Minnst milljarður á ári í hjólreiðainnviði Árni Sæberg skrifar 5. október 2023 19:23 Sérstakir hjólreiðastígar í Reykjavík eru orðnir 42 kílómetrar að lengd. Vísir/Vilhelm Staðan á hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021 til 2025 var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði í vikunni. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafa bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar samtals. Fjárfestingar í nýjum hjólreiðainnviðum í Reykjavík eiga að vera að lágmarki fimm milljarðar króna á tímabilinu. Þetta segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að margt spennandi sé á döfinni eins og nýjar hjólabrýr í Elliðaárdal, hjólaskápar fyrir kennara og æfingasvæði í Gufunesi. Reykjavíkurborg vinni markvisst að því lengja stígakerfi til hjólreiða, bæta aðstöðu til hjólreiða, sem hvetji börn til þess að hjóla í skólann. Hjólandi ætti að fjölga árlega Þá segir að í heildina fari hjólreiðar vaxandi sem samgöngmáti og þeim sem hjóla ætti að fjölga árlega miðað við bætta innviði. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafi bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar. Markmið um lengd hjólastíga árið 2025 sé fimmtíu kílómetar, 5.000 hjólastæði og að meira en 90 prósent íbúa í Reykjavík búi innan við 150 metra frá hjólastíg árið 2030. Ný hlaupahjólastæði hafi verið sett upp á árinu 2023, sem telji 790 stæði fyrir órafknúin hlaupahjól en skólastjórnendur hefðu óskað eftir því þar sem vandasamt hafi verið að geyma hjólin inni. Nú læsi krakkarnir þeim sjálf í stæðum sérstaklega ætluðum fyrir yngri kynslóðina. Lokið hafi verið við að uppfylla markmiðið að tuttugu prósent nemenda að meðaltali hafi stæði fyrir reiðhjól og hlaupahjól við nánast alla grunnskóla borgarinnar. Komin séu um 4.800 stæði í heildina við 37 grunnskóla í borginni. Ágústmánuður 2023 hafi komið vel út í hjólateljurum sem finna megi í borgarvefsjá. Samkvæmt ferðavenjukönnun árið 2022 hjóli sex prósent Reykvíkinga og tvö prósent ferðist um á rafhlaupahjólum, þá hafi fótgangandi einnig fjölgað. Stefna á hjólastíga til Keflavíkur Í tilkynningu segir að samtal sé hafið við Samtök sveitarfélaga Suðurnesja og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um gerð hjólastíga milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur. Þá hafi verið lokið við tvo af þremur áföngum úr hjólreiðaáætlun í Elliðaárdal ofan við Höfðabakkabrú og framundan sé útboð á þriðja áfanga sem tengi hjólastíginn alla leið að Breiðholtsbraut. Vinna sé hafin við undirbúning að gerð Pumptrack-hjólasvæði í Gufunesi sem æfingasvæði hjólreiða til að æfa jafnvægislist, fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þá sé gerð fjallahjólabrautar við Úlfarsfell. Hjólatyllum hafi fjölgað og þær sé nú fjórtán á sjö stöðum og muni fara fjölgandi. Markmiðið sé að settar verði upp tyllur á stöðum þar sem stöðva þarf á rauðu ljósi á hjólastíg. Hjólaskápar í Reykjavík séu tilraunaverkefni fyrir grunnskóla. Kennurum í tveimur skólum hafi staðið til boða að prófa og nýta þá, þannig sé komið til móts við skort á hjólageymslum fyrir starfsfólk grunnskólanna. Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar segir að margt spennandi sé á döfinni eins og nýjar hjólabrýr í Elliðaárdal, hjólaskápar fyrir kennara og æfingasvæði í Gufunesi. Reykjavíkurborg vinni markvisst að því lengja stígakerfi til hjólreiða, bæta aðstöðu til hjólreiða, sem hvetji börn til þess að hjóla í skólann. Hjólandi ætti að fjölga árlega Þá segir að í heildina fari hjólreiðar vaxandi sem samgöngmáti og þeim sem hjóla ætti að fjölga árlega miðað við bætta innviði. Tíu kílómetrar af sérstökum hjólastígum hafi bæst við frá árinu 2021 og eru þeir orðnir 42 kílómetrar. Markmið um lengd hjólastíga árið 2025 sé fimmtíu kílómetar, 5.000 hjólastæði og að meira en 90 prósent íbúa í Reykjavík búi innan við 150 metra frá hjólastíg árið 2030. Ný hlaupahjólastæði hafi verið sett upp á árinu 2023, sem telji 790 stæði fyrir órafknúin hlaupahjól en skólastjórnendur hefðu óskað eftir því þar sem vandasamt hafi verið að geyma hjólin inni. Nú læsi krakkarnir þeim sjálf í stæðum sérstaklega ætluðum fyrir yngri kynslóðina. Lokið hafi verið við að uppfylla markmiðið að tuttugu prósent nemenda að meðaltali hafi stæði fyrir reiðhjól og hlaupahjól við nánast alla grunnskóla borgarinnar. Komin séu um 4.800 stæði í heildina við 37 grunnskóla í borginni. Ágústmánuður 2023 hafi komið vel út í hjólateljurum sem finna megi í borgarvefsjá. Samkvæmt ferðavenjukönnun árið 2022 hjóli sex prósent Reykvíkinga og tvö prósent ferðist um á rafhlaupahjólum, þá hafi fótgangandi einnig fjölgað. Stefna á hjólastíga til Keflavíkur Í tilkynningu segir að samtal sé hafið við Samtök sveitarfélaga Suðurnesja og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um gerð hjólastíga milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkur. Þá hafi verið lokið við tvo af þremur áföngum úr hjólreiðaáætlun í Elliðaárdal ofan við Höfðabakkabrú og framundan sé útboð á þriðja áfanga sem tengi hjólastíginn alla leið að Breiðholtsbraut. Vinna sé hafin við undirbúning að gerð Pumptrack-hjólasvæði í Gufunesi sem æfingasvæði hjólreiða til að æfa jafnvægislist, fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þá sé gerð fjallahjólabrautar við Úlfarsfell. Hjólatyllum hafi fjölgað og þær sé nú fjórtán á sjö stöðum og muni fara fjölgandi. Markmiðið sé að settar verði upp tyllur á stöðum þar sem stöðva þarf á rauðu ljósi á hjólastíg. Hjólaskápar í Reykjavík séu tilraunaverkefni fyrir grunnskóla. Kennurum í tveimur skólum hafi staðið til boða að prófa og nýta þá, þannig sé komið til móts við skort á hjólageymslum fyrir starfsfólk grunnskólanna.
Reykjavík Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira