„Fróðlegt að sjá hver viðbrögð matvælaráðherra verða“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. október 2023 14:13 Ýmsir tjá skoðun sína á ákvörðun Bjarna, meðal annars Vilhjálmur Birgisson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Alexandra Briem. Vísir Ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vekur gríðarlega athygli. Álitsgjafar á samfélagsmiðlum eru ýmist hvumsa yfir ákvörðuninni, fagna henni eða bæði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina marka ný viðmið um ábyrgð ráðherra. Bjarni tilkynnti ákvörðun sína á óvæntum blaðamannafundi í húsakynnum fjármálaráðuneytisins í morgun. Tíðindin hafa vakið mikla athygli líkt og viðbrögð á samfélagsmiðlum bera með sér. Þegar hafa stjórnmálamenn líkt og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hrósað Bjarna og sagt ákvörðunina rétta. Eins og í útlöndum Illugi Jökulsson hrósaði Bjarna fyrir ræðu sína í morgun á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann sagði að það væri líkt og hann væri staddur í útlöndum. „Ræða Bjarna á blaðamannafundinum um að hann hljóti að axla ábyrgð gagnvart áliti umboðsmanns þótt hann sé í sjálfu sér ósammála því heyrir til verulegra tíðinda úr munni íslensks stjórnmálamanns. Allt í einu var eins og við værum í útlöndum! Bjarni er maður að meiri, það verður að segjast.“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðunina sannarlega óvænta en skiljanlega. „Traust fjármálakerfis er miklu mikilvægara en hver situr í stól fjármálaráðherra.“ Ódýrara ef Bjarni verður áfram ráðherra Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, flækir ekki hlutina. Hún segist einfaldlega á dauða sínum hafa átt von. Samflokkskona hennar, Alexandra Briem, segist aldrei hafa átt von á því að Bjarni myndi raunverulega stíga til hliðar. „Þetta er að minnsta kosti lágmarks viðbragð, og hefur verið kallað eftir því að hann segi af sér síðan þessi sala fór fram. Ég hlýt að virða það við hann, amk. á þessum tímapunkti að hafa séð það að hann gæti ekki setið áfram með þennan úrskurð á bakinu.“ Hún segir að hvort sem Bjarni hafi ákveðið þetta alveg sjálfur eða honum verið gert ljóst af flokknum eða samstarfsaðilum að honum væri ekki sætt, þá væri þetta að minnsta kosti rétt skref. „Ég vil nú samt fylgjast aðeins með því hvernig þetta spilast, ef hann situr áfram sem þingmaður, verður áfram formaður flokksins og skiptir á ráðuneyti við Þórdísi (eða annan samherja) þá verður þetta auðvitað töluvert ódýrara.“ Bjarni að setja pressu á Svandísi? Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar-og vefstjóri Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, segir Bjarna með ákvörðun sinni setja pressu á Vinstri græn. „Setur fordæmi sem Svandís verður að fylgja ef álit Umboðsmanns um hvalveiðibannið verður neikvætt. Endurskoðun hennar á kvótakerfinu þá úr sögunni og BB fer hlæjandi í utanríkisráðuneytið.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur í svipaðan streng og segir ákvörðunina risastór jákvæð tíðindi fyrir íslenskt samfélag sama hvar fólk sé statt í pólitík. „Ástæðan fyrir því að þetta eru jákvæð tíðindi er að með þessari ákvörðun sendir fjármálaráðherra skýr fordæmi um að ráðherrum ber að virða niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis og annarra ríkisstofnanna sem telja að ekki hafi verið farið eftir lögum og reglum eða góðri stjórnsýslu. Hann segir fróðlegt að sjá hver viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, verði þegar álit Umboðsmanns muni liggja fyrir varðandi tímabundið bann við hvalveiðum. Hann segir marga lögspekinga telja að ráðherra hafi brotið stjórnsýslulög illilega með þeirri ákvörðun sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. „Það hefur til þessa verið lenska hjá íslenskum stjórnmálamönnum oft á tíðum að hunsa álit Umboðsmanns og jafnvel niðurstöðu dómstóla. Með þessari ákvörðun hjá fjármálaráðherra hafa verið mörkuð ný viðmið þar sem ráðherrum ber að axla ábyrgð ef ekki er farið eftir lögum eða reglum sem gilda í þessu landi.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birtir mynd af Bjarna þar sem hann var við kökuskreytingar í frægu myndbandi. Hún virðist ekki eiga eftir að sakna Bjarna sem fjármálaráðherra og segir einfaldlega „Adieu!“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í borgarstjórn, segir það sama, einfaldlega „bless“ á samfélagsmiðlinum Facebook. „Hvað er íslenskara en þetta?“ „Hvað er íslenskara en þetta? Bankasýsla ríkisins var stofnuð til að tryggja að sitjandi ráðherra hefði ekki pólitísk afskipti af rekstri eða sölu á bönkum í eigu ríkisins. Nú er komin úrskurður um að fjármálaráðherra sé óhæfur af því að hann hafði ekki pólitísk afskipti,“ segir Jón Haukur Baldvinsson, rekstrarstjóri SSP, um ákvörðun Bjarna á samfélagsmiðlinum X. Hagfræðingurinn Þórður Pálsson tekur í svipaðan streng og Jón Haukur. Hann segir að fyrst hafi verið settar á fót sjálfstæðar stofnanir til að taka faglegar ákvarðanir sem eigi að vera svo miklu betri en pólitískar ákvarðanir. „Því næst eru stjórnmálamennirnir snupraðir fyrir ákvarðanirnar sem þeir tóku ekki og áttu ekki að koma nálægt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Bjarni tilkynnti ákvörðun sína á óvæntum blaðamannafundi í húsakynnum fjármálaráðuneytisins í morgun. Tíðindin hafa vakið mikla athygli líkt og viðbrögð á samfélagsmiðlum bera með sér. Þegar hafa stjórnmálamenn líkt og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hrósað Bjarna og sagt ákvörðunina rétta. Eins og í útlöndum Illugi Jökulsson hrósaði Bjarna fyrir ræðu sína í morgun á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann sagði að það væri líkt og hann væri staddur í útlöndum. „Ræða Bjarna á blaðamannafundinum um að hann hljóti að axla ábyrgð gagnvart áliti umboðsmanns þótt hann sé í sjálfu sér ósammála því heyrir til verulegra tíðinda úr munni íslensks stjórnmálamanns. Allt í einu var eins og við værum í útlöndum! Bjarni er maður að meiri, það verður að segjast.“ Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir ákvörðunina sannarlega óvænta en skiljanlega. „Traust fjármálakerfis er miklu mikilvægara en hver situr í stól fjármálaráðherra.“ Ódýrara ef Bjarni verður áfram ráðherra Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, flækir ekki hlutina. Hún segist einfaldlega á dauða sínum hafa átt von. Samflokkskona hennar, Alexandra Briem, segist aldrei hafa átt von á því að Bjarni myndi raunverulega stíga til hliðar. „Þetta er að minnsta kosti lágmarks viðbragð, og hefur verið kallað eftir því að hann segi af sér síðan þessi sala fór fram. Ég hlýt að virða það við hann, amk. á þessum tímapunkti að hafa séð það að hann gæti ekki setið áfram með þennan úrskurð á bakinu.“ Hún segir að hvort sem Bjarni hafi ákveðið þetta alveg sjálfur eða honum verið gert ljóst af flokknum eða samstarfsaðilum að honum væri ekki sætt, þá væri þetta að minnsta kosti rétt skref. „Ég vil nú samt fylgjast aðeins með því hvernig þetta spilast, ef hann situr áfram sem þingmaður, verður áfram formaður flokksins og skiptir á ráðuneyti við Þórdísi (eða annan samherja) þá verður þetta auðvitað töluvert ódýrara.“ Bjarni að setja pressu á Svandísi? Guðmundur Hörður Guðmundsson, kynningar-og vefstjóri Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, segir Bjarna með ákvörðun sinni setja pressu á Vinstri græn. „Setur fordæmi sem Svandís verður að fylgja ef álit Umboðsmanns um hvalveiðibannið verður neikvætt. Endurskoðun hennar á kvótakerfinu þá úr sögunni og BB fer hlæjandi í utanríkisráðuneytið.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, tekur í svipaðan streng og segir ákvörðunina risastór jákvæð tíðindi fyrir íslenskt samfélag sama hvar fólk sé statt í pólitík. „Ástæðan fyrir því að þetta eru jákvæð tíðindi er að með þessari ákvörðun sendir fjármálaráðherra skýr fordæmi um að ráðherrum ber að virða niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis og annarra ríkisstofnanna sem telja að ekki hafi verið farið eftir lögum og reglum eða góðri stjórnsýslu. Hann segir fróðlegt að sjá hver viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, verði þegar álit Umboðsmanns muni liggja fyrir varðandi tímabundið bann við hvalveiðum. Hann segir marga lögspekinga telja að ráðherra hafi brotið stjórnsýslulög illilega með þeirri ákvörðun sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. „Það hefur til þessa verið lenska hjá íslenskum stjórnmálamönnum oft á tíðum að hunsa álit Umboðsmanns og jafnvel niðurstöðu dómstóla. Með þessari ákvörðun hjá fjármálaráðherra hafa verið mörkuð ný viðmið þar sem ráðherrum ber að axla ábyrgð ef ekki er farið eftir lögum eða reglum sem gilda í þessu landi.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, birtir mynd af Bjarna þar sem hann var við kökuskreytingar í frægu myndbandi. Hún virðist ekki eiga eftir að sakna Bjarna sem fjármálaráðherra og segir einfaldlega „Adieu!“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í borgarstjórn, segir það sama, einfaldlega „bless“ á samfélagsmiðlinum Facebook. „Hvað er íslenskara en þetta?“ „Hvað er íslenskara en þetta? Bankasýsla ríkisins var stofnuð til að tryggja að sitjandi ráðherra hefði ekki pólitísk afskipti af rekstri eða sölu á bönkum í eigu ríkisins. Nú er komin úrskurður um að fjármálaráðherra sé óhæfur af því að hann hafði ekki pólitísk afskipti,“ segir Jón Haukur Baldvinsson, rekstrarstjóri SSP, um ákvörðun Bjarna á samfélagsmiðlinum X. Hagfræðingurinn Þórður Pálsson tekur í svipaðan streng og Jón Haukur. Hann segir að fyrst hafi verið settar á fót sjálfstæðar stofnanir til að taka faglegar ákvarðanir sem eigi að vera svo miklu betri en pólitískar ákvarðanir. „Því næst eru stjórnmálamennirnir snupraðir fyrir ákvarðanirnar sem þeir tóku ekki og áttu ekki að koma nálægt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira