Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2023 09:11 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir að fara frjálslega með ríkisleyndarmál. AP/Mary Altaffer Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu. Auðjöfurinn greindi svo fleirum frá upplýsingunum en alríkissaksóknarar sem starfa fyrir Jack Smith, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, hafa rætt við manninn, sem heitir Anthony Pratt. Samkvæmt frétt ABC News, sem sagði fyrst frá þessum ásökunum gegn Trump, mun Pratt hafa sagt blaðamönnum frá þessum upplýsingum, starfsmönnum sínum og erlendum erindrekum. Aðrir miðlar eins og New York Times hafa einnig heimildir fyrir því að málið sé til rannsóknar. Saksóknarar telja Pratt vera einn af rúmlega áttatíu manns sem getur borið vitni gegn Trump í dómsmálinu gegn forsetanum fyrrverandi vegna leynilegu skjalanna sem hann tók með sér til Mar-a-Lago og neitaði að afhenda til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar þess var krafist. Leyndarmál um kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn eru meðal þeirra mikilvægustu í Bandaríkjunum. Pratt er sagður hafa rætt við Trump í apríl 2021, þar sem þeir töluðu um kafbátaflota Bandaríkjanna, eins og þeir höfðu áður gert. Pratt lagði til að Ástralar ættu að kaupa kafbáta af Bandaríkjamönnum, sem þeir eru nú að gera. Við það er Trump sagður hafa hallað sér að Pratt og sagt honum nákvæmlega hve mörg kjarnorkuvopn bandarískir kjarnorkukafbátar bera og hversu nálægt þeir geta siglt að rússneskum kafbátum, án þess að komist upp um þá. Pratt mun svo hafa dreift þessum upplýsingum til að minnsta kosti 45 annarra. Saksóknarar eru taldir ætla að nota frásögn Pratt til að sýna fram á að Trump hafi farið lauslega með leynilegar upplýsingar og ríkisleyndarmál. Ástralski auðjöfurinn Anthony Pratt varð meðlmiur í sveitaklúbbi Trumps í Mar-a-Lago, skömmu eftir að sá síðarnefndi varð forseti.Getty/Martin Ollman Forsetinn fyrrverandi hefur áður opinberað ríkisleyndarmál til utanaðkomandi aðila. Eftir að hann rak James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, árið 2017, fundaði hann með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Washington. Á þeim fundi deildi Trump leynilegum upplýsingum um njósnir Ísraela gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Sjá einnig: CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Trump tísti einnig leynilegri mynd af eldflaugaskotpalli í Íran og þar að auki er hann sakaður um að hafa sýnt tveimur mönnum leynilegt skjal sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna gerði fyrir hann varðandi mögulegar árásir á Íran. Sjá einnig: Viðurkenndi á upptöku að gögnin væru leynileg ABC News hefur eftir heimildarmönnum sínum að Pratt hafi sagt áströlskum embættismönnum frá ummælum Trump til að sýna þeim að hann væri að reyna að hjálpa Áströlum varðandi samingaviðræður við ríkisstjórn Joe Biden, núverandi forseta, um að kaupa kjarnorkukafbáta af Bandaríkjunum. Ástralar og Bandaríkjamenn skrifuðu fyrr á árinu undir samkomulag um kaup á þremur Virgínu-kjarnorkukafbátum frá Bandaríkjunum. Þó þeir séu knúnir með kjarnorku mun enginn kafbátanna bera kjarnorkuvopn. Bandaríkin Donald Trump Ástralía Tengdar fréttir Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Dómari í New York hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að tjá sig ekki um starfsmenn dómstólsins eftir að Trump birti færslu á Truth Social þar sem hann gerði lítið úr einum þeirra. 4. október 2023 07:11 Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn. 3. október 2023 11:47 Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. 2. október 2023 21:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Auðjöfurinn greindi svo fleirum frá upplýsingunum en alríkissaksóknarar sem starfa fyrir Jack Smith, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, hafa rætt við manninn, sem heitir Anthony Pratt. Samkvæmt frétt ABC News, sem sagði fyrst frá þessum ásökunum gegn Trump, mun Pratt hafa sagt blaðamönnum frá þessum upplýsingum, starfsmönnum sínum og erlendum erindrekum. Aðrir miðlar eins og New York Times hafa einnig heimildir fyrir því að málið sé til rannsóknar. Saksóknarar telja Pratt vera einn af rúmlega áttatíu manns sem getur borið vitni gegn Trump í dómsmálinu gegn forsetanum fyrrverandi vegna leynilegu skjalanna sem hann tók með sér til Mar-a-Lago og neitaði að afhenda til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar þess var krafist. Leyndarmál um kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn eru meðal þeirra mikilvægustu í Bandaríkjunum. Pratt er sagður hafa rætt við Trump í apríl 2021, þar sem þeir töluðu um kafbátaflota Bandaríkjanna, eins og þeir höfðu áður gert. Pratt lagði til að Ástralar ættu að kaupa kafbáta af Bandaríkjamönnum, sem þeir eru nú að gera. Við það er Trump sagður hafa hallað sér að Pratt og sagt honum nákvæmlega hve mörg kjarnorkuvopn bandarískir kjarnorkukafbátar bera og hversu nálægt þeir geta siglt að rússneskum kafbátum, án þess að komist upp um þá. Pratt mun svo hafa dreift þessum upplýsingum til að minnsta kosti 45 annarra. Saksóknarar eru taldir ætla að nota frásögn Pratt til að sýna fram á að Trump hafi farið lauslega með leynilegar upplýsingar og ríkisleyndarmál. Ástralski auðjöfurinn Anthony Pratt varð meðlmiur í sveitaklúbbi Trumps í Mar-a-Lago, skömmu eftir að sá síðarnefndi varð forseti.Getty/Martin Ollman Forsetinn fyrrverandi hefur áður opinberað ríkisleyndarmál til utanaðkomandi aðila. Eftir að hann rak James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, árið 2017, fundaði hann með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Washington. Á þeim fundi deildi Trump leynilegum upplýsingum um njósnir Ísraela gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Sjá einnig: CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Trump tísti einnig leynilegri mynd af eldflaugaskotpalli í Íran og þar að auki er hann sakaður um að hafa sýnt tveimur mönnum leynilegt skjal sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna gerði fyrir hann varðandi mögulegar árásir á Íran. Sjá einnig: Viðurkenndi á upptöku að gögnin væru leynileg ABC News hefur eftir heimildarmönnum sínum að Pratt hafi sagt áströlskum embættismönnum frá ummælum Trump til að sýna þeim að hann væri að reyna að hjálpa Áströlum varðandi samingaviðræður við ríkisstjórn Joe Biden, núverandi forseta, um að kaupa kjarnorkukafbáta af Bandaríkjunum. Ástralar og Bandaríkjamenn skrifuðu fyrr á árinu undir samkomulag um kaup á þremur Virgínu-kjarnorkukafbátum frá Bandaríkjunum. Þó þeir séu knúnir með kjarnorku mun enginn kafbátanna bera kjarnorkuvopn.
Bandaríkin Donald Trump Ástralía Tengdar fréttir Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Dómari í New York hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að tjá sig ekki um starfsmenn dómstólsins eftir að Trump birti færslu á Truth Social þar sem hann gerði lítið úr einum þeirra. 4. október 2023 07:11 Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn. 3. október 2023 11:47 Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. 2. október 2023 21:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Dómari bannar Trump að tjá sig opinberlega um starfsmenn dómsins Dómari í New York hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að tjá sig ekki um starfsmenn dómstólsins eftir að Trump birti færslu á Truth Social þar sem hann gerði lítið úr einum þeirra. 4. október 2023 07:11
Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn. 3. október 2023 11:47
Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. 2. október 2023 21:54