Faðir sem ógnaði ítrekað lífi eiginkonu og barna sinna fær mildari dóm Jón Þór Stefánsson skrifar 6. október 2023 16:40 Landsréttur dæmdi manninn í átján mánaða fangelsi, en í héraði hafði hann fengið tveggja ára dóm. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm yfir karlmanni sem hefur verið sakfelldur fyrir stórfelld brot gegn þáverandi eiginkonu sinni og tveimur börnum. Í Héraðsdómi Reykaness hlaut maðurinn tveggja ára fangelsisdóm, en Landsréttur dæmir hann til að sæta átján mánaða fangelsisvist. Jafnframt voru miskabæturnar sem manninum er gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni lækkaðar úr 3,5 milljónum niður í 2,5 milljónir. Miskabætur til barnanna voru óbreyttar, en þær voru 2,5 milljónir annars vegar og 1,5 milljón hins vegar. Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað frá árinu 2012 til 2020 og voru ákæruliðirnir þrettán talsins. Í ákærunni er margendurteknum ofbeldisbrotum mannsins lýst, en þau beindust að þáverandi eiginkonu hans, syni og dóttur. Þá fann móðir konunnar einnig fyrir ofbeldinu. Meinaði eiginkonu sinni að fara Ein lýsingin í ákærunni varðar brot sem átti sér stað í febrúar 2013, þegar maðurinn hrinti konunni þegar hún stóð upp úr sófa á heimili þeirra. Í kjölfarið hafi konan ætlað að yfirgefa heimilið, en hann svipt hana frelsi sínu, ýtt henni inn í svefnherbergi þeirra þar sem hann beitti henni líkamlegu ofbeldi á ýmsa vegu. Til dæmis með barsmíðum og með því að lemja höfði hennar ítrekað í rúm þeirra. Jafnframt er að finna lýsingar á ofbeldi mannsins þar sem hann misþyrmdi börnum sínum tveimur með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Jafnframt kemur fram að börnin hafi verið stundum verið viðstödd þegar faðirinn beitti aðra fjölskyldumeðlimi ofbeldi. Ógnaði lífi þeirra ítrekað Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ítrekað og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu fjölskyldumeðlima sinna með ofbeldi sínu. Þáverandi eiginkona hans og börn hafi lifað við ógnarástand innan veggja heimilis síns í um tvö ár. Í dómnum segir að það sé langur tími fyrir þann sem verður fyrir ofbeldinu og því hafi faðirinn „misnotað freklega yfirburðastöðu sína í ljósi þess að hann hélt þáverandi eiginkonu sinni, móður hennar og tveimur börnum, í þessu ógnarástandi.“ Líkt og áður segir var dómurinn yfir manninum mildaður, úr tveimur árum yfir í átján mánuði. Í dómi Landsréttar er ekki farið sérstaklega yfir þá ákvörðun, en vísað er til dómaframkvæmdar. Þá voru miskabætur til fyrrverandi eiginkonunnar lækkaðar, en að öðru leiti var dómur héraðsdóms staðfestur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Jafnframt voru miskabæturnar sem manninum er gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni lækkaðar úr 3,5 milljónum niður í 2,5 milljónir. Miskabætur til barnanna voru óbreyttar, en þær voru 2,5 milljónir annars vegar og 1,5 milljón hins vegar. Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað frá árinu 2012 til 2020 og voru ákæruliðirnir þrettán talsins. Í ákærunni er margendurteknum ofbeldisbrotum mannsins lýst, en þau beindust að þáverandi eiginkonu hans, syni og dóttur. Þá fann móðir konunnar einnig fyrir ofbeldinu. Meinaði eiginkonu sinni að fara Ein lýsingin í ákærunni varðar brot sem átti sér stað í febrúar 2013, þegar maðurinn hrinti konunni þegar hún stóð upp úr sófa á heimili þeirra. Í kjölfarið hafi konan ætlað að yfirgefa heimilið, en hann svipt hana frelsi sínu, ýtt henni inn í svefnherbergi þeirra þar sem hann beitti henni líkamlegu ofbeldi á ýmsa vegu. Til dæmis með barsmíðum og með því að lemja höfði hennar ítrekað í rúm þeirra. Jafnframt er að finna lýsingar á ofbeldi mannsins þar sem hann misþyrmdi börnum sínum tveimur með líkamlegu og andlegu ofbeldi. Jafnframt kemur fram að börnin hafi verið stundum verið viðstödd þegar faðirinn beitti aðra fjölskyldumeðlimi ofbeldi. Ógnaði lífi þeirra ítrekað Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi ítrekað og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu fjölskyldumeðlima sinna með ofbeldi sínu. Þáverandi eiginkona hans og börn hafi lifað við ógnarástand innan veggja heimilis síns í um tvö ár. Í dómnum segir að það sé langur tími fyrir þann sem verður fyrir ofbeldinu og því hafi faðirinn „misnotað freklega yfirburðastöðu sína í ljósi þess að hann hélt þáverandi eiginkonu sinni, móður hennar og tveimur börnum, í þessu ógnarástandi.“ Líkt og áður segir var dómurinn yfir manninum mildaður, úr tveimur árum yfir í átján mánuði. Í dómi Landsréttar er ekki farið sérstaklega yfir þá ákvörðun, en vísað er til dómaframkvæmdar. Þá voru miskabætur til fyrrverandi eiginkonunnar lækkaðar, en að öðru leiti var dómur héraðsdóms staðfestur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira