Frú Ragnheiður á ferðinni í 14 ár Sólveig Gísladóttir skrifar 6. október 2023 12:01 14 ár eru liðin síðan sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar keyrðu af stað á fyrstu vakt verkefnisins, en nafnið Frú Ragnheiður er til heiðurs Ragnheiðar Guðmundsdóttur, sem var ein af stofnendum kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Fyrstu árin fór starfsemin fram í hjólhýsi sem keyrði um götur höfuðborgarsvæðisins tvö kvöld í viku. Síðan þá hefur verkefnið stækkað ört en í dag er það starfrækt á þremur stöðum á landinu; höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og á Suðurnesjum. Hjólhýsið heyrir sögunni til en þjónustan er í dag rekin í sérútbúnum bílum þar sem sjálfboðaliðar standa vaktina sex kvöld vikunnar og þjónusta árlega um 700 manns. Skaðaminnkandi hugmyndafræði leggur áherslu á að mæta einstaklingum á þeim stað sem þau eru með bæði skilning og virðingu að leiðarljósi og veita notendamiðaða þjónustu. Þannig hafa þau sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar tekið þátt í þróun og mótun verkefnisins í gegnum árin. Frú Ragnheiður þjónustar bæði stóran og fjölbreyttan hóp þar sem flest eiga það sameiginlegt að kljást við þungan og flókinn vímuefnavanda og/eða heimilisleysi. Samfélagið hefur í gegnum árin átt erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd að á litla Íslandi séu einstaklingar sem glíma við vanda sem þennan og hefur oft og tíðum lokað augum sínum gagnvart þeim og um leið ýtt hópnum út á jaðar samfélagsins. Hræðsla og fordómar virðast oft hafa fengið að stýra ferðinni en náungakærleikur og mannúð hafa orðið eftir eða gleymst — en flest þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar tala reglulega um að upplifa sig sjaldan eða aldrei samþykkt af samfélaginu. Eitt meginmarkmið Frú Ragnheiðar hefur frá upphafi verið að fólk upplifi einmitt þennan náungakærleika og mannúð en það er magnað að heyra fólk tala um það traust og öryggi sem myndast hefur aftan í sendiferðabíl. Traust og öryggi sem byggt er á hlustun, skilningi og fordómalausu viðmóti sjálfboðaliða. Skaðaminnkun hefur hægt og rólega rutt sér til rúms, samfélagið um leið orðið skilningsríkara gagnvart stöðu þeirra einstaklinga sem glíma við vímuefnavanda og heimilisleysi og æ fleiri gera sér grein fyrir gagnsemi skaðaminnkandi nálgunar. Undanfarið hefur borið meira á að einstaklingar sem tilheyra þessum jaðarsetta hópi hafa stigið fram, látið í sér heyra og barist fyrir sínu plássi og tilverurétti. Að þeirra þörfum sé mætt og þau fái nauðsynlega þjónustu eins og önnur, þrátt fyrir vímuefnanotkun sína. Einstaklingar hafa stigið fram í fjölmiðlum og sýnt skýrt fram á það mikla úrræðaleysi sem þau standa frammi fyrir og þá einkum sára vöntun á starfandi neyslurými í landinu. Staðan í dag er nefnilega sú að þau sem glíma við heimilisleysi hafa í fá hús að venda yfir daginn og þar með engan öruggan stað til að vera á né stað til að nota vímuefnin sín. Þau neyðast til að berskjalda sig í almenningsrýmum og nota þar vímuefni í ótryggum og óhreinum aðstæðum. Líkt og í Frú Ragnheiði, þar sem notendamiðuð þjónusta og notendasamráð hefur verið haft að leiðarljósi í 14 ár, skulum við hlusta á rödd þeirra sem þurfa brýnast á þjónustunni að halda og opna staðbundið, varanlegt neyslurými sem allra fyrst. Við hlökkum til að þróa skaðaminnkandi þjónustu enn frekar á komandi árum og þökkum um leið það traust sem notendur þjónustu Frú Ragnheiðar hafa sýnt okkur daglega síðastliðin 14 ár. Sjálfboðaliðum verkefnisins þökkum við sérstaklega fyrir að standa alltaf vaktina og samfélaginu fyrir ómetanlegan stuðning. Bjartsýn lítum við fram á veginn og á komandi ár. Áfram skaðaminnkun! Höfundur er verkefnastýra í Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins á Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
14 ár eru liðin síðan sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar keyrðu af stað á fyrstu vakt verkefnisins, en nafnið Frú Ragnheiður er til heiðurs Ragnheiðar Guðmundsdóttur, sem var ein af stofnendum kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Fyrstu árin fór starfsemin fram í hjólhýsi sem keyrði um götur höfuðborgarsvæðisins tvö kvöld í viku. Síðan þá hefur verkefnið stækkað ört en í dag er það starfrækt á þremur stöðum á landinu; höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og á Suðurnesjum. Hjólhýsið heyrir sögunni til en þjónustan er í dag rekin í sérútbúnum bílum þar sem sjálfboðaliðar standa vaktina sex kvöld vikunnar og þjónusta árlega um 700 manns. Skaðaminnkandi hugmyndafræði leggur áherslu á að mæta einstaklingum á þeim stað sem þau eru með bæði skilning og virðingu að leiðarljósi og veita notendamiðaða þjónustu. Þannig hafa þau sem nýta sér þjónustu Frú Ragnheiðar tekið þátt í þróun og mótun verkefnisins í gegnum árin. Frú Ragnheiður þjónustar bæði stóran og fjölbreyttan hóp þar sem flest eiga það sameiginlegt að kljást við þungan og flókinn vímuefnavanda og/eða heimilisleysi. Samfélagið hefur í gegnum árin átt erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd að á litla Íslandi séu einstaklingar sem glíma við vanda sem þennan og hefur oft og tíðum lokað augum sínum gagnvart þeim og um leið ýtt hópnum út á jaðar samfélagsins. Hræðsla og fordómar virðast oft hafa fengið að stýra ferðinni en náungakærleikur og mannúð hafa orðið eftir eða gleymst — en flest þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar tala reglulega um að upplifa sig sjaldan eða aldrei samþykkt af samfélaginu. Eitt meginmarkmið Frú Ragnheiðar hefur frá upphafi verið að fólk upplifi einmitt þennan náungakærleika og mannúð en það er magnað að heyra fólk tala um það traust og öryggi sem myndast hefur aftan í sendiferðabíl. Traust og öryggi sem byggt er á hlustun, skilningi og fordómalausu viðmóti sjálfboðaliða. Skaðaminnkun hefur hægt og rólega rutt sér til rúms, samfélagið um leið orðið skilningsríkara gagnvart stöðu þeirra einstaklinga sem glíma við vímuefnavanda og heimilisleysi og æ fleiri gera sér grein fyrir gagnsemi skaðaminnkandi nálgunar. Undanfarið hefur borið meira á að einstaklingar sem tilheyra þessum jaðarsetta hópi hafa stigið fram, látið í sér heyra og barist fyrir sínu plássi og tilverurétti. Að þeirra þörfum sé mætt og þau fái nauðsynlega þjónustu eins og önnur, þrátt fyrir vímuefnanotkun sína. Einstaklingar hafa stigið fram í fjölmiðlum og sýnt skýrt fram á það mikla úrræðaleysi sem þau standa frammi fyrir og þá einkum sára vöntun á starfandi neyslurými í landinu. Staðan í dag er nefnilega sú að þau sem glíma við heimilisleysi hafa í fá hús að venda yfir daginn og þar með engan öruggan stað til að vera á né stað til að nota vímuefnin sín. Þau neyðast til að berskjalda sig í almenningsrýmum og nota þar vímuefni í ótryggum og óhreinum aðstæðum. Líkt og í Frú Ragnheiði, þar sem notendamiðuð þjónusta og notendasamráð hefur verið haft að leiðarljósi í 14 ár, skulum við hlusta á rödd þeirra sem þurfa brýnast á þjónustunni að halda og opna staðbundið, varanlegt neyslurými sem allra fyrst. Við hlökkum til að þróa skaðaminnkandi þjónustu enn frekar á komandi árum og þökkum um leið það traust sem notendur þjónustu Frú Ragnheiðar hafa sýnt okkur daglega síðastliðin 14 ár. Sjálfboðaliðum verkefnisins þökkum við sérstaklega fyrir að standa alltaf vaktina og samfélaginu fyrir ómetanlegan stuðning. Bjartsýn lítum við fram á veginn og á komandi ár. Áfram skaðaminnkun! Höfundur er verkefnastýra í Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins á Íslands.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar