Minnst 180 farist og talið að fleiri muni finnast Eiður Þór Árnason skrifar 7. október 2023 22:41 Loftmynd af Herat-héraði í Afganistan sem fór illa út úr náttúruhamförunum. AP/Rodrigo Abd Nærri 200 hafa farist í tveimur öflugum jarðskjálftum sem riðu yfir Afganistan í dag. Skjálftarnir mældust 6,3 að stærð og fylgdu minnst sjö kröftugir eftirskjálftar í kjölfarið. Þetta er í annað skiptið á innan við einu og hálfu ári sem öflugir jarðskjálftar skekja landið. Minnst 180 manns hafa farist og um 600 særst, samkvæmt upplýsingum frá yfirmanni sjúkrahúss í Herat-héraði í vesturhluta landsins sem fór hvað verst út úr skjálftahrinunni. New York Times greinir frá þessu en gert er ráð fyrir að tölurnar muni hækka eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðum miðar áfram. Ríkisstjórn Talibana hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu þar sem hætta er talin á því að fleiri eftirskjálftar fylgi. Rúmt ár síðan yfir þúsund fórust í skjálfta Um tólf þorp í Zinda Jan-héraðinu eru sögð gjöreyðilögð og 600 einstaklingar þar verið færðir undan húsarústum. Myndskeið sem birtust á samfélagsmiðlum sýna hundruð manna yfirgefa heimili og skrifstofuhúsnæði í snarhasti í borginni Herat, af ótta við að byggingarnar myndu hrynja í átökunum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi tólf sjúkrabíla á dreifbýlli svæði í Herat-héraði til að aðstoða við aðgerðir. Stjórnvöld í Afganistan hafa gert hermönnum og viðbragðsaðilum að forgangsraða svæðum sem fundu vel fyrir skjálftunum, veita mataraðstoð og setja upp skýli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Náttúruhamfararinnar í dag fylgja á eftir mannskæðum flóðum og jarðskjálftum sem hafa hrjáð íbúa landsins síðustu ár. Í júní í fyrra reið jarðskjálfti að stærð 5,9 yfir suðausturhluta Afganistan með þeim afleiðingum að yfir eitt þúsund fórust og um 1.600 aðrir særðust. Afganistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fimmtán látnir hið minnsta í öflugum skjálfta Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan klukkan 11 að staðartíma. Samkvæmt fyrstu mælingum er skjálftinn 6,3 að stærð. 7. október 2023 17:14 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Minnst 180 manns hafa farist og um 600 særst, samkvæmt upplýsingum frá yfirmanni sjúkrahúss í Herat-héraði í vesturhluta landsins sem fór hvað verst út úr skjálftahrinunni. New York Times greinir frá þessu en gert er ráð fyrir að tölurnar muni hækka eftir því sem leitar- og björgunaraðgerðum miðar áfram. Ríkisstjórn Talibana hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu þar sem hætta er talin á því að fleiri eftirskjálftar fylgi. Rúmt ár síðan yfir þúsund fórust í skjálfta Um tólf þorp í Zinda Jan-héraðinu eru sögð gjöreyðilögð og 600 einstaklingar þar verið færðir undan húsarústum. Myndskeið sem birtust á samfélagsmiðlum sýna hundruð manna yfirgefa heimili og skrifstofuhúsnæði í snarhasti í borginni Herat, af ótta við að byggingarnar myndu hrynja í átökunum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi tólf sjúkrabíla á dreifbýlli svæði í Herat-héraði til að aðstoða við aðgerðir. Stjórnvöld í Afganistan hafa gert hermönnum og viðbragðsaðilum að forgangsraða svæðum sem fundu vel fyrir skjálftunum, veita mataraðstoð og setja upp skýli fyrir fólk sem hefur misst heimili sín. Náttúruhamfararinnar í dag fylgja á eftir mannskæðum flóðum og jarðskjálftum sem hafa hrjáð íbúa landsins síðustu ár. Í júní í fyrra reið jarðskjálfti að stærð 5,9 yfir suðausturhluta Afganistan með þeim afleiðingum að yfir eitt þúsund fórust og um 1.600 aðrir særðust.
Afganistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fimmtán látnir hið minnsta í öflugum skjálfta Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan klukkan 11 að staðartíma. Samkvæmt fyrstu mælingum er skjálftinn 6,3 að stærð. 7. október 2023 17:14 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fimmtán látnir hið minnsta í öflugum skjálfta Að minnsta kosti fimmtán létu lífið í jarðskjálfta í Afganistan klukkan 11 að staðartíma. Samkvæmt fyrstu mælingum er skjálftinn 6,3 að stærð. 7. október 2023 17:14