Sport

Dagskráin í dag: Vináttulandsleikur, íshokkí, golf, rafíþróttir og tvíhöfði á Hlíðarenda

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristófer Acox og félagar í Val taka á móti Hamri í kvöld.
Kristófer Acox og félagar í Val taka á móti Hamri í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á fjölbreytta dagskrá þennan miðvikudaginn þar sem allir ættu að geta fundir sér eitthvað við sitt hæfi.

Við fáum tvíhöfða á Hlíðarenda þar sem Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þór Akureyri í Subway-deild kvenna í körfubolta klukkan 17:50 á Stöð 2 Sport áður en Suway Körfuboltakvöld tekur við og gerir leikinn upp.

Þá hefst viðureign Vals og Hamars í Subway-deild karla í körfubolta klukkan 20:05, en sá leikur verður sýndur á Stöð 2 Sport 5.

Á Vodafone Sport hefjum við leik klukkan 09:05 þegar NHL On The Fly fer í gang og klukkan 23:00 er komið að viðureign Carolina Hurricanes og Ottawa Senators í NHL-deildinni í íshokkí.

Þá fer einnig fram vináttulandsleikur Wales og Gíbraltar á Vodafone Sport klukkan 18:40.

Að lokum verða stelpurnar í Babe Patrol á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 21:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×