Innlent

Vetrar­færð og víð­tækar vega­lokanir vegna veðurs

Lovísa Arnardóttir skrifar
Viðvaranir eru í gildi á landinu öllu og vegum víða lokað. Mikilvægt er að fyrir þau sem hyggja á ferðalag að fylgjast vel með tilkynningum Vegagerðar og Veðurstofu.
Viðvaranir eru í gildi á landinu öllu og vegum víða lokað. Mikilvægt er að fyrir þau sem hyggja á ferðalag að fylgjast vel með tilkynningum Vegagerðar og Veðurstofu. Vísir/Vilhelm

Óveður gengur yfir landið. Vegum er eða verður lokað á Norðaustur- og Suðausturlandi vegna veðurs. 

Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu. Síðustu viðvaranir renna út um miðjan dag á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar segir að við norðausturströndina sé vaxandi lægð sem þokast austur seinnipartinn í dag. Henni fylgir norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur á landinu. 

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að gera megi ráð fyrir því að hríðarveður verði á fjallvegum Norðanlands nái hámarki um hádegi, og í Fagradal og Fjarðarheiði í nótt. Á Suðausturlandi verða snarpar hviður til morguns.

„Það er lykilatriði að fylgjast vel með veðrinu og lokunum. Þetta getur breyst mjög hratt,“ segir Magnús Ingi Jónsson þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni en vegna veðurs eru víðtækar vegalokanir á Suðaustur- og Norðurlandi. Þá er víða vetrarfærð.

Á vefnum umferdin.is má sjá að ófært er um Víkurskarð, búið er að loka veginum um Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Vegi á milli Víkur og Markarfljóts verður lokað klukkan 9 og óvissustig á vegi á milli Víkur og Freysnes frá klukkan 11. Þá verður vegi á milli Djúpavogs og Hafnar lokað um hádegi og einnig frá Höfn og til Freysness.

Best er að fylgjast með upplýsingagjöf á umferdin.is en þar er skýrt tekið fram hvenær næstu upplýsingar berast.


Tengdar fréttir

Appel­sínu­gular við­varanir og sam­göngu­truflanir lík­legar

Veður­stofa Ís­lands hefur gefið út appel­sínu­gular veður­við­varanir sem taka gildi á morgun á Norður­landi eystra og Norður­landi vestra og verða gular veður­við­varanir í gildi á landinu öllu. Veður skánar ekki fyrr en á mið­viku­dag í sumum lands­hlutum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×