Chelsea fór illa með Burnley 7. október 2023 16:00 Chelsea vann góðan sigur í dag. EPA-EFE/DAVID CLIFF Chelsea vann sinn þriðja leik í röð í öllum keppnum er liðið heimsótti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Það voru hins vegar heimamenn í Burnley sem komust yfir með marki frá Wilson Odobert strax á 15. mínútu áður en Ameen Al Dakhil varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net á 42. mínútu og jafna þar með metin fyrir Chelsea. Cole Palmer kom gestunum í Chelsea svo yfir með marki úr vítaspyrnu á 49. mínútu, en mörk frá Raheem Sterling og varamanninum Nicolas Jackson gulltryggðu öruggan 4-1 sigur Chelsea. Chelsea er nú með ellefu stig í tíunda sæti deildarinnar þegar liðið hefur leikið átta leiki, en Burnley situr sem fastast í 18. sæti með fjögur stig. Enski boltinn Fótbolti
Chelsea vann sinn þriðja leik í röð í öllum keppnum er liðið heimsótti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Það voru hins vegar heimamenn í Burnley sem komust yfir með marki frá Wilson Odobert strax á 15. mínútu áður en Ameen Al Dakhil varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net á 42. mínútu og jafna þar með metin fyrir Chelsea. Cole Palmer kom gestunum í Chelsea svo yfir með marki úr vítaspyrnu á 49. mínútu, en mörk frá Raheem Sterling og varamanninum Nicolas Jackson gulltryggðu öruggan 4-1 sigur Chelsea. Chelsea er nú með ellefu stig í tíunda sæti deildarinnar þegar liðið hefur leikið átta leiki, en Burnley situr sem fastast í 18. sæti með fjögur stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti