Dæmdur fyrir árás sem einungis hann sjálfur gat lýst Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2023 18:31 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða, sem er til húsa á Ísafirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir líkamsárás gagnvart öðrum manni. Brotaþoli árásarinnar kvaðst ekki muna eftir henni og þá mat dómurinn framburð vitnis ótrúverðugan. Þar af leiðandi var framburður ákærða í raun eina lýsingin á árásinni frá einstaklingi sem var viðstaddur atburðarásina. Málið varðar atvik sem átti sér stað við veitingastað í september í fyrra. Maðurinn var ákærður fyrir að slá annan mann með hnefahöggi þannig að hann féll í jörðina, og síðan fyrir að veita honum að minnsta kosti tvö högg í viðbót eftir að hann féll. Í ákæru segir að fyrir vikið hafi maðurinn hlotið þriggja sentímetra langan skurð fyrir ofan augabrún sem hafi þurft að sauma með fjórum sporum. Fyrir dóm sagði brotaþolinn muna að hann hafi verið á veitingastaðnum umrætt kvöld og kvaðst vera „drukkinn umfram það sem fólk sé þegar það sé á bar.“ „Hvísluleikur“ færðist yfir í átök Hann sagðist muna eftir því að hafa komið að tveimur mönnum og spurt þá „hvort það væri einhver hvísluleikur“. Hann sagðist þó ekki muna meira en það, nema eftir atvikum sem áttu sér stað eftir atburðarrásina sem málið varðar líkt og þegar hann var keyrður á sjúkrahús og þegar hann ræddi við lögreglu um málið. Brotaþolinn sagðist ekki átt neitt sökótt við árásarmanninn, í raun höfðu þeir ekki hist áður. Árásarmaðurinn lýsti því að hann og vinur sinn hafi staðið fyrir utan veitingastaðinn þegar brotaþolinn hafi komið að þeim og „verið með einhverja stæla“, og hann hafi sjálfur ekki „nennt þessu“. Hann hafi snúið sér frá brotaþolanum, en þá fengið högg í sig að aftan. Hann taldi að um spark væri að ræða, og sagðist hafa fallið við og skallað blómapott fyrir vikið. Hann hafi þá staðið upp og fengið högg í hnakkann frá brotaþola sem gerði sig líklegan til að ráðast á hann. Árásarmaðurinn segist þá hafa slegið brotaþola. Hann virtist ekki viss um hversu oft það var, en sagðist hafa hætt þegar brotaþolinn féll til jarðar. Hann sagðist síðan hafa yfirgefið staðinn í kjölfarið. Hann tók fram að hann hafi ekki átt upptökin að átökunum og gekk málsvörn hans út á að um neyðarvörn væri að ræða. Sagðist hafa logið Maðurinn sem var að ræða við árásarmanninn fyrir utan veitingastaðinn gaf jafnframt skýrslu fyrir dómi. Framburður hans passaði að miklu leiti við framburð árásarmannsins, en hann hélt því fram að hann hafi áður logið í skýrslutöku hjá lögreglu. Þar hafði hann sagt að árásarmaðurinn hafi slegið brotaþola tíu sinnum og á endanum hafi hann þurft að draga hinn ákærða af brotaþolanum. Hann sagði ástæðuna fyrir þessum framburði sínum vera að mikill pirringur hafi verið milli sín og árásarmannsins, en hann hafi síðan „fattað“ að hann þyrfti að segja satt og rétt frá. Dómurinn ákvað því að byggja ekki á framburði hans við úrvinnslu málsins. Líkt og áður segir var árásarmaðurinn því eina vitnið af atburðunum sem málið varðar. Niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands byggði á því að viðbrögð árásarmannsins hafi verið mun hættulegri en atlaga brotaþola gaf tilefni til. Vegna áverka brotaþola þótti dómnum „sýnt að hnefahögg ákærða hafi verið veitt af verulegu afli“ og þá hafi hann ekki hætt fyrr en brotaþolinn lág í jörðinni. „Eru ekki efni til annars en að telja það hafið yfir vafa að brotaþoli hafi við þetta misst meðvitund,“ segir í dómnum. Með broti sínu rauf maðurinn skilorð í annað sinn og þótti dómnum hæfilegt að dæma hann í fjögurra mánaða fangelsi. Þá er honum gert að greiða brotaþolanum 400 þúsund krónur, sem og málskostnað hans og málsvarnarlaun verjanda síns. Dómsmál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Málið varðar atvik sem átti sér stað við veitingastað í september í fyrra. Maðurinn var ákærður fyrir að slá annan mann með hnefahöggi þannig að hann féll í jörðina, og síðan fyrir að veita honum að minnsta kosti tvö högg í viðbót eftir að hann féll. Í ákæru segir að fyrir vikið hafi maðurinn hlotið þriggja sentímetra langan skurð fyrir ofan augabrún sem hafi þurft að sauma með fjórum sporum. Fyrir dóm sagði brotaþolinn muna að hann hafi verið á veitingastaðnum umrætt kvöld og kvaðst vera „drukkinn umfram það sem fólk sé þegar það sé á bar.“ „Hvísluleikur“ færðist yfir í átök Hann sagðist muna eftir því að hafa komið að tveimur mönnum og spurt þá „hvort það væri einhver hvísluleikur“. Hann sagðist þó ekki muna meira en það, nema eftir atvikum sem áttu sér stað eftir atburðarrásina sem málið varðar líkt og þegar hann var keyrður á sjúkrahús og þegar hann ræddi við lögreglu um málið. Brotaþolinn sagðist ekki átt neitt sökótt við árásarmanninn, í raun höfðu þeir ekki hist áður. Árásarmaðurinn lýsti því að hann og vinur sinn hafi staðið fyrir utan veitingastaðinn þegar brotaþolinn hafi komið að þeim og „verið með einhverja stæla“, og hann hafi sjálfur ekki „nennt þessu“. Hann hafi snúið sér frá brotaþolanum, en þá fengið högg í sig að aftan. Hann taldi að um spark væri að ræða, og sagðist hafa fallið við og skallað blómapott fyrir vikið. Hann hafi þá staðið upp og fengið högg í hnakkann frá brotaþola sem gerði sig líklegan til að ráðast á hann. Árásarmaðurinn segist þá hafa slegið brotaþola. Hann virtist ekki viss um hversu oft það var, en sagðist hafa hætt þegar brotaþolinn féll til jarðar. Hann sagðist síðan hafa yfirgefið staðinn í kjölfarið. Hann tók fram að hann hafi ekki átt upptökin að átökunum og gekk málsvörn hans út á að um neyðarvörn væri að ræða. Sagðist hafa logið Maðurinn sem var að ræða við árásarmanninn fyrir utan veitingastaðinn gaf jafnframt skýrslu fyrir dómi. Framburður hans passaði að miklu leiti við framburð árásarmannsins, en hann hélt því fram að hann hafi áður logið í skýrslutöku hjá lögreglu. Þar hafði hann sagt að árásarmaðurinn hafi slegið brotaþola tíu sinnum og á endanum hafi hann þurft að draga hinn ákærða af brotaþolanum. Hann sagði ástæðuna fyrir þessum framburði sínum vera að mikill pirringur hafi verið milli sín og árásarmannsins, en hann hafi síðan „fattað“ að hann þyrfti að segja satt og rétt frá. Dómurinn ákvað því að byggja ekki á framburði hans við úrvinnslu málsins. Líkt og áður segir var árásarmaðurinn því eina vitnið af atburðunum sem málið varðar. Niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands byggði á því að viðbrögð árásarmannsins hafi verið mun hættulegri en atlaga brotaþola gaf tilefni til. Vegna áverka brotaþola þótti dómnum „sýnt að hnefahögg ákærða hafi verið veitt af verulegu afli“ og þá hafi hann ekki hætt fyrr en brotaþolinn lág í jörðinni. „Eru ekki efni til annars en að telja það hafið yfir vafa að brotaþoli hafi við þetta misst meðvitund,“ segir í dómnum. Með broti sínu rauf maðurinn skilorð í annað sinn og þótti dómnum hæfilegt að dæma hann í fjögurra mánaða fangelsi. Þá er honum gert að greiða brotaþolanum 400 þúsund krónur, sem og málskostnað hans og málsvarnarlaun verjanda síns.
Dómsmál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira