Greint var frá því fyrr í vikunni að þau Ásta og Bolli hefðu fest kaup á glæsilegu húsivið Fjólugötu, sem áður var í eigu ráðherrans fyrrverandi Álfheiðar Ingadóttur.
Íbúðin sem um ræðir er 178 fermetrar á miðhæð með sérinngangi. Á fasteignavef Vísis segir að íbúðin sé mikið endurnýjuð og einstaklega vel skipulögð, Rut Káradóttir innanhússhönnuður hafi hannað breytingar á hæðinni. Innbyggðum bílskúr og geymslu verið nýlega breytt í um 30 fm stúdíóíbúð. Þá fylgir húsinu stór, gróinn garður, sem snýr vel á móti sól í suður.





Ásta Fjeldsted var á síðasta ári ráðin forstjóri Festi en hún var áður framkvæmdastjóri Krónunnar. Bolli hefur átt góðu gengi að fagna í viðskiptalífi Japans en hann er eigandi fyrirtækisins Takanawa sem hefur aðsetur bæði í Reykjavík og Tokyo.