Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Steven og Guð­ný Ósk eru nýtt par

Knattspyrnumaðurinn Steven Lennon og Eyjamærin Guðný Ósk Ómarsdóttir eru nýtt par. Þau njóta nú lífsins og jólanna í sól og hita á Tenerife. 

Fræga fólkið streymdi á há­punkt ársins í Þjóð­leik­húsinu

Leikritið Yerma, jólasýning Þjóðleikhússins í ár, var frumsýnt fyrir fullum sal áhorfenda í gærkvöldi, á öðrum degi jóla. Verkið er byggt á samnefndu meistaraverki Federico García Lorca frá árinu 1934 og er því lýst sem er leiftrandi, áleitnu og átakanlegu nútímaverki. 

Eiga nú glöðustu hunda í heimi

Segja má að fjölgun hafi orðið í fjölskyldum tónlistarmannanna og bræðranna Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs Jónssonar þegar litlir ferfætlingar bættust í hópinn um jólin. Báðir hafa deilt myndum af litlum hvolpum af tegundinni Havansese á Instagram.

Brúð­kaup ársins 2024

Það er fátt fallegra en að verða vitni að því þegar ástin blómstrar milli tveggja einstaklinga. Á hverju ári greinum við í Lífinu á Vísi frá brúðkaupum þekktra Íslendinga,  hér að neðan má sjá yfirferð yfir þau sem gengu í hnapphelduna á árinu 2024.

Landaði hlut­verki í ís­lensku Hallmark-myndinni á hálf­tíma

Einungis rúmum hálftíma eftir að Aldís Amah Hamilton leikkona hafði sent inn prufu til að hreppa hlutverk í íslensk-amerísku jólamyndinni The Christmas Quest úr smiðju Hallmark bárust henni skilaboð frá framleiðendum myndarinnar um að hún hefði fengið hlutverkið.

Frægir fjölguðu sér árið 2024

Það er alltaf mikið gleðiefni þegar nýtt líf kemur í heiminn og má segja að árið 2024 hafi verið mikið barnaláns ár hjá þjóðþekktum Íslendingum. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu og Vísir greindi frá.

Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson útskrifaðist sem málari frá Byggingatækniskólanum þann 18. desember síðastliðinn. Nýverið stofnaði hann málarafyrirtækið GG9 Málun og virðist blómstra í faginu.

Haf­dís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu

Hafdís Björg Kristjánsdóttir, einkaþjálfari og áhrifavaldur, segist ekki ætla að svara tíðum spurningum frá fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. Henni hafa borist yfir tvö hundruð spurningar um sama málið á skömmum tíma. 

Sjá meira