Fótbolti

Endurkomusigur Dortmund kom liðinu í annað sæti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dortmund vann góðan sigur í dag.
Dortmund vann góðan sigur í dag. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Borussia Dortmund vann góðan 4-2 endurkomusigur er liðið tók á móti Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu í dag.

Niclas Fullkrug kom heimamönnum í Dortmund yfir strax á sjöundu mínútu áður en Robin Gosens jafnaði metin fyrir Union aðeins tveimur mínútum síðar.

Það var svo reynsluboltinn Leonardo Bonucci sem sá til þess að gestirnir frá berlin fóru með forystu inn í hálfleikinn með marki úr vítaspyrnu eftir hálftíma leik og staðan því 1-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Nico Schlotterbeck jafnaði hins vegar metin fyrir Dortmund snemma í síðari hálfleik áður en Julian Brandt kom heimamönnum yfir með marki á 54. mínútu. Julian Ryerson gulltryggði svo sigur liðsins með marki á 7q. mínútu og niðurstaðan því 4-2 sigur Dortmund.

Dortmund lyfti sér þar með í annað sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, en liðið er nú með 17 stig eftir sjö leiki, einu stigi minna en topplið Stuttgart sem vann 3-1 sigur gegn Wolfsburg í dag.

Union Berlin situr hins vegar í 13. sæti með sex stig og hefur tapað fimm leikjum í röð.

Önnur úrslit:

Augsburg 1-2 Darmstadt

RB Leipzig 0-0 Bochum

Stuttgart 3-1 Wolfsburg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×