Körfubolti

KR vann fyrsta leik sinn í 1.deildinni

Dagur Lárusson skrifar
Veigar Áki í leik á síðasta tímabili, hann var með 13 stig í kvöld.
Veigar Áki í leik á síðasta tímabili, hann var með 13 stig í kvöld. Vísir/Vilhelm

KR nældi í tvö stig í sínum fyrsta leik í 1.deildinni í körfubolta í kvöld er liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi

Það var Skallagrímur sem var með frumkvæðið í byrjun leiks en í í fyrsta leikhluta náði liðið mest níu stiga forystu í stöðunni 18-9 en það var þá þar sem KR-ingar vöknuðu og minnkuðu forskot Skallagríms jafnt og þétt. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-18.

Í öðrum leikhluta var hart barist og náðu Skallagríms menn að ríghalda í forystu sína til að byrja með en þegar leið á seinni hluta leikhlutans voru það KR-ingar sem voru betri og fóru í hálfleikinn með forystuna, staðan 40-44.

Leikurinn var einnig hnífjafn í þriðja og fjórða leikhluta en alltaf náði KR að vera skrefi á undan og landaði að lokum sigri 81-87.

Stigahæstur hjá KR var Troy Dylan Craknell með sextán stig en stigahæstur hjá Skallagrím var Björgvin Hafþór Ríkharðsson með sautján stig.

Öll úrslit kvöldsins

  • Snæfell 93-90 Þór Akureyri
  • Ármann 73-87 Selfoss
  • ÍA 84-74 Hrunamenn
  • ÍR 92-70 Þróttur Vogum
  • Fjölnir 101-93 Sindri



Fleiri fréttir

Sjá meira


×