Rúnar Ingi: „Hún er búin að taka út sinn dóm“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. október 2023 21:56 Rúnar Ingi var mættur með Dallas Mavericks derhúfu þriðja leikinn í röð og skilaði aftur sigri. Ef hann sé með hattinn kemst hann örugglega í stuð. Vísir/Snædís Bára Njarðvík vann Suðurnesjaslag kvöldsins þar sem liðið tók á móti Grindavík í Subway-deild kvenna. Hart var tekist á en Njarðvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og lönduðu sigri 60-56. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með að sleppa með sigurinn í leik sem hefði getað endað á hvorn veginn sem var. „Þetta var svona úrslitakeppnis hasar í gangi. Rosalega líkamlegur leikur og það var ekkert auðvelt í dag. Bæði lið komu tilbúin, tvö góð lið sem geta bæði átt leiki þar sem þau skora mikið. Það sem mér fannst jákvætt, ekki bara fyrir okkur heldur líka Grindavík, að geta líka verið í svona leik og svo var þetta bara 50/50 hérna síðustu fimm mínúturnar.“ Sóknarlega sagði hann að Njarðvíkingar eigi mikið inni. „Við áttum hérna nokkur stór „play“ þannig að þetta lenti okkar megin en það sem ég er kannski mest ánægður með er að sýna að þó við séum kannski ekki komnar á þann stað sem við viljum sóknarlega, bara langt í frá, en að geta tekið svona sigra þar sem við erum að halda liðum undir 60 tvo leiki í röð. Byrjum á Haukum á laugardaginn og svo Grindavík í dag. Þetta eru svona iðnaðarsigrar. Þetta er ekkert rosalega fallegt en ég tek því og tvö stig í hús.“ Emilie Hesseldal bauð upp á áhugaverða tölfræði í dag. Núll af fjórtán í skotum utan af velli, sjö stig, 21 frákast og sex stoðsendingar. „Hesseldal var kannski bara ekki alveg að finna sig í dag og maður sá það kannski á líkamnum á henni held ég. Mér fannst hún ekki jafn fersk. Hún náttúrulega spilaði svakalegar margar mínútur og var með risa framlag fyrir bara þremur dögum. Hún þarf kannski aðeins lengri pásu á þessum tímapunkti.“ Rúnar sagði að innkoma Tynice Martin væri ekki að riðla sóknarleik liðsins neitt sérstaklega en hún þyrfti vissulega að finna sitt takt og hlutverk. „Eins og ég sagði við þig fyrir leik þá er Tynice búin að vera með okkur í einhverjar sex vikur. Það er öðruvísi að spila á móti Grindavíkurliðinu. Þær eru mjög aðgangsharðar og voru að tvídekka á póstinn frá sterku hliðinni sem er öðruvísi en við höfum lent í á þessu tímabili þannig að við þurftum aðeins að finna nýjar leiðir.“ „En Tynice að sjálfsögðu að reyna að koma sér í takt við leikinn og finna sitt hlutverk. En sóknarlega var þetta bara langt í frá að vera gott en við áttum nógu mikið inni til að setja nokkur risa „play“ og þar sérstaklega ein 17 ára [Jana Falsdóttir, innsk. blm] sem er bara ótrúleg.“ Töluvert hefur verið rætt um Tynice Martin síðustu daga en dráttur varð á að hún fengi atvinnuleyfi þar sem hún fékk dóm fyrir heimilisofbeldi árið 2019 og fékk eins árs skilboðsbundið fangelsi eftir að hún hafði gengið inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar, togað í hár hennar og hafi svo ásamt annarri konu ýtt fórnarlambinu á hurð, lamið hana, tekið hálstaki og hrint. Atvinnuleyfið kom loks í hús eftir nokkuð stapp í kerfinu og var málið til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Rúnar sagði að hann gæti ekki stjórnað umræðunni en að Tynice væri búin að taka út sinn dóm. „Umræða er bara umræða og ég hef enga stjórn á því hvað annað fólk er að ræða, hvorki í sjónvarpinu eða á samfélagsmiðlum. Ég hef aldrei farið í jafn mikinn undirbúning við að ná í leikmann. Tala við lögfræðinga og afla mér upplýsinga um málið, tala við háskólaþjálfarann, tala við liðsfélaga í Finnlandi. Hún er bara frábær stelpa sem er komin hérna til að leggja sig fram og vinna sína vinnu. Búin að taka út sinn dóm og ég hef ekkert meira um það að segja.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. 10. október 2023 08:31 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með að sleppa með sigurinn í leik sem hefði getað endað á hvorn veginn sem var. „Þetta var svona úrslitakeppnis hasar í gangi. Rosalega líkamlegur leikur og það var ekkert auðvelt í dag. Bæði lið komu tilbúin, tvö góð lið sem geta bæði átt leiki þar sem þau skora mikið. Það sem mér fannst jákvætt, ekki bara fyrir okkur heldur líka Grindavík, að geta líka verið í svona leik og svo var þetta bara 50/50 hérna síðustu fimm mínúturnar.“ Sóknarlega sagði hann að Njarðvíkingar eigi mikið inni. „Við áttum hérna nokkur stór „play“ þannig að þetta lenti okkar megin en það sem ég er kannski mest ánægður með er að sýna að þó við séum kannski ekki komnar á þann stað sem við viljum sóknarlega, bara langt í frá, en að geta tekið svona sigra þar sem við erum að halda liðum undir 60 tvo leiki í röð. Byrjum á Haukum á laugardaginn og svo Grindavík í dag. Þetta eru svona iðnaðarsigrar. Þetta er ekkert rosalega fallegt en ég tek því og tvö stig í hús.“ Emilie Hesseldal bauð upp á áhugaverða tölfræði í dag. Núll af fjórtán í skotum utan af velli, sjö stig, 21 frákast og sex stoðsendingar. „Hesseldal var kannski bara ekki alveg að finna sig í dag og maður sá það kannski á líkamnum á henni held ég. Mér fannst hún ekki jafn fersk. Hún náttúrulega spilaði svakalegar margar mínútur og var með risa framlag fyrir bara þremur dögum. Hún þarf kannski aðeins lengri pásu á þessum tímapunkti.“ Rúnar sagði að innkoma Tynice Martin væri ekki að riðla sóknarleik liðsins neitt sérstaklega en hún þyrfti vissulega að finna sitt takt og hlutverk. „Eins og ég sagði við þig fyrir leik þá er Tynice búin að vera með okkur í einhverjar sex vikur. Það er öðruvísi að spila á móti Grindavíkurliðinu. Þær eru mjög aðgangsharðar og voru að tvídekka á póstinn frá sterku hliðinni sem er öðruvísi en við höfum lent í á þessu tímabili þannig að við þurftum aðeins að finna nýjar leiðir.“ „En Tynice að sjálfsögðu að reyna að koma sér í takt við leikinn og finna sitt hlutverk. En sóknarlega var þetta bara langt í frá að vera gott en við áttum nógu mikið inni til að setja nokkur risa „play“ og þar sérstaklega ein 17 ára [Jana Falsdóttir, innsk. blm] sem er bara ótrúleg.“ Töluvert hefur verið rætt um Tynice Martin síðustu daga en dráttur varð á að hún fengi atvinnuleyfi þar sem hún fékk dóm fyrir heimilisofbeldi árið 2019 og fékk eins árs skilboðsbundið fangelsi eftir að hún hafði gengið inn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar, togað í hár hennar og hafi svo ásamt annarri konu ýtt fórnarlambinu á hurð, lamið hana, tekið hálstaki og hrint. Atvinnuleyfið kom loks í hús eftir nokkuð stapp í kerfinu og var málið til umræðu í Körfuboltakvöldi í gær. Rúnar sagði að hann gæti ekki stjórnað umræðunni en að Tynice væri búin að taka út sinn dóm. „Umræða er bara umræða og ég hef enga stjórn á því hvað annað fólk er að ræða, hvorki í sjónvarpinu eða á samfélagsmiðlum. Ég hef aldrei farið í jafn mikinn undirbúning við að ná í leikmann. Tala við lögfræðinga og afla mér upplýsinga um málið, tala við háskólaþjálfarann, tala við liðsfélaga í Finnlandi. Hún er bara frábær stelpa sem er komin hérna til að leggja sig fram og vinna sína vinnu. Búin að taka út sinn dóm og ég hef ekkert meira um það að segja.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. 10. október 2023 08:31 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Finnst skrítið að hún sé enn á Íslandi: „Bleikur fíll sem enginn vill tala um“ Njarðvíkurkonur hafa spilað fyrstu leiki sína í Subway deild kvenna án þess að hafa bandarískan leikmann í sínu liði. Staðan á bandaríska leikmanni Njarðvíkurliðsins var til umræðu í Körfuboltakvöldi kvenna í gær. 10. október 2023 08:31
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti