Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. október 2023 23:12 Frá mótmælunum í Þorlákshöfn í dag. Steven Wall Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta í Ölfusi segir dularfullt hver beri ábyrgð á því að verktaki hóf að sturta vikri og grjóti í höfnina við Þorlákshöfn fyrir klukkan átta í morgun. Ekki sé komið framkvæmdarleyfi fyrir fyrirhuguðum landfyllingum. „Það er ekki búið að veita leyfi fyrir þessari framkvæmd. Hún er ekki búin að fara alla leið í stjórnsýslukerfinu,“ segir Ása, og útskýrir að búið sé að auglýsa breytingu á deiliskipulagi en síðan þá hafi hún ekki komið aftur á borð bæjarstjórnar. „Það á eftir að fjalla um hana með tilliti til þeirra umsagna sem komu, meðal annars frá Brimbrettafélaginu og frá Umhverfisstofnun,“ segir Ása. Hún segir málið grafalvarlegt. „Þetta er ekki í umboði framkvæmda- og hafnarnefndar, sem hefur ekki tekið málið upp að nýju eftir að það kom úr auglýsingu.“ Hún segir formann framkvæmda- og hafnarnefndar ekki hafa vitað að til stæði að hefja framkvæmdirnar í dag. „Við vitum ekki hver hefur gefið fyrirskipan um að byja á þessari landfyllingu. Þetta er alvarlegt mál og það þarf að koma til botns í því hvers vegna þetta æxlaðist svona,“ segir Ása. „Þetta eru alls ekki vinnubrögð sem sveitarfélag getur staðið fyrir, “ bætir hún við. Gagnrýnir framkvæmdirnar Ása segir jákvætt hve mikil uppbygging og framkvæmdir eru í bænum en engu að síður sé náttúran að gjalda fyrir. Hún vekur athygli á áliti sem Umhverfisstofnun sendi bæjarstjórn vegna málsins: „Að mati umhverfisstofnunar er uppbygging á svæðinu farin að hafa áhrif á útivistargildi svæðisins, sem er meðal annars vinsælt fyrir brimbrettaiðkun og er því farin að hafa áhrif á svæðið, sem er á náttúruminjaskrá.“ Svæðið sé einstakt á heimsvísu fyrir brimbrettaiðkendur og því nauðsynlegt að standa vörð um það. „Ég vona að meiri hlutinn horfi á þetta út frá hagsmunum náttúrunnar og útivistarsvæðis þegar kemur að því að taka ákvörðun um þetta,“ segir Ása að lokum. Brimbrettaiðkendur mótmæltu Elín Signý Ragnarsdóttir og Atli Guðbrandsson stjórnarmeðlimir Brimbrettafélags Íslands eru meðal þeirra sem mættu til Þorlákshafnar í dag og mótmæltu. Þau segja framkvæmdirnar ógna brimbrettamenningu á Íslandi, að höfnin í Þorlákshöfn sé besta aðstaðan til brimbrettaiðkunar á landinu. „Klukkan sjö í morgun er einn meðlimur [Brimbrettasambandsins] mættur og sér trukkana ryðja steinum og vikri út í sjói. Og síðast þegar ég tékkaði þá voru lög í landinu sem segja að það sé bannað,“ segir Atli í samtali við Vísi. Iðkendur flykktust því til Þorlákshafnar til að athuga málin. „Það er búið að fylla ansi mikið upp í á þessum stutta tíma, og við höfum strax samband við bæjarstjórann sem virtist ekkert kannast við málið,“ segir Elín. Að þeirra sögn stöðvaði Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss framkvæmdina í kjölfarið. „Þetta er okkar aðalstaður. Og ef þessi staður eyðileggst þá finnst mér frekar líklegt að þessi íþrótt deyi bara út. Það verður allavega lítið af nýliðum,“ segir Atli. Elín segir framkvæmdirnar þegar hafa haft áhrif á ölduganginn við höfnina. Til að mynda brotni aldan nú mun nær grjótinu sem skapar hættu fyrir brimbrettaiðkendurna. Loks vekur Atli athygli á því að félagið hafi áður átt í samskiptum við sveitarfélagið og sent inn tillögu vegna málsins í von um að þau kæmu til móts við þau, en ekki fengið svör. „Við teljum að hún myndi hafa jákvæð áhrif á framkvæmdina hér. Þeir geta alveg hliðrað til með tilliti til þess sem við erum að segja.“ Skömmu eftir að mótmælendur yfirgáfu svæðið hófust framkvæmdirnar að nýju. Nú kveðst Brimbrettafélagið kæra framkvæmdina. Þetta staðfestir Elín í samtali við fréttastofu. Ölfus Sveitarstjórnarmál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi í minnihluta í Ölfusi segir dularfullt hver beri ábyrgð á því að verktaki hóf að sturta vikri og grjóti í höfnina við Þorlákshöfn fyrir klukkan átta í morgun. Ekki sé komið framkvæmdarleyfi fyrir fyrirhuguðum landfyllingum. „Það er ekki búið að veita leyfi fyrir þessari framkvæmd. Hún er ekki búin að fara alla leið í stjórnsýslukerfinu,“ segir Ása, og útskýrir að búið sé að auglýsa breytingu á deiliskipulagi en síðan þá hafi hún ekki komið aftur á borð bæjarstjórnar. „Það á eftir að fjalla um hana með tilliti til þeirra umsagna sem komu, meðal annars frá Brimbrettafélaginu og frá Umhverfisstofnun,“ segir Ása. Hún segir málið grafalvarlegt. „Þetta er ekki í umboði framkvæmda- og hafnarnefndar, sem hefur ekki tekið málið upp að nýju eftir að það kom úr auglýsingu.“ Hún segir formann framkvæmda- og hafnarnefndar ekki hafa vitað að til stæði að hefja framkvæmdirnar í dag. „Við vitum ekki hver hefur gefið fyrirskipan um að byja á þessari landfyllingu. Þetta er alvarlegt mál og það þarf að koma til botns í því hvers vegna þetta æxlaðist svona,“ segir Ása. „Þetta eru alls ekki vinnubrögð sem sveitarfélag getur staðið fyrir, “ bætir hún við. Gagnrýnir framkvæmdirnar Ása segir jákvætt hve mikil uppbygging og framkvæmdir eru í bænum en engu að síður sé náttúran að gjalda fyrir. Hún vekur athygli á áliti sem Umhverfisstofnun sendi bæjarstjórn vegna málsins: „Að mati umhverfisstofnunar er uppbygging á svæðinu farin að hafa áhrif á útivistargildi svæðisins, sem er meðal annars vinsælt fyrir brimbrettaiðkun og er því farin að hafa áhrif á svæðið, sem er á náttúruminjaskrá.“ Svæðið sé einstakt á heimsvísu fyrir brimbrettaiðkendur og því nauðsynlegt að standa vörð um það. „Ég vona að meiri hlutinn horfi á þetta út frá hagsmunum náttúrunnar og útivistarsvæðis þegar kemur að því að taka ákvörðun um þetta,“ segir Ása að lokum. Brimbrettaiðkendur mótmæltu Elín Signý Ragnarsdóttir og Atli Guðbrandsson stjórnarmeðlimir Brimbrettafélags Íslands eru meðal þeirra sem mættu til Þorlákshafnar í dag og mótmæltu. Þau segja framkvæmdirnar ógna brimbrettamenningu á Íslandi, að höfnin í Þorlákshöfn sé besta aðstaðan til brimbrettaiðkunar á landinu. „Klukkan sjö í morgun er einn meðlimur [Brimbrettasambandsins] mættur og sér trukkana ryðja steinum og vikri út í sjói. Og síðast þegar ég tékkaði þá voru lög í landinu sem segja að það sé bannað,“ segir Atli í samtali við Vísi. Iðkendur flykktust því til Þorlákshafnar til að athuga málin. „Það er búið að fylla ansi mikið upp í á þessum stutta tíma, og við höfum strax samband við bæjarstjórann sem virtist ekkert kannast við málið,“ segir Elín. Að þeirra sögn stöðvaði Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss framkvæmdina í kjölfarið. „Þetta er okkar aðalstaður. Og ef þessi staður eyðileggst þá finnst mér frekar líklegt að þessi íþrótt deyi bara út. Það verður allavega lítið af nýliðum,“ segir Atli. Elín segir framkvæmdirnar þegar hafa haft áhrif á ölduganginn við höfnina. Til að mynda brotni aldan nú mun nær grjótinu sem skapar hættu fyrir brimbrettaiðkendurna. Loks vekur Atli athygli á því að félagið hafi áður átt í samskiptum við sveitarfélagið og sent inn tillögu vegna málsins í von um að þau kæmu til móts við þau, en ekki fengið svör. „Við teljum að hún myndi hafa jákvæð áhrif á framkvæmdina hér. Þeir geta alveg hliðrað til með tilliti til þess sem við erum að segja.“ Skömmu eftir að mótmælendur yfirgáfu svæðið hófust framkvæmdirnar að nýju. Nú kveðst Brimbrettafélagið kæra framkvæmdina. Þetta staðfestir Elín í samtali við fréttastofu.
Ölfus Sveitarstjórnarmál Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira