Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Lovísa Arnardóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 4. október 2023 20:03 Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar hjá Rauða krossinum kveðst ekki útiloka færanlegu neyslurýmin þrátt fyrir að húsnæði sé klárlega betri kostur. Vísir/Arnar Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. Reykjavíkurborg skoðar það nú að opna neyslurými aftur í bíl. Ekkert neyslurými hefur verið rekið á Íslandi frá því að neyslurýmið Ylja lokaði í mars á þessu ári. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vera að skoða nokkrar leiðir og þar á meðal sé að vera með neyslurými í bíl. „Það er vilji til þess að leysa málið hratt og fara þá leið sem ekki tekur langan tíma að koma á fót. Hægt sé að huga að varanlegri leið síðar,“ segir Rannveig í svari til fréttastofu. Reykjavíkurborg hefur allt frá því að Ylja lokaði leitað að varanlegu húsnæði til að reka slíkt rými í en samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði hefur gengið erfiðlega að finna það. Í sumar var borgin með húsnæði í huga og með heimild frá byggingafulltrúa til að breyta húsnæðinu. Í september var verið að kostnaðarmeta húsnæði og borgin í viðræðum en það virðist ekki hafa gengið upp. Borgarstjóri nefndi andstöðu húsfélags sem dæmi í hádegisfréttum RÚV um sama mál í dag. Fólk að deyja Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar hjá Rauða krossinum, ræddi hugmyndina um hugsanlega opnun neyslurýma í bíl í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist ekki lítast vel á að rýmin verði færð aftur í bíl. „Það voru ákveðin vandræði sem fylgdu því að vera í bifreið. Sem við tíunduðum í skýrslu sem við meðal annars sendum til Reykjavíkurborgar. Stærðin, staðsetningin og annað. Þannig að við höfum alltaf talað fyrir því að neyslurými sem eitt slíkt úrræði hér heima á íslandi það þyrfti að vera í húsnæði,“ segir Marín. Heldurðu að þetta yrði betri lausn en engin? „Það er náttúrlega allt betri lausn en engin því að í dag er fólk að deyja. En það má líka velta fyrir sér hvort þessi hópur, þessi jaðarsetti hópur sem býr við heimilisleysi, hvort hann eigi alltaf að vera afkomustærð í okkar samfélagi,“ segir Marín. Hún segir þjónustuna sem boðið er upp á í rýmunum lífsbjargandi. „Og ég velti fyrir mér hvort að bifreið svari því sem ásættanlegur kostur fyrir þennan hóp. Bifreið hreyfist í vindi. Hún flakkar á milli borgarhluta, eins og borgarstjóri talaði um í hádegisfréttum,“ segir Marín. Hún vekur athygli á að sá hópur sem nýti sér aðstöðuna í neyslurýmunum fylgi hvorki klukku né dagskrá og þurfi að geta sótt þjóustu á einhvern ákveðinn stað. „Og mér finnst að hann eigi skilið betri húsakost en bíl.“ Þannig að þið mynduð ekki taka þátt í þessu? „Við ætlum ekki að útiloka neitt en ég mun tala fyrir því að við fáum húsnæði frekar en bifreið en við höfum jú reynt þetta í bifreið. Við höfum séð ýmsa annmarka á því en hús er klárlega betri kostur.“ Ekki leyfi fyrir öllum vímuefnum Rauði krossinn sá um rekstur Ylju og þegar það lokaði sögðu flestir sem komu að rekstrinum að það hentaði honum illa að vera í bíl. Erfitt var að anna eftirspurn, biðtími oft mikill auk þess sem íslenskar veðuraðstæður hafi oft gert þeim erfitt fyrir, en oft þarf mikla nákvæmni í þau verk sem framkvæmd eru í slíkum bíl. Þá var það einnig nefnt að ekki væri hægt að neyta allra vímuefna við slíkar aðstæður, eins og þeirra sem þarf kannski að reykja. Rauði krossinn lagði það til, í samvinnu við Terra Einingar, í sumar að neyslurýminu yrði komið upp í svokölluðum einingahúsum. Terra Einingar lofuðu þeim 118 fermetra einingahúsi en að þeim hafi vantað land. Reykjavíkurborg leist ekki á þá hugmynd og taldi framkvæmdina tafsama. Fíkn Málefni heimilislausra Geðheilbrigði Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Eitranir dregið 31 til dauða á þessu ári Eitranir hafa dregið 31 til dauða á þessu ári og rekja má meginþorra andlátanna til notkunar áfengis, ópíóíða eða morfínskyldra lyfja. Yfirlögregluþjónn merkir aukna notkun á oxycontin og segir hvert andlát einu of mikið. 29. september 2023 20:30 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Reykjavíkurborg skoðar það nú að opna neyslurými aftur í bíl. Ekkert neyslurými hefur verið rekið á Íslandi frá því að neyslurýmið Ylja lokaði í mars á þessu ári. Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vera að skoða nokkrar leiðir og þar á meðal sé að vera með neyslurými í bíl. „Það er vilji til þess að leysa málið hratt og fara þá leið sem ekki tekur langan tíma að koma á fót. Hægt sé að huga að varanlegri leið síðar,“ segir Rannveig í svari til fréttastofu. Reykjavíkurborg hefur allt frá því að Ylja lokaði leitað að varanlegu húsnæði til að reka slíkt rými í en samkvæmt upplýsingum frá velferðarsviði hefur gengið erfiðlega að finna það. Í sumar var borgin með húsnæði í huga og með heimild frá byggingafulltrúa til að breyta húsnæðinu. Í september var verið að kostnaðarmeta húsnæði og borgin í viðræðum en það virðist ekki hafa gengið upp. Borgarstjóri nefndi andstöðu húsfélags sem dæmi í hádegisfréttum RÚV um sama mál í dag. Fólk að deyja Marín Þórsdóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar hjá Rauða krossinum, ræddi hugmyndina um hugsanlega opnun neyslurýma í bíl í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist ekki lítast vel á að rýmin verði færð aftur í bíl. „Það voru ákveðin vandræði sem fylgdu því að vera í bifreið. Sem við tíunduðum í skýrslu sem við meðal annars sendum til Reykjavíkurborgar. Stærðin, staðsetningin og annað. Þannig að við höfum alltaf talað fyrir því að neyslurými sem eitt slíkt úrræði hér heima á íslandi það þyrfti að vera í húsnæði,“ segir Marín. Heldurðu að þetta yrði betri lausn en engin? „Það er náttúrlega allt betri lausn en engin því að í dag er fólk að deyja. En það má líka velta fyrir sér hvort þessi hópur, þessi jaðarsetti hópur sem býr við heimilisleysi, hvort hann eigi alltaf að vera afkomustærð í okkar samfélagi,“ segir Marín. Hún segir þjónustuna sem boðið er upp á í rýmunum lífsbjargandi. „Og ég velti fyrir mér hvort að bifreið svari því sem ásættanlegur kostur fyrir þennan hóp. Bifreið hreyfist í vindi. Hún flakkar á milli borgarhluta, eins og borgarstjóri talaði um í hádegisfréttum,“ segir Marín. Hún vekur athygli á að sá hópur sem nýti sér aðstöðuna í neyslurýmunum fylgi hvorki klukku né dagskrá og þurfi að geta sótt þjóustu á einhvern ákveðinn stað. „Og mér finnst að hann eigi skilið betri húsakost en bíl.“ Þannig að þið mynduð ekki taka þátt í þessu? „Við ætlum ekki að útiloka neitt en ég mun tala fyrir því að við fáum húsnæði frekar en bifreið en við höfum jú reynt þetta í bifreið. Við höfum séð ýmsa annmarka á því en hús er klárlega betri kostur.“ Ekki leyfi fyrir öllum vímuefnum Rauði krossinn sá um rekstur Ylju og þegar það lokaði sögðu flestir sem komu að rekstrinum að það hentaði honum illa að vera í bíl. Erfitt var að anna eftirspurn, biðtími oft mikill auk þess sem íslenskar veðuraðstæður hafi oft gert þeim erfitt fyrir, en oft þarf mikla nákvæmni í þau verk sem framkvæmd eru í slíkum bíl. Þá var það einnig nefnt að ekki væri hægt að neyta allra vímuefna við slíkar aðstæður, eins og þeirra sem þarf kannski að reykja. Rauði krossinn lagði það til, í samvinnu við Terra Einingar, í sumar að neyslurýminu yrði komið upp í svokölluðum einingahúsum. Terra Einingar lofuðu þeim 118 fermetra einingahúsi en að þeim hafi vantað land. Reykjavíkurborg leist ekki á þá hugmynd og taldi framkvæmdina tafsama.
Fíkn Málefni heimilislausra Geðheilbrigði Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Eitranir dregið 31 til dauða á þessu ári Eitranir hafa dregið 31 til dauða á þessu ári og rekja má meginþorra andlátanna til notkunar áfengis, ópíóíða eða morfínskyldra lyfja. Yfirlögregluþjónn merkir aukna notkun á oxycontin og segir hvert andlát einu of mikið. 29. september 2023 20:30 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Eitranir dregið 31 til dauða á þessu ári Eitranir hafa dregið 31 til dauða á þessu ári og rekja má meginþorra andlátanna til notkunar áfengis, ópíóíða eða morfínskyldra lyfja. Yfirlögregluþjónn merkir aukna notkun á oxycontin og segir hvert andlát einu of mikið. 29. september 2023 20:30