Ást við fyrstu sýn: „Hann skildi samt ekkert hvað ég var að segja“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. október 2023 07:01 Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Ég fer upp að honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa,“ segir Tanja Ýr um fyrstu kynni sín við kærastann sinn Ryan. Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. Tanja Ýr er ein af upprunalegu áhrifavöldum landsins en hún var fljót að uppgötva tækifærin sem fylgdu samfélagsmiðlum. Í viðtalinu hún ræðir meðal annars um ástina, lífið í Bretlandi, mikilvægi góðra samskipta, að hafa verið í sviðsljósinu lengi, reynslu sína af Ungfrú Ísland, að halda ákveðnum hlutum fyrir sig, að stofna fyrirtæki, hafa trú á sér, vera óhrædd við áskoranir og ýmislegt fleira. Hér má sjá viðtalið í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Tanja Ýr Ástþórsdóttir Keyptu hús í Bretlandi Tanja Ýr og Ryan voru að kaupa hús rétt fyrir utan Manchester. Hún segist nú spennt fyrir fasteignabransanum og sér fyrir sér að kaupa eignir, gera þær upp og selja þær á komandi tímum. Tanja Ýr er sannarlega óhrædd við áskoranir og segist læra mikið af því að kýla á hlutina en hún á að baki sér langan feril þar sem hún hefur tekist á við ýmis verkefni, þar á meðal stofnað áhrifavalda umboðsskrifstofu, förðunarfyrirtækið Tanja Yr Cosmetics og nú síðast vinsælu hárlengingarvörurnar Glamista Hair. Hún hefur verið á faraldsfæti undanfarin ár og ferðast víða um heiminn. Aðspurð afhverju hún sæki mikið í að vera erlendis svarar Tanja: „Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki hvort ég sé að flýja einhver vandamál eða hvort það sé því mér finnst svo ótrúlega gaman að ferðast. Ég er oft búin að spyrja sjálfa mig að því og ég veit ekki afhverju ég leita svona mikið erlendis. En kærastinn minn er breskur þannig að það er svona ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að flytja til Manchester og kaupa þar.“ Hún bætir við að tækifærin úti séu risa stór. „Ég sé tækifærin en það er svona spurning hvernig maður getur fótað sig þar. Það er aðeins öðruvísi en á litla Íslandi.“ Tanja Ýr og Ryan festu nýverið kaup á húsi rétt fyrir utan Manchester. Hún segir fullkomið að geta verið bæði úti og heima á Íslandi. Aðsend Örlögin gripu í taumana í helgarferð með vinkonu Tanja Ýr kynntist kærasta sínum fyrir tveimur árum síðan á bar úti þegar hún og vinkona hennar tóku skyndiákvörðun um að skella sér til Manchester. „Systir mín segir semsagt við mig: Heyrðu nú hættir þú að grenja uppi í rúmi og ferð að gera eitthvað skemmtilegt. Hringdu í vinkonu þína og fáðu hana til að taka þig eitthvert.“ Hún hringdi því í vinkonu sína og spurði hvort hana langaði með sér til Manchester sem hún svaraði játandi. „Við fljúgum út sömu helgi, förum á bar og ég sé þennan hávaxna strák. Ég er bara Oh my god hvað hann er sætur, en ég vissi samt ekki hvernig ég átti að nálgast hann. Þannig að ég kem upp á honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa. Og ég man að hann horfði geðveikt skringilega á mig en þá var það af því hann skildi ekkert hvað ég var að segja. Enskan mín er mjög hræðileg,“ segir Tanja og hlær. „Þannig að ég þurfti að segja þetta nokkrum sinnum þangað til að hann loksins skildi hvað ég var að segja, sneri mér í nokkra hringi og eftir það vorum við saman.“ Hún segir að það sé ótrúlega gaman að vera ástfangin og segir að kynnin hafi verið ævintýri líkust. „Hann er í hernum úti og þegar að við kynnumst er hann í þriggja vikna fríi. Þannig að við vorum alltaf saman í þrjár vikur, fórum á ýmis stefnumót, í Tívolígarð og alls konar.“ Tanja og Ryan eru dugleg að ferðast saman en Tanja hefur alltaf haft gaman að því að ferðast og sjá heiminn. Þá finnst henni líka mikilvægt að stækka sjóndeildarhringinn og átta sig á þeim fjölbreyttu tækifærum sem eru út fyrir landsteinana.Aðsend Útilokar ekki að flytja heim Aðspurð hvort enskan hafi batnað síðan þau kynntust svarar Tanja Ýr: „Það má alveg dæma um það, ég held ekki.“ Hún segist þó hafa bætt aðeins við orðaforðann og lært flóknari orð en erfitt sé að losna við íslenska hreiminn. Það geti stundum gert það erfiðara fyrir að tjá sig en það hafi þó engin áhrif á sambandið. „Kannski einhvern tíma þegar ég hef verið pirruð og er að reyna að tjá mig þá horfir hann bara á mig og fer að hlæja,“ segir Tanja Ýr og hlær. Ryan sjálfur sé búinn að læra nokkur íslensk orð en muni þurfa að læra meira, sérstaklega ef þau enda á að búa á Íslandi sem Tanja segist ekki lokuð fyrir. Hún eyði að jafnaði sex mánuðum úti og sex mánuðum hér á Íslandi. „Það er svo ótrúlega gott að búa hérna. En hann þarf þá að taka sig á í íslenskunni. Markmiðið mitt er að gera Post-it miða heima og merkja alla skápa og öll áhöldin með íslensku heitunum. Þannig að ef hann opnar til dæmis ísskápinn þá getur hann sagt ísskápur,“ segir Tanja Ýr kímin. Tanja Ýr segist fagna hækkandi aldri og að aukin lífsreynsla geri lífið enn skemmtilegra. Aðsend Laug fyrst um aldur en fagnar nú hækkandi aldri Tanja Ýr segir lífið toppa sig með hverju árinu og 2023 sé klárlega eitt besta ár sem hún hefur lifað. Hún fagnar því að eldast og læra meira af lífinu en það var þó ekki alltaf svoleiðis hjá henni. „Þegar að ég kynnist Ryan erum við vinkonurnar eitthvað að grínast og ég lýg að aldrinum mínum.“ Tanja Ýr segist hafa sagt að hún væri 26 ára þegar hún var í raun 29 ára. „Síðan erum við í kvöldmat viku síðar og hann fer eitthvað að tala um aldurinn og þá fatta ég: Shit ég þarf að segja þér svolítið.“ Hún segir að það hafi tekið sig dágóða stund að koma því út úr sér hvað hún er gömul. Hann tók því mjög vel og fór að hlæja en hafði þó verið búinn að segja mömmu sinni hvað Tanja var gömul. „Ég hélt ekkert að ég væri að fara í annað samband, mér datt það ekkert í hug. Þannig að já, þetta er saga sem er sögð í öllum fjölskylduboðum,“ segir hún hlæjandi og bætir við að þetta sé vissulega bæði skemmtileg og eftirminnileg saga. „Nú loksins er ég svona OK ég er 31 árs og það er allt í lagi. Fyrir kannski tveimur árum hugsaði ég úff, ég er að verða svo gömul. En þú lærir svo mikið með aldrinum. Því meira sem ég læri og því meiri lífsreynslu sem ég bý yfir þá hef ég meira gaman að lífinu. Ég get tekið hlutunum með meiri ró og það þarf ekki allt að vera ótrúlega alvarlegt.“ Í dag hikar hún því ekki við að svara hvað hún sé gömul. „Ég held að á næsta ári þegar ég verð 32 ára þá verði það örugglega í fyrsta skipti sem þú munt sjá aldurinn minn á kökunni minni en ekki bara Happy birthday,“ segir Tanja Ýr hlæjandi. Hægt er að hlusta á þáttinn í hlaðvarpsformi hér: Einkalífið Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00 „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Tanja Ýr er ein af upprunalegu áhrifavöldum landsins en hún var fljót að uppgötva tækifærin sem fylgdu samfélagsmiðlum. Í viðtalinu hún ræðir meðal annars um ástina, lífið í Bretlandi, mikilvægi góðra samskipta, að hafa verið í sviðsljósinu lengi, reynslu sína af Ungfrú Ísland, að halda ákveðnum hlutum fyrir sig, að stofna fyrirtæki, hafa trú á sér, vera óhrædd við áskoranir og ýmislegt fleira. Hér má sjá viðtalið í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Tanja Ýr Ástþórsdóttir Keyptu hús í Bretlandi Tanja Ýr og Ryan voru að kaupa hús rétt fyrir utan Manchester. Hún segist nú spennt fyrir fasteignabransanum og sér fyrir sér að kaupa eignir, gera þær upp og selja þær á komandi tímum. Tanja Ýr er sannarlega óhrædd við áskoranir og segist læra mikið af því að kýla á hlutina en hún á að baki sér langan feril þar sem hún hefur tekist á við ýmis verkefni, þar á meðal stofnað áhrifavalda umboðsskrifstofu, förðunarfyrirtækið Tanja Yr Cosmetics og nú síðast vinsælu hárlengingarvörurnar Glamista Hair. Hún hefur verið á faraldsfæti undanfarin ár og ferðast víða um heiminn. Aðspurð afhverju hún sæki mikið í að vera erlendis svarar Tanja: „Ég bara veit það ekki. Ég veit ekki hvort ég sé að flýja einhver vandamál eða hvort það sé því mér finnst svo ótrúlega gaman að ferðast. Ég er oft búin að spyrja sjálfa mig að því og ég veit ekki afhverju ég leita svona mikið erlendis. En kærastinn minn er breskur þannig að það er svona ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að flytja til Manchester og kaupa þar.“ Hún bætir við að tækifærin úti séu risa stór. „Ég sé tækifærin en það er svona spurning hvernig maður getur fótað sig þar. Það er aðeins öðruvísi en á litla Íslandi.“ Tanja Ýr og Ryan festu nýverið kaup á húsi rétt fyrir utan Manchester. Hún segir fullkomið að geta verið bæði úti og heima á Íslandi. Aðsend Örlögin gripu í taumana í helgarferð með vinkonu Tanja Ýr kynntist kærasta sínum fyrir tveimur árum síðan á bar úti þegar hún og vinkona hennar tóku skyndiákvörðun um að skella sér til Manchester. „Systir mín segir semsagt við mig: Heyrðu nú hættir þú að grenja uppi í rúmi og ferð að gera eitthvað skemmtilegt. Hringdu í vinkonu þína og fáðu hana til að taka þig eitthvert.“ Hún hringdi því í vinkonu sína og spurði hvort hana langaði með sér til Manchester sem hún svaraði játandi. „Við fljúgum út sömu helgi, förum á bar og ég sé þennan hávaxna strák. Ég er bara Oh my god hvað hann er sætur, en ég vissi samt ekki hvernig ég átti að nálgast hann. Þannig að ég kem upp á honum á bar, þar sem enginn var að dansa, og ég spyr hann hvort hann vilji dansa. Og ég man að hann horfði geðveikt skringilega á mig en þá var það af því hann skildi ekkert hvað ég var að segja. Enskan mín er mjög hræðileg,“ segir Tanja og hlær. „Þannig að ég þurfti að segja þetta nokkrum sinnum þangað til að hann loksins skildi hvað ég var að segja, sneri mér í nokkra hringi og eftir það vorum við saman.“ Hún segir að það sé ótrúlega gaman að vera ástfangin og segir að kynnin hafi verið ævintýri líkust. „Hann er í hernum úti og þegar að við kynnumst er hann í þriggja vikna fríi. Þannig að við vorum alltaf saman í þrjár vikur, fórum á ýmis stefnumót, í Tívolígarð og alls konar.“ Tanja og Ryan eru dugleg að ferðast saman en Tanja hefur alltaf haft gaman að því að ferðast og sjá heiminn. Þá finnst henni líka mikilvægt að stækka sjóndeildarhringinn og átta sig á þeim fjölbreyttu tækifærum sem eru út fyrir landsteinana.Aðsend Útilokar ekki að flytja heim Aðspurð hvort enskan hafi batnað síðan þau kynntust svarar Tanja Ýr: „Það má alveg dæma um það, ég held ekki.“ Hún segist þó hafa bætt aðeins við orðaforðann og lært flóknari orð en erfitt sé að losna við íslenska hreiminn. Það geti stundum gert það erfiðara fyrir að tjá sig en það hafi þó engin áhrif á sambandið. „Kannski einhvern tíma þegar ég hef verið pirruð og er að reyna að tjá mig þá horfir hann bara á mig og fer að hlæja,“ segir Tanja Ýr og hlær. Ryan sjálfur sé búinn að læra nokkur íslensk orð en muni þurfa að læra meira, sérstaklega ef þau enda á að búa á Íslandi sem Tanja segist ekki lokuð fyrir. Hún eyði að jafnaði sex mánuðum úti og sex mánuðum hér á Íslandi. „Það er svo ótrúlega gott að búa hérna. En hann þarf þá að taka sig á í íslenskunni. Markmiðið mitt er að gera Post-it miða heima og merkja alla skápa og öll áhöldin með íslensku heitunum. Þannig að ef hann opnar til dæmis ísskápinn þá getur hann sagt ísskápur,“ segir Tanja Ýr kímin. Tanja Ýr segist fagna hækkandi aldri og að aukin lífsreynsla geri lífið enn skemmtilegra. Aðsend Laug fyrst um aldur en fagnar nú hækkandi aldri Tanja Ýr segir lífið toppa sig með hverju árinu og 2023 sé klárlega eitt besta ár sem hún hefur lifað. Hún fagnar því að eldast og læra meira af lífinu en það var þó ekki alltaf svoleiðis hjá henni. „Þegar að ég kynnist Ryan erum við vinkonurnar eitthvað að grínast og ég lýg að aldrinum mínum.“ Tanja Ýr segist hafa sagt að hún væri 26 ára þegar hún var í raun 29 ára. „Síðan erum við í kvöldmat viku síðar og hann fer eitthvað að tala um aldurinn og þá fatta ég: Shit ég þarf að segja þér svolítið.“ Hún segir að það hafi tekið sig dágóða stund að koma því út úr sér hvað hún er gömul. Hann tók því mjög vel og fór að hlæja en hafði þó verið búinn að segja mömmu sinni hvað Tanja var gömul. „Ég hélt ekkert að ég væri að fara í annað samband, mér datt það ekkert í hug. Þannig að já, þetta er saga sem er sögð í öllum fjölskylduboðum,“ segir hún hlæjandi og bætir við að þetta sé vissulega bæði skemmtileg og eftirminnileg saga. „Nú loksins er ég svona OK ég er 31 árs og það er allt í lagi. Fyrir kannski tveimur árum hugsaði ég úff, ég er að verða svo gömul. En þú lærir svo mikið með aldrinum. Því meira sem ég læri og því meiri lífsreynslu sem ég bý yfir þá hef ég meira gaman að lífinu. Ég get tekið hlutunum með meiri ró og það þarf ekki allt að vera ótrúlega alvarlegt.“ Í dag hikar hún því ekki við að svara hvað hún sé gömul. „Ég held að á næsta ári þegar ég verð 32 ára þá verði það örugglega í fyrsta skipti sem þú munt sjá aldurinn minn á kökunni minni en ekki bara Happy birthday,“ segir Tanja Ýr hlæjandi. Hægt er að hlusta á þáttinn í hlaðvarpsformi hér:
Einkalífið Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00 „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01 Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Tekst á við bróðurmissinn með tónlistina og hlaupin að vopni Óskar Logi Ágústsson hefur verið forsprakki hljómsveitarinnar Vintage Caravan í sautján ár, allt frá því að hann stofnaði hljómsveitina í grunnskóla á Álftanesi. Óskar missti eldri bróður sinn árið 2018 og segist hafa sín ráð til að takast á við sorgina. 5. október 2023 07:00
„Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en þáttinn má sjá í heild sinni hér í pistlinum. 28. september 2023 07:01
Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00