitthvað þarna úti sem við skiljum ekki alveg hundrað prósent. Ég er ekkert endilega að setja þetta í einhvern trúanlegan búning en ég held að það sé einhver orka til.“ Fimmtán þúsund manns syrgðu með Óskari Óskar viðurkennir að sér þykji ekki auðvelt að tala um bróður sinn. Hann rifjar upp að sama ár og Stefán dó hafi hann tileinkað honum eitt lag á Graspop þungarokkshátíðinni í Belgíu. „Þetta var bara tveimur mánuðum eftir að hann fór. Ég tileinkaði honum lag og sagði svona hvað væri í gangi. Þetta var fyrir framan fimmtán þúsund manns eða eitthvað. Ég hef aldrei fundið þetta áður. Það er alltaf svona spjall og eitthvað en þarna sló bara þögn á mannskarann,“ segir Óskar. „Súrefnið fór úr tjaldinu og svo byrjuðum við að taka þetta lag sem ég samdi um hann, textinn er um hann og ég sá bara að allir voru að gráta og ég var svo klökkur. Það var fullt af fólki þarna að berjast við tilfinningarnar og ég sömuleiðis.“ Óskar segst vera þakklátur fyrir lífið, fyrir fjölskyldu sína, vini, hljómsveit og aðdáendur. Óskar segist hafa fengið fullt af skilaboðum frá fólki í kjölfarið. Fólki sem hafi verið að ganga í gegnum svipaða hluti eða fólki sem hafi einfaldlega viljað þakka honum fyrir að opna sig um fráfall bróður síns. „Þetta var eitthvað svona móment. Þannig að eins ömurlegt og þetta er að þá koma samt fallegir hlutir úr þessu. Þannig að maður er mjög meðvitaður um það hvað maður er heppinn með ýmislegt.“ Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl. 8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum. Einkalífið Bíó og sjónvarp Tónlist Sorg Tengdar fréttir Var kvíðinn krakki en fann köllun sína þegar hann sá School of Rock „Ég var mjög stressaður krakki. Enginn veit af hverju, hvað var í gangi en ég var súper stressaður alltaf. Allt í einu varð ég ógeðslega sjálfstæður og það urðu einhver kaflaskil sem enginn áttar sig á,“ segir Óskar Logi Ágústsson sem er gestur þessarar viku í Einkalífinu. 4. október 2023 14:46 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira
Óskar Logi er nýjasti gestur Einkalífsins á Vísi. Þar ræðir hann barnæskuna á Álftanesi, stofnun Vintage Caravan og öll sautján árin sem sveitin hefur starfað. Hann ræðir líka sitt persónulega líf, þar á meðal fráfall bróður síns Stefáns Jörgens Ágústssonar sem lést árið 2018 eftir langvarandi andleg veikindi. Hann segist ekki vera trúaður en lýsir yfirnáttúrulegum atburðum í húsinu sínu kvöldið sem bróðir hans lést og því hvernig fimmtán þúsund tónleikagestir syrgðu bróður hans með honum. Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Óskar Logi Ágústsson Leið yfir hann á fyrstu rokktónleikunum Óskar Logi sá kvikmyndina School of Rock með Jack Black í aðalhlutverki árið 2004. Hann segir að eftir það hafi ekki verið aftur snúið. Hann hafi fundið köllun sína og kvíði sem fylgdi honum í æsku horfið eins og dögg fyrir sólu. „Daginn eftir fer ég og labba um skólasvæðið og spyr bara: „Hver vill koma í hljómsveit? Þarna var ég níu eða tíu ára en svo vorum við alltaf sömu meðlimirnir frá 2006, þannig að ég segi vanalega að bandið hafi byrjað 2006.“ Óskar Logi byrjaði strax að semja tónlist þegar þarna var komið við sögu og er hluti af því sem hann samdi þá að finna á fyrstu plötu Vintage Caravan, sem bar nafn sveitarinnar og kom út í takmörkuðu upplagi árið 2009. Óskar segir gítarinn alltaf hafa átt hug hans og hjarta. Óskar segir gítarinn eina hljóðfærið sem hafi komið til greina. „Fyrstu tónleikarnir sem ég fór á voru árið 2004. Þá var ég níu ára og það leið yfir mig. Þetta var á Deep Purple. Ég var svo spenntur og ég var búinn að vera spenntur lengi. Þetta voru örugglega tveir mánuðir þar sem ég hlustaði á Deep Purple á hverjum degi og var að farast úr spennu.“ Óskar segist ekkert hafa borðað þegar tónleikadagurinn rann loksins upp. Þegar hann hafi verið mættur í Laugardalshöll til að heyra tóna sveitarinnar hafi það haft sitt að segja. „Svo tilkynntu þeir að þeir ætluðu að spila nokkur af sínum þekktustu lögum og ég bara eitthvað: „YEEEEEEEEEE“ og svo var ég bara out. Svo rankaði ég við mér og þá var einhver hjúkrunarkona að reyna við pabba minn og gefa mér kók. Það var mjög skrítin reynsla af tónleikum og ég hugsaði bara: „Þetta vil ég gera alltaf.“ Óskar ásamt þeim Guðjóni Reynissyni, trommara og Alexander Erni Númasyni, bassaleikara. Guðjón sagði skilið við sveitina árið 2015. Fólk grét þegar það hitti þá Óskar Logi segist alls ekki vera þreyttur á því að vera í Vintage Caravan nú sautján árum síðar. Hann segist einfaldlega vera að upplifa drauminn. Hljómsveitarlífið geti þó tekið sinn toll. „Þetta er draumur en eins og með allt, þá verður þetta vinna á einhverjum tímapunkti. Sama hversu mikið þú elskar að spila tónlist, þá er verður þetta alltaf vinna,“ segir Óskar Logi sem segist stundum barma sér yfir þreytu þegar sveitin er stundum búin að spila marga daga í röð, jafnvel svo vikum skipti. Sveitin er nýkomin úr tónleikaferðalagi um Norður-og Suður-Ameríku. Þar spilaði sveitin í sex löndum og segir Óskar Logi það hafa komið sveitinni á óvart hvað aðdáendur voru spenntir að berja sveitina augum. Óskar segist hafa verið afar heppinn með hljómsveitarmeðlimi. Á myndinni eru þeir Alexander ásamt Stefáni Ara Stefánssyni sem gekk til liðs við sveitina árið 2015. „Fólk var að bíða eftir okkur á flugvöllum, bíða eftir okkur á hótelum, fólk að gráta þegar það hittir okkur og eitthvað svona sem við erum ekki vanir neins staðar annars staðar. Það er spes að vera í þessum sporum en þetta er auðvitað rosalegt hrós. Fólk fílar það sem við erum að gera og það er tilgangurinn, við elskum það jafn mikið, ef ekki meira.“ Óskar segir að hann láti frægðina ekki stíga sér til höfuðs. Þá hjálpi að sveitin hafi unnið að baki brotnu undanfarin ár og ekki endilega skotist á stjörnuhimininn á einni nóttu. „Ég er mjög meðvitaður um það að þetta er ekki venjuleg vinna. Auðvitað kvartar maður stundum yfir hlutum eins og að fá ekki að sofa nóg. En ég á mjög dyggan vinahóp frá Álftanesi, þeir eru duglegir að halda manni á jörðinni.“ Fór heim til að skammast sín Óskar segist eðli málsins samkvæmt hafa breyst mikið frá því hann var ungur drengur og stofnaði sveitina. Hann er stoltur þegar hann lítur um öxl og segir að hans helsti vandi hafi verið að takast á við eigin sjálfsgagnrýni. „Við erum allir í bandinu mjög sjálfsgagnrýnir. Stundum ef það var einn rangur hljómur eða röddin brotnaði á tónleikum þá bara fór ég heim að skammast mín. Ég var alveg ógeðslega harður við mig. Allt of harður. Ég er það enn þá en núna skammast ég mín bara í smá stund og svo held ég áfram að skemmta mér.“ Óskar segist eitt sinn hafa verið grátandi út í horni á tónleikum í Berlín eftir að Vintage Caravan hitaði þar upp fyrir annað band. Meðlimur í þeirri sveit hafi stappað í hann stálinu. Óskar og félagar hafa spilað á tónleikum í fjölda landa undanfarin sautján ár. Upprunalega stofnaði Óskar sveitina með vini sínum og trommuleikara, Guðjóni Reynissyni árið 2006, áður en Alexander Örn Númason gekk til liðs við þá. Guðjón sneri sér að öðru árið 2015 og Óskar segir það hafa verið sér erfitt. Stefán Ari Stefánsson gekk til liðs við sveitina í kjölfarið. Óskar segist elska sveitina, þeir séu eins og bræður. „Þetta er bara eins og að hætta með kærustu,“ segir Óskar léttur. „Á þessum tíma vorum við búnir að vera að spila saman síðan við vorum ellefu eða tólf ára, í einhver níu ár. Þetta voru ákveðin kaflaskil og fyrir það hafði ég haft smá barnalega sýn á hlutina. En ég held ég hafi aldrei hugsað um að gera eitthvað annað, við vorum á góðri braut og ég vissi að ég vildi halda áfram.“ Lét tónleikana í Hörpu einfaldlega rætast Óskar Logi er gríðarlegur aðdáandi Magga Kjartans og Trúbrotar. Hann steig á svið í Hörpu, bæði í fyrra og nú í september þar sem þeir félagar í Vintage Caravan tóku saman nokkur lög úr safni sveitarinnar, svo athygli vakti. „Þetta var svona „full circle“ móment, sérstaklega af því að ég man eftir því þegar ég var sautján ára þá fékk ég svona hugljómun. Eldborg með eftirlifandi meðlimum Trúbrots. Ég held að jú, akkúrat tíu árum seinna þá gerist það.“ Þú varst búinn að sjá þetta fyrir þér? „Ég var búinn að sjá þetta fyrir mér. Stundum trúi ég á það að það sé hægt að manifesta hluti svona. Þetta var ein af þessum stundum. Þetta var of nákvæmt. Ég vildi vera með þessum þremur á sviði, vonandi einn daginn. Svo bara akkúrat tíu árum seinna þá gerist það.“ Óskar lét drauminn rætast í Hörpu á síðasta ári og svo aftur í september síðastliðnum. Mummi Lú Hleypur til að takast á við sorgina Óskar Logi segir að þrátt fyrir að hann hafi sagt skilið við kvíða í barnæsku banki hann stundum upp á. Hann nýti tónlistina og hlaup til að takast á við þær tilfinningar. Hlaupin tekur hann með hundinum sínum Hendrix, sem nefndur er í höfuðið á uppáhalds gítarleikara Óskars, Jimi Hendrix. „Það er alltaf eitthvað. Svona dót skilurðu. Til dæmis hjálpar það mjög mikið af því að ég missti bróður minn árið 2018 og þá voru það hlaupin og tónlistin sem hefur í rauninni dreift huganum rosa mikið.“ Það hlýtur að hafa haft rosalega mikil áhrif á þig? „Já, gríðarleg. Hann var elsti bróðir minn. Hann var sem sagt með geðklofa og hét Stefán Jörgen Ágústson. Hann vann mikið í kvikmyndum, hann var búningahönnuður, örugglega okkar fremsti maður í því og var meira að segja í hópi þeirra sem stóð að baki Wolfman. Þeir unnu Óskarinn árið 2008. Hann var ótrúlega hæfileikaríkur.“ Óskar segir andlát bróður síns hafa átt langan aðdraganda. Hann hafi verið veikur í rúm tíu ár fyrir fráfallið. Óskar Logi viðurkennir að það sé erfitt að tala um bróður sinn. Söknuðurinn sé sár. Ljósin flökta „Á síðustu plötunni okkar er lag sem heitir „This One's for You,“ sem er algjörlega fyrir hann. Það var eitthvað sem hjálpaði mér að loka ákveðnum kafla í sorgarferlinu. Og náttúrulega bara það að eiga ógeðslega góða að. Það var svona það sem hefur hjálpað mér mest. Solid vinahópur, fjölskyldan mín er mjög náin og ef eitthvað þá þjappaði þetta okkur meira saman.“ Eruð þið dugleg að tala um bróður þinn? „Já. Við gerum það alltaf af og til en ég meina, það er stundum erfitt. Svo er eitt mjög spes. Ég veit ekki alveg hvað það er en kvöldið sem þetta gerðist, kvöldið sem hann fór. Þá voru öll ljósin að flökta á milljón í húsinu sem þetta gerðist, sem ég bý í.“ Hann lést heima hjá ykkur? „Já. Heima hjá sér. Hann fyrirfór sér 2018. En þarna fara sem sagt öll ljósin að flökkta á fullu. Mér fannst það spes því þetta er ekki svona vanalega. Svo enn þann dag í dag þegar ég hugsa mikið um hann þá byrja ljós að flökta á fullu. Þetta gerist bara mjög mikið.“ Hvað heldurðu að það þýði? „Ég veit það ekki. Annað hvort er þetta bara ég að varpa einhverri orku frá mér, eða hann að láta vita af sér. Hvað sem það er þá finnst mér það svolítið fallegt.“ Óskar lýsir því að hann hafi eitt sinn verið á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Tónleikana bar upp á dánardegi Stefáns. „Ég sagði strákunum það, við vorum að fara út að borða. Ég sagði þeim að þetta væri dagurinn sem Stebbi dó. Þá gerðist eitthvað með ljósið í Edinborgarhúsinu þar sem við vorum að borða. Það kom svaka flökt og ég spurði strákana hvort þeir hefðu séð þetta, þetta var mjög skrítið.“ Óskar segist vilja trúa því að bróðir sinn sé kominn á betri stað. Hann segist ekki vera trúaður einstaklingur en segir foreldra sína alla tíð hafa sagt sig vera næman fyrir hlutum. Þannig hafi þau sagt honum frá því að hann hafi séð afa sinn reglulega þegar þau hafi keyrt framhjá kirkjugarðinum eftir að hann var nýdáinn. „Svo prufa þau þetta af og til að keyra fram hjá kirkjunni og ég sá alltaf afa. Einn daginn sagði ég víst svo að afi væri farinn og sá hann ekkert aftur. Ég er ekkert að segja að ég sé Óskar miðill en þetta er áhugavert. Ég held það sé klárlega eitthvað þarna úti sem við skiljum ekki alveg hundrað prósent. Ég er ekkert endilega að setja þetta í einhvern trúanlegan búning en ég held að það sé einhver orka til.“ Fimmtán þúsund manns syrgðu með Óskari Óskar viðurkennir að sér þykji ekki auðvelt að tala um bróður sinn. Hann rifjar upp að sama ár og Stefán dó hafi hann tileinkað honum eitt lag á Graspop þungarokkshátíðinni í Belgíu. „Þetta var bara tveimur mánuðum eftir að hann fór. Ég tileinkaði honum lag og sagði svona hvað væri í gangi. Þetta var fyrir framan fimmtán þúsund manns eða eitthvað. Ég hef aldrei fundið þetta áður. Það er alltaf svona spjall og eitthvað en þarna sló bara þögn á mannskarann,“ segir Óskar. „Súrefnið fór úr tjaldinu og svo byrjuðum við að taka þetta lag sem ég samdi um hann, textinn er um hann og ég sá bara að allir voru að gráta og ég var svo klökkur. Það var fullt af fólki þarna að berjast við tilfinningarnar og ég sömuleiðis.“ Óskar segst vera þakklátur fyrir lífið, fyrir fjölskyldu sína, vini, hljómsveit og aðdáendur. Óskar segist hafa fengið fullt af skilaboðum frá fólki í kjölfarið. Fólki sem hafi verið að ganga í gegnum svipaða hluti eða fólki sem hafi einfaldlega viljað þakka honum fyrir að opna sig um fráfall bróður síns. „Þetta var eitthvað svona móment. Þannig að eins ömurlegt og þetta er að þá koma samt fallegir hlutir úr þessu. Þannig að maður er mjög meðvitaður um það hvað maður er heppinn með ýmislegt.“ Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl. 8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl. 8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.
Einkalífið Bíó og sjónvarp Tónlist Sorg Tengdar fréttir Var kvíðinn krakki en fann köllun sína þegar hann sá School of Rock „Ég var mjög stressaður krakki. Enginn veit af hverju, hvað var í gangi en ég var súper stressaður alltaf. Allt í einu varð ég ógeðslega sjálfstæður og það urðu einhver kaflaskil sem enginn áttar sig á,“ segir Óskar Logi Ágústsson sem er gestur þessarar viku í Einkalífinu. 4. október 2023 14:46 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira
Var kvíðinn krakki en fann köllun sína þegar hann sá School of Rock „Ég var mjög stressaður krakki. Enginn veit af hverju, hvað var í gangi en ég var súper stressaður alltaf. Allt í einu varð ég ógeðslega sjálfstæður og það urðu einhver kaflaskil sem enginn áttar sig á,“ segir Óskar Logi Ágústsson sem er gestur þessarar viku í Einkalífinu. 4. október 2023 14:46