„Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu“ Árni Sæberg skrifar 4. október 2023 20:29 Ragnar Þór er ekki ánægður með Ásgeir. Vísir/Vilhelm Formaður VR segir fullyrðingu seðlabankastjóra um að ekkert land í Evrópu nema Ísland hafi brugðist við verðbólgu með launahækkunum grafalvarlega. „Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu sem kemur út úr þessum manni. Ég get lítið framhjá því að hann hafi ekki í viðtali fyrir nokkru, áttað sig á hversu Íslendingum hafði fjölgað þó það skipti miklu máli fyrir mann í hans stöðu að vita. En að halda því fram að við á Íslandi séum eina landið í Evrópu sem hefur brugðist við verðbólgu með launahækkunum eða svo miklum launahækkunum upp á sjö til tíu prósent er eitthvað annað og í raun grafalvarlegt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í færslu á Facebook í kvöld. Þar á hann við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og ummæli hans í viðtali við Morgunblaðið í kjölfar yfirlýsingar peningastefnunefndar í morgun. Þar sagði hann að verðbólga hafi verið svipuð í öllum löndum Evrópu á síðasta ári. Ísland sé eina landið í álfunni sem brást við verðbólgunni með miklum launahækkunum. Flest lönd hafi brugðist við með hækkunum Ragnar Þór segir staðreyndina þá að flestar Evrópuþjóðir hafi einmitt brugðist við hárri verðbólgu með launahækkunum og sérstökum verðbólguuppbótum á laun ásamt sértækum verðbólguaðgerðum stjórnvalda til almennings. Flestir verðbólgukjarasamningar, sem gerðir hafi verið í Evrópu hafi verið gerðir eftir síðustu áramót. „Það er lítið mál að verða sér úti um upplýsingar um flesta kjarasamninga sem gerðir eru í Evrópu og eru þeir á þessu róli sjö til tíu prósent og jafnvel dæmi um mun hærri samninga eins og í Þýskalandi og fleiri löndum þar sem laun hækkuðu um tólf til átján prósent og við höfum dæmi um kjarasamninga sem skiluðu þrjátíu prósent hækkunum.“ Einstakt að seðlabankastjóri eigi í hótunum við launafólk Ragnar Þór segir vandann kannski liggja í því að í Evrópu séu fyrirtækjasamningar algengir lengri tíma taki að greina launahækkanir í rauntíma. Íslendingar hljóti þó að geta gert þá kröfu til Seðlabankans að hafa fyrir því að kafa dýpra í samanburði. „Það hlýtur þó að vera einstakt á heimsvísu að Seðlabankastjóri sé með stanslausar hótanir gagnvart launafólki og hreyfingum þeirra. Það sem þó hlýtur að vera öllum ljóst er að Seðlabankastjóri og peningastefnunefnd eru ekki vandanum vaxinn og algjörlega vanhæf til að gegna þessu mikilvæga hlutverki.“ Færslu Ragnars Þórs má lesa í heild sinni hér að neðan: Seðlabankinn Stéttarfélög Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. 4. október 2023 13:58 Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54 Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. 4. október 2023 17:24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Ég er hálf orðlaus yfir ruglinu sem kemur út úr þessum manni. Ég get lítið framhjá því að hann hafi ekki í viðtali fyrir nokkru, áttað sig á hversu Íslendingum hafði fjölgað þó það skipti miklu máli fyrir mann í hans stöðu að vita. En að halda því fram að við á Íslandi séum eina landið í Evrópu sem hefur brugðist við verðbólgu með launahækkunum eða svo miklum launahækkunum upp á sjö til tíu prósent er eitthvað annað og í raun grafalvarlegt,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í færslu á Facebook í kvöld. Þar á hann við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra og ummæli hans í viðtali við Morgunblaðið í kjölfar yfirlýsingar peningastefnunefndar í morgun. Þar sagði hann að verðbólga hafi verið svipuð í öllum löndum Evrópu á síðasta ári. Ísland sé eina landið í álfunni sem brást við verðbólgunni með miklum launahækkunum. Flest lönd hafi brugðist við með hækkunum Ragnar Þór segir staðreyndina þá að flestar Evrópuþjóðir hafi einmitt brugðist við hárri verðbólgu með launahækkunum og sérstökum verðbólguuppbótum á laun ásamt sértækum verðbólguaðgerðum stjórnvalda til almennings. Flestir verðbólgukjarasamningar, sem gerðir hafi verið í Evrópu hafi verið gerðir eftir síðustu áramót. „Það er lítið mál að verða sér úti um upplýsingar um flesta kjarasamninga sem gerðir eru í Evrópu og eru þeir á þessu róli sjö til tíu prósent og jafnvel dæmi um mun hærri samninga eins og í Þýskalandi og fleiri löndum þar sem laun hækkuðu um tólf til átján prósent og við höfum dæmi um kjarasamninga sem skiluðu þrjátíu prósent hækkunum.“ Einstakt að seðlabankastjóri eigi í hótunum við launafólk Ragnar Þór segir vandann kannski liggja í því að í Evrópu séu fyrirtækjasamningar algengir lengri tíma taki að greina launahækkanir í rauntíma. Íslendingar hljóti þó að geta gert þá kröfu til Seðlabankans að hafa fyrir því að kafa dýpra í samanburði. „Það hlýtur þó að vera einstakt á heimsvísu að Seðlabankastjóri sé með stanslausar hótanir gagnvart launafólki og hreyfingum þeirra. Það sem þó hlýtur að vera öllum ljóst er að Seðlabankastjóri og peningastefnunefnd eru ekki vandanum vaxinn og algjörlega vanhæf til að gegna þessu mikilvæga hlutverki.“ Færslu Ragnars Þórs má lesa í heild sinni hér að neðan:
Seðlabankinn Stéttarfélög Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. 4. október 2023 13:58 Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54 Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. 4. október 2023 17:24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir“ Seðlabankastjóri segir alltof snemmt að tala um vaxtalækkanir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að eftir fjórtán stýrivaxtahækkanir í röð væri tímabært að halda vöxtunum óbreyttum. 4. október 2023 13:58
Seðlabankinn „staldrar við“ og ákveður óvænt að halda vöxtum óbreyttum Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“ 4. október 2023 08:54
Allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði. 4. október 2023 17:24