Sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins með minjasýningu Árni Sæberg og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 5. október 2023 22:42 Kolbrún Halldórsdóttir og Alexandra Ýr van Erven standa að sýningunni. Stöð 2 Bandalag háskólamanna og Landssamtök íslenskra stúdenta hafa tekið höndum saman og opnað sýninguna Mennt var máttur. Sýningunni er ætlað að sýna fram á mikilvægi námslánakerfisins. Á sýningunni er hægt að skoða minjar um týnd tímabil íslenskrar menntasögu. Þannig geta gestir skoðað námslánarisaeðluna, síðasta drenginn sem gat lesið sér til gagns og skuldaloftsteininn sem tortímdi fjölda námsgreina og skildi eftir sig slóð stórskuldugra námsmanna. Sýningin var opnuð í Safnahúsinu á Hverfisgötu í dag og fréttastofa kíkti í heimsókn. „Það sem við erum í rauninni að gera hérna er að við erum að draga upp mynd af því hvert íslenskt samfélag gæti stefnt ef íslensk stjórnvöld fara ekki að taka því alvarlega að fjármagna námslánakerfið almennilega. Því það að stúdentar komist í gegnum nám er auðvitað grunnforsenda þess að við verðum með háskólastéttir hérna í framtíðinni,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Hápólitískt mál Alexandra Ýr segir málið hápólitískt. Það snúist í grunninn um það að námslánakerfið sé jöfnunartól sem eigi að tryggja það að hver sem það kýs geti sótt sér menntun. „Svo er þetta auðvitað bara hagstjórn, þetta er fjárfestingartól. Þetta snýst um það að íslensk stjórnvöld ættu að fjárfesta í mannauðnum sínum.“ Þrjú prósent stúdenta þurfa að neita sér um mat heilan dag Á sýningunni má meðal annars sjá tóman disk og tómt glas, sem aðstandendur sýningarinnar segja táknræn fyrir stöðu stúdenta. „Við sjáum það í könnunum að þrjú prósent stúdenta hafa orðið að neita sér um mat í heilan dag og það segir sína sögu um framfærslu, þörfina á framfærslu, betri og aukinni framfærslu,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM. Hún segir að sýningin sé samstarfsverkefni BHM og LÍS þar sem málið sé vinnumarkaðsmál. „Við sjáum það á þessum spjöldum sem hér eru til sýnis, að við erum auðugt land með óvenjulágt menntunarstig. Það kemur í ljós í könnunum að 24 prósent Íslendinga sem eru á aldrinum 25 ára til 64 ára hafa einungis grunnskólamenntun. Og það er miklu, miklu hærra hlutfall heldur en í löndunum í kringum okkur.“ Skóla - og menntamál Háskólar Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Á sýningunni er hægt að skoða minjar um týnd tímabil íslenskrar menntasögu. Þannig geta gestir skoðað námslánarisaeðluna, síðasta drenginn sem gat lesið sér til gagns og skuldaloftsteininn sem tortímdi fjölda námsgreina og skildi eftir sig slóð stórskuldugra námsmanna. Sýningin var opnuð í Safnahúsinu á Hverfisgötu í dag og fréttastofa kíkti í heimsókn. „Það sem við erum í rauninni að gera hérna er að við erum að draga upp mynd af því hvert íslenskt samfélag gæti stefnt ef íslensk stjórnvöld fara ekki að taka því alvarlega að fjármagna námslánakerfið almennilega. Því það að stúdentar komist í gegnum nám er auðvitað grunnforsenda þess að við verðum með háskólastéttir hérna í framtíðinni,“ segir Alexandra Ýr van Erven, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. Hápólitískt mál Alexandra Ýr segir málið hápólitískt. Það snúist í grunninn um það að námslánakerfið sé jöfnunartól sem eigi að tryggja það að hver sem það kýs geti sótt sér menntun. „Svo er þetta auðvitað bara hagstjórn, þetta er fjárfestingartól. Þetta snýst um það að íslensk stjórnvöld ættu að fjárfesta í mannauðnum sínum.“ Þrjú prósent stúdenta þurfa að neita sér um mat heilan dag Á sýningunni má meðal annars sjá tóman disk og tómt glas, sem aðstandendur sýningarinnar segja táknræn fyrir stöðu stúdenta. „Við sjáum það í könnunum að þrjú prósent stúdenta hafa orðið að neita sér um mat í heilan dag og það segir sína sögu um framfærslu, þörfina á framfærslu, betri og aukinni framfærslu,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM. Hún segir að sýningin sé samstarfsverkefni BHM og LÍS þar sem málið sé vinnumarkaðsmál. „Við sjáum það á þessum spjöldum sem hér eru til sýnis, að við erum auðugt land með óvenjulágt menntunarstig. Það kemur í ljós í könnunum að 24 prósent Íslendinga sem eru á aldrinum 25 ára til 64 ára hafa einungis grunnskólamenntun. Og það er miklu, miklu hærra hlutfall heldur en í löndunum í kringum okkur.“
Skóla - og menntamál Háskólar Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira