Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sérstök forsýning var á fyrstu tveimur þáttunum af Alheimsdrauminum í Sambíóunum Egilshöll í gærkvöldi. Viðtökurnar voru vægast sagt góðar en áhorfendur grétu hreinlega úr hlátri í rúman klukkutíma. 27.2.2025 20:02
Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir voru prúðbúin og brosmild þegar þau skáluðu í freyðivíni í glæsihúsi með stórbrotnu sjávarútsýni í bakgrunni. Af myndunum að dæma virðast þau fagna því að flutningar á tilvonandi heimili þeirra við Haukanes séu handan við hornið. 27.2.2025 16:41
Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Rakel María Hjaltadóttir, hlaupadrottning og ofurskvísa, bakaði girnilegar vatnsdeigsbollur með fyllingu innblásinni af hinu vinsæla Dúbaí-súkkulaði. Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 3. mars næstkomandi, og því tilvalið að bjóða í bollukaffi um helgina. 27.2.2025 13:31
Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Rithöfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl og Þórdís Helgadóttir eru í hópi þeirra fjórtán höfunda sem hafa verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Eiríkur er tilnefndur fyrir Náttúrulögmálin og Þórdís fyrir Armeló. Verðlaunin verða afhent á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi þann 28. október. 27.2.2025 09:28
Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Heimili þarf ekki að vera dýrt til að vera glæsilegt. Með réttu litavali, fallegum húsgögnum og góðu skipulagi getur hvaða heimili sem er litið út fyrir að vera vandað og ríkulegt. 27.2.2025 07:03
Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hélt nýverið upp á sjö ára afmæli dóttur sinnar og Kanye West, Chicago West, með glæsilegri veislu í kúrekaþema. Kim deildi áður óséðum myndum frá veislunni með fylgjendum sínum á Instagram. 26.2.2025 16:01
Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Dönsku hjónin og áhrifavaldarnir Frederik Haun og Morten Kjeldgaard eignuðust tvíburastúlkur í september síðastliðnum með aðstoð staðgöngumóður. Þeir eru eitt frægasta par Danmerkur og segjast reglulega vera spurðir hvers vegna þeir hafi ekki ættleitt. Þeir segja svarið einfalt, þeir hafi viljað tengjast börnum sínum á líffræðilegan hátt. 26.2.2025 11:10
Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 3. mars næstkomandi. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir er auðvitað byrjuð að undirbúa herlegheitin og deilir hér girnilegri uppskrift að girnilegum vatnsdeigbollum með Créme brulée- fyllingu og stökkum sykurhjúp. 25.2.2025 16:00
Heillandi heimili í Hlíðunum Við Mávahlíð í Reykjavík er að finna heillandi 92 fermetra íbúð á annarri hæð í húsi sem var byggt árið 1946. Eignin hefur verið endurnýjuð af smekkvísi með virðingu fyrir upprunalegri hönnun hússins. Ásett verð er 79,9 milljónir. 25.2.2025 15:02
Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Páll Orri Pálsson, verðbréfamiðlari hjá Íslandsbanka og fyrrverandi þáttastjórnandi Veislunnar á FM957, fagnaði 26 ára afmæli sínu og tveimur háskólagráðum, með heljarinnar veislu á skemmtistaðnum Nínu síðastliðið laugardagskvöld. 24.2.2025 20:02