Erlent

Annar stór skjálfti í Afgan­istan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Rúmlega eitt þúsund liggja í valnum eftir fyrri skjálftana tvo en óljóst er með manntjón í skjálftanum í nótt.
Rúmlega eitt þúsund liggja í valnum eftir fyrri skjálftana tvo en óljóst er með manntjón í skjálftanum í nótt. AP Photo/Ebrahim Noroozi

Annar stór jarðskjálfti reið yfir Afganistan í nótt aðeins nokkrum dögum eftir að tveir stórir skjálftar komu á sama svæði með þeim afleiðingum að rúmlega þúsund létu lífið.

Að þessu sinni var um að ræða skjálfta upp á 6,3 stig og reið hann yfir um klukkan hálftvö í nótt að íslenskum tíma. Hann átti upptök sín um 28 kílómetra norður af borginni Herat. Fyrstu fregnir herma að rúmlega hundrað hafi slasast í hamförunum en ástandið er þó enn mjög óljóst.

Þó er talin bót í máli að fjöldi fólks svaf úti undir berum himni eftir að heimili þeirra höfðu laskast í skjálftunum á dögunum.

Hjálparsamtök segja neyðina á svæðinu mikla, skortur sé á matvælum og hlýjum teppum. Jarðskjálftar eru algengir í Afganistan, sérstaklega á fjallasvæðinu Hindu Kush.


Tengdar fréttir

Tala látinna í Af­gan­istan komin yfir tvö ­­þúsund

Meira en tvö þúsund manns hafa látist og tíu þúsund manns slasast eftir að tveir öflugir jarðskjálftar riðu yfir Afganistan í gær, skjálftarnir eru sagðir þeir mannskæðustu í landinu í langan tíma. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×