Sigtryggur Daði Rúnarsson var markahæstur hjá Eyjamönnum með sjö mörk en Sveinn Jose Rivera kom næstur með sex mörk og Arnór Viðarsson og Daniel Esteves Vieira bættu fjórum mörkum við í sarpinn hjá heimamönnum.
Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur hjá KA-mönnum með sex mörk, Ott Varik lagði fimm mörk á vogarskálina og Magnús Dagur Jónatansson, Skarphéðinn Ívar Einarsson og Einar Rafn Eiðsson fjórum.
ÍBV, KA og Haukar hafa sex stig hvert lið í fjórða til sjötta sæti deildarinnar en FH og Afturelding eru þar fyrir ofan með átta stig og Valur trónir svo á toppnum með 10 stig.