Sótt að Biden vegna nýrra framkvæmda við landamæramúrinn Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2023 06:43 Joe Biden Bandaríkjaforseti barðist harkalega gegn byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í kosningabaráttunni 2020. AP Þingmenn bæði úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að stjórn hans tilkynnti að grænt ljós hefði verið gefið á framkvæmdir við byggingu nýs kafla af múrnum á landamærunum að Mexíkó. Umræddur kafli er rúmlega þrjátíu kílómetrar að lengd og að finna á strjálbýlu svæði í Texas. Forsetinn segir að hann „geti ekki“ stöðvað framkvæmdirnar þar sem fjármögnun þeirra hafi verið samþykkt árið 2019. Fulltrúar ráðuneytis heimavarnamála segja knýjandi þörf fyrir landamæramúrinn, en rúmlega 2,2 milljónir manna sem hafa reynt að smygla sér inn í Bandaríkin hafa verið handteknir það sem af er ári. Í frétt BBC segir að Biden sæti sífellt meiri gagnrýni vegna síhækkandi fjölda farandfólks í stórborgum á borð við New York. Er hann sagður hafa sofið á verðinum vegna stöðunnar á landamærunum að Mexíkó. Biden og bandarískir embættismenn benda á að tilkynnt hafi verið um fjármögnun framkvæmdanna í júní, en að fé hafi verið veitt til þeirra á fjárlagaárinu 2019, á þeim tíma til Donald Trump var forseti. Um er að ræða framkvæmdir á um 32 kílómetra kafla í Starr-sýslu, strjálbýlu landsvæði í Rio Grande-dalnum. Biden fullyrti árið 2020 að hann myndi ekki láta byggja eitt fet af nýjum landamæramúr, yrði hann kjörinn forseti. Þingmenn Demókrata, þau Henry Cuellar og Alexandria Ocasio-Cortez, eru í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt fyrirhugaðar framkvæmdir og hafa þau hvatt samflokksmann sinn, Biden forseta, til að snúa við málinu. Segja þau nauðsynlegt að líta frekar á rót vandans þegar kæmi að fólksflutningunum. Þessi „fjórtándu aldar lausn“, að reisa múr, væri ekki leið til að leysa 21. aldar vandamál. Repúblikanar hafa sömuleiðis gagnrýnt forsetann fyrir að það sem þeir telja algeran viðsnúning þegar kemur að málum sem hann barðist fyrir í kosningabaráttunni, en Biden barðist þar harkalega gegn byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Bandaríkin Joe Biden Mexíkó Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Forsetinn segir að hann „geti ekki“ stöðvað framkvæmdirnar þar sem fjármögnun þeirra hafi verið samþykkt árið 2019. Fulltrúar ráðuneytis heimavarnamála segja knýjandi þörf fyrir landamæramúrinn, en rúmlega 2,2 milljónir manna sem hafa reynt að smygla sér inn í Bandaríkin hafa verið handteknir það sem af er ári. Í frétt BBC segir að Biden sæti sífellt meiri gagnrýni vegna síhækkandi fjölda farandfólks í stórborgum á borð við New York. Er hann sagður hafa sofið á verðinum vegna stöðunnar á landamærunum að Mexíkó. Biden og bandarískir embættismenn benda á að tilkynnt hafi verið um fjármögnun framkvæmdanna í júní, en að fé hafi verið veitt til þeirra á fjárlagaárinu 2019, á þeim tíma til Donald Trump var forseti. Um er að ræða framkvæmdir á um 32 kílómetra kafla í Starr-sýslu, strjálbýlu landsvæði í Rio Grande-dalnum. Biden fullyrti árið 2020 að hann myndi ekki láta byggja eitt fet af nýjum landamæramúr, yrði hann kjörinn forseti. Þingmenn Demókrata, þau Henry Cuellar og Alexandria Ocasio-Cortez, eru í hópi þeirra sem hafa gagnrýnt fyrirhugaðar framkvæmdir og hafa þau hvatt samflokksmann sinn, Biden forseta, til að snúa við málinu. Segja þau nauðsynlegt að líta frekar á rót vandans þegar kæmi að fólksflutningunum. Þessi „fjórtándu aldar lausn“, að reisa múr, væri ekki leið til að leysa 21. aldar vandamál. Repúblikanar hafa sömuleiðis gagnrýnt forsetann fyrir að það sem þeir telja algeran viðsnúning þegar kemur að málum sem hann barðist fyrir í kosningabaráttunni, en Biden barðist þar harkalega gegn byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Bandaríkin Joe Biden Mexíkó Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira