Kúrdíski refurinn sem skelfir Svía sagður handtekinn í Íran Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2023 20:33 Kúrdíski refurinn, Rawa Majid. Sænska lögreglan Rawa Majid, oft nefndur kúrdíski refurinn og höfuð Foxtrot-glæpahringsins í Svíþjóð, er sagður hafa verið handtekinn á landamærunum á leið yfir landamærin til Íran á föstudag. Sænska ríkissjónvarpið hefur þetta eftir heimildum sínum. Sænska lögreglan hefur ekki náð að staðfesta handtökuna. Ekki frekar en utanríkisráðuneyti Svía sem segist ekki meðvitað um að sænskur ríkisborgari hafi verið handtekinn í Íran nýlega. Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins boðaði til blaðamannafundar á dögunum og sagði ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Dæmi eru um að börn afpláni með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. Fjallað var um stöðuna í Svíþjóð í fréttaskýringu á Vísi á dögunum. Sjá að neðan. Norrænir fjölmiðlar hafa síðustu vikur reynt að skýra frá því hvernig það hefur gerst, að staðan sé orðin þessi í Svíþjóð. Óbreyttir borgarar eru farnir að falla í átökum glæpagengja sem svífast einskis. Vopnuðu átökin þessa dagana snúa að stærstum hluta að hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi sem má lýsa sem píramída þar sem meðlimir eru allt frá því að vera sendiboðar að leiðtogum. Talið er að í efsta laginu sé um tíu manna hópur manna. Efstur í píramídanum er svo Rawa Majid, einnig þekktur sem Kúrdíski refurinn, sem dvelur og hefur stýrt genginu frá Tyrklandi síðustu árin. Að undanförnu hefur svo borið á innri deilum innan þessa efsta lags Foxtrot-gengisins. Þetta gerist á sama tíma og önnur glæpagengi, sérstaklega eitt sem kennir sig við „Dalinn“, reyna að auka ítök sín á fíkniefnamarkaðnum í Stokkhólmi, Uppsölum og Sundsvall þar sem ítök Foxtrot hafa verið sérstaklega umfangsmikil. Vonast til að öldurnar lægi Diamant Salihu, blaðamaður sænska ríkissjónvarpsins sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpi, segir að handtakan veiki stöðu efsta lags Foxtrot-gengisins. Fólk tengt Majid sé ekki jafn öruggt og áður. Vonir standi til að handtakan lægi öldurnar og árásir á fjölskyldumeðlimi glæpagengjanna. Sænska ríkissjónvarpið telur líklegast að handtakan hafi verið á grundvelli umferðarlagabrots og Majid hafi mögulega framvísað fölsuðum skilríkjum. Majid hefur verið eftirlýstur frá árinu 2020. Hann hefur verið dæmdur í þrígang fyrir sænskum dómum án þess að vera viðstaddur þinghaldið. Majid er sænskur ríkisborgari sem hefur dvalið í Tyrklandi undanfarin ár. Hann er sömuleiðis tyrkneskur ríkisborgari. Tyrkneski ríkisborgararétturinn gerir erfiðara um vik fyrir Svía að fá hann framseldan til Svíþjóðar. Frétt SVT. Svíþjóð Tyrkland Íran Tengdar fréttir Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04 Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. 28. september 2023 11:31 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Sænska lögreglan hefur ekki náð að staðfesta handtökuna. Ekki frekar en utanríkisráðuneyti Svía sem segist ekki meðvitað um að sænskur ríkisborgari hafi verið handtekinn í Íran nýlega. Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins boðaði til blaðamannafundar á dögunum og sagði ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Dæmi eru um að börn afpláni með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. Fjallað var um stöðuna í Svíþjóð í fréttaskýringu á Vísi á dögunum. Sjá að neðan. Norrænir fjölmiðlar hafa síðustu vikur reynt að skýra frá því hvernig það hefur gerst, að staðan sé orðin þessi í Svíþjóð. Óbreyttir borgarar eru farnir að falla í átökum glæpagengja sem svífast einskis. Vopnuðu átökin þessa dagana snúa að stærstum hluta að hinu svokallaða Foxtrot-glæpagengi sem má lýsa sem píramída þar sem meðlimir eru allt frá því að vera sendiboðar að leiðtogum. Talið er að í efsta laginu sé um tíu manna hópur manna. Efstur í píramídanum er svo Rawa Majid, einnig þekktur sem Kúrdíski refurinn, sem dvelur og hefur stýrt genginu frá Tyrklandi síðustu árin. Að undanförnu hefur svo borið á innri deilum innan þessa efsta lags Foxtrot-gengisins. Þetta gerist á sama tíma og önnur glæpagengi, sérstaklega eitt sem kennir sig við „Dalinn“, reyna að auka ítök sín á fíkniefnamarkaðnum í Stokkhólmi, Uppsölum og Sundsvall þar sem ítök Foxtrot hafa verið sérstaklega umfangsmikil. Vonast til að öldurnar lægi Diamant Salihu, blaðamaður sænska ríkissjónvarpsins sem sérhæfir sig í umfjöllun um glæpi, segir að handtakan veiki stöðu efsta lags Foxtrot-gengisins. Fólk tengt Majid sé ekki jafn öruggt og áður. Vonir standi til að handtakan lægi öldurnar og árásir á fjölskyldumeðlimi glæpagengjanna. Sænska ríkissjónvarpið telur líklegast að handtakan hafi verið á grundvelli umferðarlagabrots og Majid hafi mögulega framvísað fölsuðum skilríkjum. Majid hefur verið eftirlýstur frá árinu 2020. Hann hefur verið dæmdur í þrígang fyrir sænskum dómum án þess að vera viðstaddur þinghaldið. Majid er sænskur ríkisborgari sem hefur dvalið í Tyrklandi undanfarin ár. Hann er sömuleiðis tyrkneskur ríkisborgari. Tyrkneski ríkisborgararétturinn gerir erfiðara um vik fyrir Svía að fá hann framseldan til Svíþjóðar. Frétt SVT.
Svíþjóð Tyrkland Íran Tengdar fréttir Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04 Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. 28. september 2023 11:31 Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Segir börn hafa samband við glæpagengin og bjóðast til að drepa Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa. 29. september 2023 09:04
Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. 28. september 2023 11:31
Kona látin eftir sprengingu í Uppsölum Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar. 28. september 2023 07:46