Húsið var reist árið 1895 og er næst elsta húsið í Norðfirði og var upphaflega heimili og verslun. Í gegnum árin hefur það verið nýtt á ýmsan hátt meðal annars sem heimavist, félagsaðstaða eldri borgara og nú síðast sem menningarheimili með vinnustofum listamanna og þá kallað Hommahöllin.


Dökkir litir og notalegheit
Árið 2020 og 2021 tóku Hákon og Hafsteinn húsið í gegn að innan og færðu í glæsilegt og upprunalegra horf. Dökkir litir á vegggjum og áberandi veggfóður hafa þeir skapað afar notalega stemmningu.
Húsið er um 300 fermetrar að stærð og skiptist í tvær stórar samliggjandi stofur, eldhús, sex svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Í borðstofu eru upprunalegar veggklæðningar sem hafa verið gerðar upp á glæsilegan hátt. Þá eru rósettur og listar í loftum einnig upprunalegar.
Hjarta heimilisins, eldhúsið, er um átján fermetrar að stærð búið veglegum tækjum. Innéttingar eru dökk grænar með gylltum höldum og viðarplötum á borðum. Frá borðstofu er bar opinn við eldhúsið.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.










Viðtal við Hákon má sjá hér að neðan frá árinu 2021 þar sem rætt var um húsið.