Appelsínugular viðvaranir og samgöngutruflanir líklegar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. október 2023 13:17 Gular viðvaranir og appelsínugular verða í gildi á landinu öllu á morgun. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir sem taka gildi á morgun á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra og verða gular veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu. Veður skánar ekki fyrr en á miðvikudag í sumum landshlutum. Eins og fram hefur komið eru gular veðurviðvaranir Veðurstofu í gildi á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi í dag til klukkan 18:00. Samkvæmt upplýsingum frá slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið farið í tvö útköll vegna dæluverkefna síðastliðinn sólarhring en að öðru leyti verið rólegt. Óveður sum staðar fram á miðvikudag Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gefin sé gul veðurviðvörun frá klukkan 03:00 í nótt á Vestfjörðum og í Breiðafirði. Þar er spá norðan hvassviðri eða stormur og snjókoma. Frá klukkan 06:00 í fyrramálið tekur appelsínugul veðurviðvörun gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra. Klukkutíma síðar tekur slík viðvörun gildi á Norðurlandi eystra. Að sögn Veðurstofunnar er von á norðvestan hvassviðri eða stormi og talsverðri snjókomu á heiðum. Rigning eða slydda en snjókoma á heiðum, allvíða talsverð eða mikil úrkoma. Færð mun því versna ört á fjallvegum og samgöngutruflanir eru líklegar. Staðan á morgun klukkan 12:00. Veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu utan höfuðborgarsvæðisins.Veður.is Veðurviðvaranirnar eru í gildi til klukkan 03:00 aðfaranótt miðvikudags á Ströndum og Norðurlandi vestra en til klukkan 06:00 á miðvikudagsmorgni á Norðurlandi eystra. Gular veðurviðvaranir taka svo gildi frá klukkan 08:00 á þriðjudagsmorgun á Miðhálendinu til klukkan 06:00 á miðvikudagsmorgun. Sami litur er svo í gildi á Austurlandi að Glettingi frá kl. 11:00 á þriðjudag til kl. 16:00. Þar er spáð rigningu eða slyddu en snjókoma á heiðum. Á Austfjörðum tekur gul veðurviðvörun gildi klukkan 12:00 til 17:00 á þriðjudag og á Suðausturlandi klukkan 11:00 og er hún í gildi þar til klukkan 23:00 á þriðjudagskvöld. Veðurviðaranir taka aftur gildi kl. 23:00 í þessum landshlutum á þriðjudagskvöld og eru í gildi til hádegis á miðvikudag. Á Suðurlandi er spáð norðvestanstormi og gul veðurviðvörun í gildi frá kl. 08:00 á þriðjudagsmorgni og fram til klukkan 03:00 á aðfaranótt miðvikudags. Spáð er snörpum vindhviðum við fjöll, hvassast undir Eyjafjöllum, sem varasaman verða ökutækjum sem viðkvæmar eru fyrir vindi. Veður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Eins og fram hefur komið eru gular veðurviðvaranir Veðurstofu í gildi á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi í dag til klukkan 18:00. Samkvæmt upplýsingum frá slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið farið í tvö útköll vegna dæluverkefna síðastliðinn sólarhring en að öðru leyti verið rólegt. Óveður sum staðar fram á miðvikudag Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gefin sé gul veðurviðvörun frá klukkan 03:00 í nótt á Vestfjörðum og í Breiðafirði. Þar er spá norðan hvassviðri eða stormur og snjókoma. Frá klukkan 06:00 í fyrramálið tekur appelsínugul veðurviðvörun gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra. Klukkutíma síðar tekur slík viðvörun gildi á Norðurlandi eystra. Að sögn Veðurstofunnar er von á norðvestan hvassviðri eða stormi og talsverðri snjókomu á heiðum. Rigning eða slydda en snjókoma á heiðum, allvíða talsverð eða mikil úrkoma. Færð mun því versna ört á fjallvegum og samgöngutruflanir eru líklegar. Staðan á morgun klukkan 12:00. Veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu utan höfuðborgarsvæðisins.Veður.is Veðurviðvaranirnar eru í gildi til klukkan 03:00 aðfaranótt miðvikudags á Ströndum og Norðurlandi vestra en til klukkan 06:00 á miðvikudagsmorgni á Norðurlandi eystra. Gular veðurviðvaranir taka svo gildi frá klukkan 08:00 á þriðjudagsmorgun á Miðhálendinu til klukkan 06:00 á miðvikudagsmorgun. Sami litur er svo í gildi á Austurlandi að Glettingi frá kl. 11:00 á þriðjudag til kl. 16:00. Þar er spáð rigningu eða slyddu en snjókoma á heiðum. Á Austfjörðum tekur gul veðurviðvörun gildi klukkan 12:00 til 17:00 á þriðjudag og á Suðausturlandi klukkan 11:00 og er hún í gildi þar til klukkan 23:00 á þriðjudagskvöld. Veðurviðaranir taka aftur gildi kl. 23:00 í þessum landshlutum á þriðjudagskvöld og eru í gildi til hádegis á miðvikudag. Á Suðurlandi er spáð norðvestanstormi og gul veðurviðvörun í gildi frá kl. 08:00 á þriðjudagsmorgni og fram til klukkan 03:00 á aðfaranótt miðvikudags. Spáð er snörpum vindhviðum við fjöll, hvassast undir Eyjafjöllum, sem varasaman verða ökutækjum sem viðkvæmar eru fyrir vindi.
Veður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira