Lífið

Sölvi varpar ljósi á sína dýpstu skugga

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sölvi Tryggvason starfaði í fjölmiðlum í tvo áratuga en fór svo í sjálfstæðan rekstur með eigin hlaðvarpi og fyrirlestra.
Sölvi Tryggvason starfaði í fjölmiðlum í tvo áratuga en fór svo í sjálfstæðan rekstur með eigin hlaðvarpi og fyrirlestra. Vísir

Sölvi Tryggvason hlaðvarpsstjórnandi og fyrirlesari hefur skrifað bók. Sögur útgáfa gefa út bókina og boða til útgáfuteitis í Pennanum Eymundsson á Skólavörðustíg á miðvikudag.

Bókin heitir Skuggar og í boðinu í útgáfuteitið segir að hún segir frá örlagaríkum tímum í lífi Sölva.

„Ósönn slúðursaga fór á flug á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar hentu hana á lofti. Við tók hvirfilbylur samfélagsumræðunnar sem jókst enn með tilkynningu um að konur hefðu kært Sölva til lögreglu. Í bókinni reynir Sölvi að skilja hvað gerðist og bregður um leið ljósi á sína dýpstu skugga,“ segir í boðinu.

Í boðinu segir að Sölvi muni sjálfur lesa upp úr bókinni sem verði á tilboðsverði. Allir séu velkomnir.

Þrjár konur kærðu Sölva fyrir kynferðisbrot eftir að hann fór í umtalað viðtal í eigin hlaðvarpsþætti vorið 2021. Vísir greindi frá því á dögunum að rannsókn málanna hefði verið felld niður.


Tengdar fréttir

Þrjú mál á hendur Sölva felld niður

Lögregla hefur hætt rannsókn í þremur málum sem jafnmargar konur höfðuðu gegn fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasyni og sökuðu um ofbeldi. Tvö og hálft ár er liðið síðan hann fór í umtalað viðtal í eigin hlaðvarpsþætti eftir útbreidda slúðursögu um að hafa gengið í skrokk á vændiskonu. Sagan átti ekki við rök að styðjast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×