Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Friðleifur Guðmundsson skrifar 5. október 2023 16:00 Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. Erfðablöndun íslenska laxastofnsins við norska eldislaxa er alvarlegasta manngerða ógnin sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir og verði ekkert að gert þá verða afleiðingarnar hræðilegar. Lúsafár í sjókvíaeldisiðnaðinum fylgir fast á eftir sem önnur stærsta ógnin fyrir villta stofna og munu Íslendingar eflaust sjá meira af vandamálum tengdum lúsinni á komandi árum samhliða auknum framleiðsluheimildum í sjókvíaeldisiðnaðinum. Því skal haldið til haga að stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á því ástandi sem hér er komið upp. Það er þó ekki hægt að horfa fram hjá því að sjókvíaeldisiðnaðurinn er öflug maskína sem ver hagsmuni hluthafa sinna með gríðarlegum áróðri og oft ósannindum. Ítrekað er því haldið fram að umhverfisáhrifin séu lítil sem engin og íslenska laxastofninum stafi engin raunveruleg ógn af þeirri tifandi tímasprengju sem sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi er. Með áróðri sínum tekst iðnaðinum oft að slá ryk í augu almennings og því miður ráðamönnum þjóðarinnar líka. Ein helsta röksemdarfærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna er að úthrópa veiðimenn fyrir að veiða og sleppa sem og nýverið einnig fyrir að drepa bráðina. Veiða og sleppa er aðgerð sem farið var í til að vernda stofninn og til að sporna við hnignun hans og hafði stórlöxum fækkað gríðarlega síðustu áratugi. Allir eiga rétt sinni skoðun og áhrifum veiða og sleppa en rannsóknir hafa sýnt að ef rétt er staðið að því þá eru áhrifin jákvæð fyrir stofninn. Þá hafa miklar umbætur verið gerðar á veiðistjórnunarkerfi í íslenskum ám undanfarna áratugi og er veiðiálag hér á landi minna en þekkist víða annars staðar. Talsmenn norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna segja óspart „treystum vísindunum“. Að mati ICES, sem er alþjóðlegt samstarf vísindamanna um ástand fiskstofna, er ofveiði í íslenskum ám ekki helsta hætta sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir. Laxeldi í opnum sjókvíum er það hins vegar. Röksemdafærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna virðist einnig vera mikið á þá leið að ef þið (veiðimenn) megið veiða og sleppa og drepa, þá megum við (sjókvíaeldismenn) setja tugi milljóna norskra eldisfiska í ótryggan og óöruggan búnað í sjó við strendur Íslands og ógna þannig tilvist villtra laxastofna. Ef fólk hættir að veiða lax ætla sjókvíaeldisiðnaðurinn þá að hætta að rækta lax í opnum sjókvíum? Höfundur er formaður NASF og starfandi lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. Erfðablöndun íslenska laxastofnsins við norska eldislaxa er alvarlegasta manngerða ógnin sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir og verði ekkert að gert þá verða afleiðingarnar hræðilegar. Lúsafár í sjókvíaeldisiðnaðinum fylgir fast á eftir sem önnur stærsta ógnin fyrir villta stofna og munu Íslendingar eflaust sjá meira af vandamálum tengdum lúsinni á komandi árum samhliða auknum framleiðsluheimildum í sjókvíaeldisiðnaðinum. Því skal haldið til haga að stjórnvöld bera fyrst og fremst ábyrgð á því ástandi sem hér er komið upp. Það er þó ekki hægt að horfa fram hjá því að sjókvíaeldisiðnaðurinn er öflug maskína sem ver hagsmuni hluthafa sinna með gríðarlegum áróðri og oft ósannindum. Ítrekað er því haldið fram að umhverfisáhrifin séu lítil sem engin og íslenska laxastofninum stafi engin raunveruleg ógn af þeirri tifandi tímasprengju sem sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi er. Með áróðri sínum tekst iðnaðinum oft að slá ryk í augu almennings og því miður ráðamönnum þjóðarinnar líka. Ein helsta röksemdarfærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna er að úthrópa veiðimenn fyrir að veiða og sleppa sem og nýverið einnig fyrir að drepa bráðina. Veiða og sleppa er aðgerð sem farið var í til að vernda stofninn og til að sporna við hnignun hans og hafði stórlöxum fækkað gríðarlega síðustu áratugi. Allir eiga rétt sinni skoðun og áhrifum veiða og sleppa en rannsóknir hafa sýnt að ef rétt er staðið að því þá eru áhrifin jákvæð fyrir stofninn. Þá hafa miklar umbætur verið gerðar á veiðistjórnunarkerfi í íslenskum ám undanfarna áratugi og er veiðiálag hér á landi minna en þekkist víða annars staðar. Talsmenn norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna segja óspart „treystum vísindunum“. Að mati ICES, sem er alþjóðlegt samstarf vísindamanna um ástand fiskstofna, er ofveiði í íslenskum ám ekki helsta hætta sem villti laxastofninn stendur frammi fyrir. Laxeldi í opnum sjókvíum er það hins vegar. Röksemdafærsla talsmanna norsku sjókvíaeldisfyrirtækjanna virðist einnig vera mikið á þá leið að ef þið (veiðimenn) megið veiða og sleppa og drepa, þá megum við (sjókvíaeldismenn) setja tugi milljóna norskra eldisfiska í ótryggan og óöruggan búnað í sjó við strendur Íslands og ógna þannig tilvist villtra laxastofna. Ef fólk hættir að veiða lax ætla sjókvíaeldisiðnaðurinn þá að hætta að rækta lax í opnum sjókvíum? Höfundur er formaður NASF og starfandi lögmaður.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun