Lærði mikilvægi samskipta á kassanum í Bónus Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. október 2023 08:01 Tanja Ýr er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Það hvernig maður kemur fram skiptir svo miklu máli. Það er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér,“ segir athafnarkonan Tanja Ýr Ástþórsdóttir en hún er viðmælandi í Einkalífinu. Hér má sjá viðtalið við Tönju í heild sinni: Öll tengslin verðmæt Aðspurð hvaða ráð hún myndi gefa fjórtán ára sér svarar Tanja Ýr: „Þegar ég var fjórtán ára verð ég að viðurkenna að mér var alveg sama og ég var ekkert að pæla. En núna þegar ég lít til baka þá sé ég að öll tengsl sem ég hef myndað eru svo verðmæt.“ Tanja Ýr vann í Bónus sem unglingur og segist hafa lært margt og mikið þar. „Það er svo mikilvægt að passa að koma vel fram og leggja sig allan fram hvort það sé í vinnu eða við fjölskyldu eða hvað. Því þú veist aldrei hvenær á lífsleiðinni þú gætir þurft að koma til viðkomandi og biðja um hjálp eða hvort þú ert að fara að starfa með viðkomandi aftur. Það er svona besta ráð sem ég get gefið sjálfri mér og öðrum. Að passa frá því maður er ungur hvernig maður kemur fram.“ Elskaði að vinna í Bónus Tanja stofnaði áhrifavaldafyrirtækið Eylenda á sínum tíma og segist þá meðal annars hafa farið og rætt við Bónus um samvinnu. „Þannig að það kom sér vel fyrir að ég hafði verið að vinna í Bónus áður,“ segir Tanja og bætir við að hún hafi alltaf lagt upp úr því að enda hluti á góðum nótum og átt í góðum samskiptum við samstarfsfólk. „Ég elskaði að vinna í Bónus, þetta var með fyrstu vinnunum mínum. Ég man að ég byrjaði að töluvert ung að vinna þar yfir sumarið og þegar ég var aðeins eldri langaði mig svo aftur að fara í Bónus frekar en að vinna einhvers staðar annars staðar. Ég elskaði að vera á kassanum, til dæmis þegar eldra fólk kom með rútum að versla á morgnana þá dýrkaði ég að geta aðstoðað það við að setja í körfuna. Hvernig maður kemur fram skiptir svo miklu máli. Það er númer eitt tvö og þrjú hjá mér og það hjálpar mjög mikið í framtíðinni.“ Tanja Ýr býr yfir mikilli reynslu í atvinnulífinu en hún byrjaði ung að vinna. Hún segir að góð samskipti séu það allra mikilvægasta og áttaði sig enn betur á því eftir að hún fór stofnaði áhrifavalda umboðsskrifstofu. Aðsend Á slúðursíðum sem unglingur Það má segja að Tanja Ýr hafi byrjað samfélagsmiðlaferil sinn á bloggsíðunni fólk.is sem naut mikilla vinsælda hér áður fyrr. Hún var dugleg að setja myndir þangað inn og áttaði sig á því hvernig hún gæti breytt texta myndanna þannig að þær kæmu upp á leitarvefnum google. „Þetta var í tölvutíma í grunnskóla fyrir meira en fimmtán árum. Þannig að ég uppgötvaði að ef ég setti mynd inn á bloggið þá kæmist hún á google. Svo var vefsíða sem ég man ekki hvað heitir, B2 eða eitthvað svoleiðis, þar sem var verið að segja slúður um fólk. Það var oft verið að tala um mig þar, þegar ég var fimmtán eða sextán ára.“ Segir hún ýmislegt bull hafa birst þar. „Það var búið að photoshoppa myndir af mér og það var verið að segja að ég stundaði ljósabekki of mikið og alls konar svona. Fólk hefur enga hugmynd um þetta sko, þannig að þetta byrjaði frekar snemma.“ Í kjölfarið færði hún sig yfir á vefsíðuna Myspace og svo síðar yfir á þá samfélagsmiðla sem við þekkjum í dag. „Ég sá þetta örugglega ekki sem viðskiptatól þegar ég var yngri en ég sá eitthvað tækifæri til að koma sjálfri mér á framfæri.“ Tanja Ýr er dugleg að skoða heiminn og er óhrædd við að takast á við ný verkefni. Hún var fljót að átta sig á því hvernig samfélagsmiðlar gætu hjálpað henni að koma sér og sínum hugmyndum á framfæri.Aðsend Ákvað að stofna sitt eigið fyrirtæki Hún segir þó á þeim tíma ekki hafa áttað sig á því hvernig þetta myndi þróast en samfélagsmiðlar hafa orðið stór partur af vegferð Tönju, sem er nú með rúmlega 35 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég var með eitt stærsta bloggið á Íslandi hvað varðar förðun og svoleiðis. Ég var með fullt af lesendum og var að fjalla um einhverjar vörur sem ég fílaði en svo gat ég ekki keypt þær viku síðar því varan var bara uppselt. Þá hugsaði ég gæti ég fengið þessi fyrirtæki til að greiða mér í staðinn fyrir auglýsingu? Ég kannaði það og mjög mörg fyrirtæki voru bara ekkert komin á þann stað. Þannig að þá hugsaði ég að í staðinn fyrir að auglýsa önnur fyrirtæki sem vilja ekki greiða mér þá get ég bara stofnað mitt eigið og þá fæ ég í rauninni allan gróðann.“ Því ákvað Tanja Ýr að stofna fyrirtækið Tanja Yr Cosmetics sem er ekki lengur til en hún rak í um áratug. „Svo var ég líka orðin svolítið þreytt á því að fyrirtæki væru ekki að greiða fyrir þessar auglýsingar sem voru að virka gríðarlega vel. Þá stofna ég einmitt fyrstu umboðsskrifstofu á Íslandi fyrir áhrifavalda til að byggja þennan markað upp,“ segir Tanja og á þá við um Eylendu. Tanja Ýr hefur alla tíð verið óhrædd við að ögra sér í atvinnulífinu og hefur góð samskipti að leiðarljósi.Vísir/Vilhelm Feimin sem barn Tanja Ýr segist ekki hafa getað séð fyrir sér að líf hennar myndi þróast í þessa átt. Sem barn segist hún hafa verið mjög feimin. „Ég vildi til dæmis helst ekki standa fyrir framan bekkinn að flytja verkefni. Frekar vildi ég gera verkefnið fyrir hópinn og þau myndu svo kynna það og ég væri veik þann daginn,“ segir Tanja hlæjandi. Þannig að það er akkúrat öfugt við það sem ég er að gera í dag. Þrátt fyrir feimnina var þó eitt sem Tanja Ýr minnist þess að hafa viljað sem barn. „Þegar ég var yngri sagði ég alltaf við mömmu að ég ætlaði að verða rich bitch,“ segir hún og skellir upp úr. „Þannig að það hefur alltaf verið mér ofarlega í huga að mig langar að ná langt og til þess langar mig að eiga mín eigin fyrirtæki.“ Tanja Ýr segir mistökin hafa reynst mjög lærdómsríkt og öflugt veganesti.Aðsend Mistökin mikilvægur lærdómur Hún segir mistökin órjúfanlegur og mikilvægur þáttur af ferlinu. „Ég er búin að gera svo ótrúlega mikið af verkefnum og helmingurinn af þeim hefur ekki virkað. Og ég mun pottþétt búa til eitthvað aftur sem á ekki eftir að ganga upp. Eins mikil klisja og fólki finnst þetta um að þú lærir mest af mistökunum þá er það bara svo ótrúlega satt. Ég er svo ófeimin við að gera mistök. Mér hefur mistekist það harkalega að það var fyrir framan alla þjóðina liggur við. Það fór til dæmis á flestar fréttasíður þegar Eylenda fór á hausinn. Það lét mig verða miklu óhræddari við að gera mistök.“ Hún segir verðmætt að geta deilt því með fylgjendum sínum. „Ég get sýnt fólki sem fylgir mér að það er í lagi að mistakast og það gerðist ekkert hræðilegt. Jú jú, kannski var ég þung á mér í einhvern tíma eða trúði ekki á mig og svo bara fór það.“ Tanja Ýr segir þetta krefjandi ferli því hafa verið gríðarlega lærdómsríkt og í raun mjög verðmætt veganesti út í lífið og inn í framtíðina. Hægt er að hlusta á viðtalið við Tönju Ýr í hlaðvarpsformi á öllum helstu streymisveitum undir nafni Einkalífsins. Einkalífið Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Tönju í heild sinni: Öll tengslin verðmæt Aðspurð hvaða ráð hún myndi gefa fjórtán ára sér svarar Tanja Ýr: „Þegar ég var fjórtán ára verð ég að viðurkenna að mér var alveg sama og ég var ekkert að pæla. En núna þegar ég lít til baka þá sé ég að öll tengsl sem ég hef myndað eru svo verðmæt.“ Tanja Ýr vann í Bónus sem unglingur og segist hafa lært margt og mikið þar. „Það er svo mikilvægt að passa að koma vel fram og leggja sig allan fram hvort það sé í vinnu eða við fjölskyldu eða hvað. Því þú veist aldrei hvenær á lífsleiðinni þú gætir þurft að koma til viðkomandi og biðja um hjálp eða hvort þú ert að fara að starfa með viðkomandi aftur. Það er svona besta ráð sem ég get gefið sjálfri mér og öðrum. Að passa frá því maður er ungur hvernig maður kemur fram.“ Elskaði að vinna í Bónus Tanja stofnaði áhrifavaldafyrirtækið Eylenda á sínum tíma og segist þá meðal annars hafa farið og rætt við Bónus um samvinnu. „Þannig að það kom sér vel fyrir að ég hafði verið að vinna í Bónus áður,“ segir Tanja og bætir við að hún hafi alltaf lagt upp úr því að enda hluti á góðum nótum og átt í góðum samskiptum við samstarfsfólk. „Ég elskaði að vinna í Bónus, þetta var með fyrstu vinnunum mínum. Ég man að ég byrjaði að töluvert ung að vinna þar yfir sumarið og þegar ég var aðeins eldri langaði mig svo aftur að fara í Bónus frekar en að vinna einhvers staðar annars staðar. Ég elskaði að vera á kassanum, til dæmis þegar eldra fólk kom með rútum að versla á morgnana þá dýrkaði ég að geta aðstoðað það við að setja í körfuna. Hvernig maður kemur fram skiptir svo miklu máli. Það er númer eitt tvö og þrjú hjá mér og það hjálpar mjög mikið í framtíðinni.“ Tanja Ýr býr yfir mikilli reynslu í atvinnulífinu en hún byrjaði ung að vinna. Hún segir að góð samskipti séu það allra mikilvægasta og áttaði sig enn betur á því eftir að hún fór stofnaði áhrifavalda umboðsskrifstofu. Aðsend Á slúðursíðum sem unglingur Það má segja að Tanja Ýr hafi byrjað samfélagsmiðlaferil sinn á bloggsíðunni fólk.is sem naut mikilla vinsælda hér áður fyrr. Hún var dugleg að setja myndir þangað inn og áttaði sig á því hvernig hún gæti breytt texta myndanna þannig að þær kæmu upp á leitarvefnum google. „Þetta var í tölvutíma í grunnskóla fyrir meira en fimmtán árum. Þannig að ég uppgötvaði að ef ég setti mynd inn á bloggið þá kæmist hún á google. Svo var vefsíða sem ég man ekki hvað heitir, B2 eða eitthvað svoleiðis, þar sem var verið að segja slúður um fólk. Það var oft verið að tala um mig þar, þegar ég var fimmtán eða sextán ára.“ Segir hún ýmislegt bull hafa birst þar. „Það var búið að photoshoppa myndir af mér og það var verið að segja að ég stundaði ljósabekki of mikið og alls konar svona. Fólk hefur enga hugmynd um þetta sko, þannig að þetta byrjaði frekar snemma.“ Í kjölfarið færði hún sig yfir á vefsíðuna Myspace og svo síðar yfir á þá samfélagsmiðla sem við þekkjum í dag. „Ég sá þetta örugglega ekki sem viðskiptatól þegar ég var yngri en ég sá eitthvað tækifæri til að koma sjálfri mér á framfæri.“ Tanja Ýr er dugleg að skoða heiminn og er óhrædd við að takast á við ný verkefni. Hún var fljót að átta sig á því hvernig samfélagsmiðlar gætu hjálpað henni að koma sér og sínum hugmyndum á framfæri.Aðsend Ákvað að stofna sitt eigið fyrirtæki Hún segir þó á þeim tíma ekki hafa áttað sig á því hvernig þetta myndi þróast en samfélagsmiðlar hafa orðið stór partur af vegferð Tönju, sem er nú með rúmlega 35 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Instagram. „Ég var með eitt stærsta bloggið á Íslandi hvað varðar förðun og svoleiðis. Ég var með fullt af lesendum og var að fjalla um einhverjar vörur sem ég fílaði en svo gat ég ekki keypt þær viku síðar því varan var bara uppselt. Þá hugsaði ég gæti ég fengið þessi fyrirtæki til að greiða mér í staðinn fyrir auglýsingu? Ég kannaði það og mjög mörg fyrirtæki voru bara ekkert komin á þann stað. Þannig að þá hugsaði ég að í staðinn fyrir að auglýsa önnur fyrirtæki sem vilja ekki greiða mér þá get ég bara stofnað mitt eigið og þá fæ ég í rauninni allan gróðann.“ Því ákvað Tanja Ýr að stofna fyrirtækið Tanja Yr Cosmetics sem er ekki lengur til en hún rak í um áratug. „Svo var ég líka orðin svolítið þreytt á því að fyrirtæki væru ekki að greiða fyrir þessar auglýsingar sem voru að virka gríðarlega vel. Þá stofna ég einmitt fyrstu umboðsskrifstofu á Íslandi fyrir áhrifavalda til að byggja þennan markað upp,“ segir Tanja og á þá við um Eylendu. Tanja Ýr hefur alla tíð verið óhrædd við að ögra sér í atvinnulífinu og hefur góð samskipti að leiðarljósi.Vísir/Vilhelm Feimin sem barn Tanja Ýr segist ekki hafa getað séð fyrir sér að líf hennar myndi þróast í þessa átt. Sem barn segist hún hafa verið mjög feimin. „Ég vildi til dæmis helst ekki standa fyrir framan bekkinn að flytja verkefni. Frekar vildi ég gera verkefnið fyrir hópinn og þau myndu svo kynna það og ég væri veik þann daginn,“ segir Tanja hlæjandi. Þannig að það er akkúrat öfugt við það sem ég er að gera í dag. Þrátt fyrir feimnina var þó eitt sem Tanja Ýr minnist þess að hafa viljað sem barn. „Þegar ég var yngri sagði ég alltaf við mömmu að ég ætlaði að verða rich bitch,“ segir hún og skellir upp úr. „Þannig að það hefur alltaf verið mér ofarlega í huga að mig langar að ná langt og til þess langar mig að eiga mín eigin fyrirtæki.“ Tanja Ýr segir mistökin hafa reynst mjög lærdómsríkt og öflugt veganesti.Aðsend Mistökin mikilvægur lærdómur Hún segir mistökin órjúfanlegur og mikilvægur þáttur af ferlinu. „Ég er búin að gera svo ótrúlega mikið af verkefnum og helmingurinn af þeim hefur ekki virkað. Og ég mun pottþétt búa til eitthvað aftur sem á ekki eftir að ganga upp. Eins mikil klisja og fólki finnst þetta um að þú lærir mest af mistökunum þá er það bara svo ótrúlega satt. Ég er svo ófeimin við að gera mistök. Mér hefur mistekist það harkalega að það var fyrir framan alla þjóðina liggur við. Það fór til dæmis á flestar fréttasíður þegar Eylenda fór á hausinn. Það lét mig verða miklu óhræddari við að gera mistök.“ Hún segir verðmætt að geta deilt því með fylgjendum sínum. „Ég get sýnt fólki sem fylgir mér að það er í lagi að mistakast og það gerðist ekkert hræðilegt. Jú jú, kannski var ég þung á mér í einhvern tíma eða trúði ekki á mig og svo bara fór það.“ Tanja Ýr segir þetta krefjandi ferli því hafa verið gríðarlega lærdómsríkt og í raun mjög verðmætt veganesti út í lífið og inn í framtíðina. Hægt er að hlusta á viðtalið við Tönju Ýr í hlaðvarpsformi á öllum helstu streymisveitum undir nafni Einkalífsins.
Einkalífið Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira