Lífið

Hefur gengið 3200 sinnum á Heimaklett á 10 árum

Boði Logason skrifar
Garpur og Svavar hittust upp á Heimakletti í sumar og fór vel á með þeim félögum.
Garpur og Svavar hittust upp á Heimakletti í sumar og fór vel á með þeim félögum. Okkar eigið Ísland

Göngugarpurinn Svavar Steingrímsson segist hafa labbað um 3200 sinnum á Heimaklett síðan árið 2013. Hann hefur nánast farið upp fjallið á hverjum degi síðustu tíu ár. Það sem gerir þetta afrek enn merkilegra er að Svavar er 87 ára gamall. 

Garpur I. Elísabetarson hitti Svavar í þættinum Okkar eigið Ísland sem var sýndur í Sjónvarpi Vísis á sunnudag. 

Þar var Garpur að labba fjallið ásamt dóttur sinni og frænku. Hann hafði fyrr um daginn sagt stelpunum frá Eyjamanni sem myndi labba nánast á hverjum degi upp á Heimaklett. Það var því nokkuð óvænt þegar þau rákust svo á hann.

Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Svavar sagðist ekki vera búinn að fá nóg af því að ganga upp á fjallið en viðurkenndi að dagarnir væru mismunandi. „Sumar ferðir eru bestar þegar þær eru búnar en yfirleitt, eins og í svona veðri, er þetta bara dásamlegt.“

Svavar er í miklu uppáhaldið hjá kindunum á fjallinu sem hópast að honum þegar hann kemur upp á topp fjallsins. „Ég hef ekki komið hingað í 20 ár án þess að vera með brauð, þær taka vel á móti mér.“

Horfa má á alla þættina af Okkar eigið Ísland í Sjónvarpi Vísis hér:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×